Hertum aðgerðum aflétt í Eyjum frá og með mánudegi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. apríl 2020 09:19 Vestmannaeyjar. MYND/Óskar P. Friðriksson Hertum reglum um samkomubann sem verið hafa í gildi í Vestmannaeyjum frá 21. mars verður aflétt frá og með næsta mánudegi. Ekkert smit hefur greinst í eyjunni frá 6. apríl. Þetta kom fram í máli Írisar Róbertsdóttur, bæjarstjóra Vestmannaeyjabæjar í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hún fór yfir stöðuna í Vestmannaeyjum. Eyjaskeggjar hafa ekki farið varhluta af kórónuveirufaraldrinum en þar hafa alls 103 greinst með veiruna. Var því gripið til þess ráðs þann 21. mars að herða samkomubannið þannig að það miðaði við 10 manns, í stað 20. Á sunnudaginn munu þessar harðari reglur renna sitt skeið á enda og munu Vestmannaeyingar því búa við sömu reglur og flestir aðrir landsmenn frá og með næstkomandi mánudegi. „Við höfum farið í harðari viðbrögð til þess að stemma í stigu við hana og það hefur ekki greinst smit hérna frá 6. apríl þannig að við höfum tekið mjög hart á þessu,“ sagði Íris. Einnig var rætt um stöðuna á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. Sóttvarnarlæknir hefur gefið til kynna að fjöldi fólks á fjöldasamkomum verði takmarkaður við tvö þúsund gesti út águst, þó ekki hafi verið tekið nein ákvörðun um slíkt. Ljóst er að slíkar takmarkanir myndu hafa veruleg áhrif á Þjóðhátíðina, sem og margar aðrar sumarhátíðir. Sagði Íris í Bítinu að ekki væri tímabært að taka ákvörðun um hvort Þjóðhátíð yrði haldin eða ekki en að skipuleggjendur hátíðarinnar og bæjaryfirvöld myndu fylgja tilmælum sóttvarnaryfirvalda í hvívetna. Vestmannaeyjar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Hertum reglum um samkomubann sem verið hafa í gildi í Vestmannaeyjum frá 21. mars verður aflétt frá og með næsta mánudegi. Ekkert smit hefur greinst í eyjunni frá 6. apríl. Þetta kom fram í máli Írisar Róbertsdóttur, bæjarstjóra Vestmannaeyjabæjar í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hún fór yfir stöðuna í Vestmannaeyjum. Eyjaskeggjar hafa ekki farið varhluta af kórónuveirufaraldrinum en þar hafa alls 103 greinst með veiruna. Var því gripið til þess ráðs þann 21. mars að herða samkomubannið þannig að það miðaði við 10 manns, í stað 20. Á sunnudaginn munu þessar harðari reglur renna sitt skeið á enda og munu Vestmannaeyingar því búa við sömu reglur og flestir aðrir landsmenn frá og með næstkomandi mánudegi. „Við höfum farið í harðari viðbrögð til þess að stemma í stigu við hana og það hefur ekki greinst smit hérna frá 6. apríl þannig að við höfum tekið mjög hart á þessu,“ sagði Íris. Einnig var rætt um stöðuna á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. Sóttvarnarlæknir hefur gefið til kynna að fjöldi fólks á fjöldasamkomum verði takmarkaður við tvö þúsund gesti út águst, þó ekki hafi verið tekið nein ákvörðun um slíkt. Ljóst er að slíkar takmarkanir myndu hafa veruleg áhrif á Þjóðhátíðina, sem og margar aðrar sumarhátíðir. Sagði Íris í Bítinu að ekki væri tímabært að taka ákvörðun um hvort Þjóðhátíð yrði haldin eða ekki en að skipuleggjendur hátíðarinnar og bæjaryfirvöld myndu fylgja tilmælum sóttvarnaryfirvalda í hvívetna.
Vestmannaeyjar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira