Samninganefndir Félags fréttamanna og Samtaka atvinnulífsins vegna Ríkisútvarpsins náðu samkomulagi og undirrituðu kjarasamning í húsakynnum ríkissáttasemjara í gær.
Á vef ríkissáttasemjara kemur fram að málið hafi verið það fyrsta sem var vísað til embættisins á árinu en vísunin barst embættinu þann 22. janúar síðastliðinn.
Viðræður nefnda Félags fréttamanna og SA höfðu staðið yfir síðan í desember 2018. Flestir fréttamenn sem starfa hjá RÚV eru í Félagi fréttamanna en hluti í Blaðamannafélagi Íslands.
Kjarasamningar blaðamanna sem eru í Blaðamannafélagi Íslands eru enn lausir.