19 dagar í Pepsi Max: Bjarni Guðjóns sá yngsti til að skora tíu mörk fyrir Íslandsmeistaralið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2020 12:00 Bjarni Guðjónsson fagnar hér Íslandsmeistaratitlinum árið 1996 á tveimur myndum í á síðum DV en þetta er úrklippa úr mánudagsblaðinu 30. september 1996. Að ofan er hann með föður sínum og þjálfaranum Guðjóni Þórðarsyni en að neðan með liðsfélögum sínum. Skjámynd/Úrklippa úr DV Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 19 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Núverandi aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara KR á athyglisvert met í efstu deild á Íslandi.Bjarni Guðjónsson stimplaði sig inn í efstu deild með ótrúlegum hætti sumarið 1996 þegar hann skoraði 13 mörk í 17 leikjum fyrir lið ÍA. Skagamenn urðu bæði Íslandsmeistarar og bikarmeistarar þetta sumar. Bjarni fékk tækifæri í byrjunarliðinu í fyrsta leik og skoraði fimm mörk í fyrstu umferðunum, tvö mörk á móti Stjörnunni í fyrsta leik og svo þrennu á móti Keflavík í annarri umferðinni.Bjarni skoraði sitt tíunda mark á leiktíðinni í sigurleik á móti Val á Hlíðarenda 16. ágúst 1996. Hann var þá aðeins 17 ára, 5 mánaða og 21 dags gamall. Bjarni varð þá næstyngsti leikmaðurinn til að skora tíu mörk á tímabili í efstu deild á Íslandi en metið á enn Eyleifur Hafsteinsson sem var 17 ára, 3 mánaða og 27 daga þegar hann rauf tíu marka múrinn sumarið 1964. Um leið og Skagamenn urðu Íslandsmeistarar um haustið, þar sem Bjarni skoraði tvö mörk í 4-1 sigri á KR í hreinum úrslitaleik um titilinn, þá var ljóst að Bjarni hafði slegið met. Bjarni tók þá metið af öðrum Skagamanni, Pétri Péturssyni, en þeir eru ennþá í dag þeir tveir yngstu til að skora tíu mörk eða meira fyrir Íslandsmeistaralið. Pétur var 18 ára, 1 mánaða og 10 daga þegar hann skoraði sitt tíunda mark fyrir ÍA á Íslandsmeistarasumrinu 1977. Aðrir ungir tíu marka menn fyrir Íslandsmeistaralið eru Þórólfur Beck (KR 1959), Ingvar Elísson (ÍA 1960), Steinar Jóhannsson (Keflavík 1971), Guðmundur Þorbjörnsson (Val 1976) og Arnar Gunnlaugsson (ÍA 1992) en þeir voru allir nítján ára þegar þeir náðu þessu. Steinar og Guðmundur voru yngstir af þeim þegar þeir komust yfir tíu marka múrinn. Lárus Guðmundsson (Víkingur 1981) og Þórður Guðjónsson (ÍA 1993) voru einnig nítján ára á þeim tímabilum en þeir voru samt á tuttugasta aldursári af því að þeir fæddust seint á árinu. Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... ÍA Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Sjá meira
Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 19 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Núverandi aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara KR á athyglisvert met í efstu deild á Íslandi.Bjarni Guðjónsson stimplaði sig inn í efstu deild með ótrúlegum hætti sumarið 1996 þegar hann skoraði 13 mörk í 17 leikjum fyrir lið ÍA. Skagamenn urðu bæði Íslandsmeistarar og bikarmeistarar þetta sumar. Bjarni fékk tækifæri í byrjunarliðinu í fyrsta leik og skoraði fimm mörk í fyrstu umferðunum, tvö mörk á móti Stjörnunni í fyrsta leik og svo þrennu á móti Keflavík í annarri umferðinni.Bjarni skoraði sitt tíunda mark á leiktíðinni í sigurleik á móti Val á Hlíðarenda 16. ágúst 1996. Hann var þá aðeins 17 ára, 5 mánaða og 21 dags gamall. Bjarni varð þá næstyngsti leikmaðurinn til að skora tíu mörk á tímabili í efstu deild á Íslandi en metið á enn Eyleifur Hafsteinsson sem var 17 ára, 3 mánaða og 27 daga þegar hann rauf tíu marka múrinn sumarið 1964. Um leið og Skagamenn urðu Íslandsmeistarar um haustið, þar sem Bjarni skoraði tvö mörk í 4-1 sigri á KR í hreinum úrslitaleik um titilinn, þá var ljóst að Bjarni hafði slegið met. Bjarni tók þá metið af öðrum Skagamanni, Pétri Péturssyni, en þeir eru ennþá í dag þeir tveir yngstu til að skora tíu mörk eða meira fyrir Íslandsmeistaralið. Pétur var 18 ára, 1 mánaða og 10 daga þegar hann skoraði sitt tíunda mark fyrir ÍA á Íslandsmeistarasumrinu 1977. Aðrir ungir tíu marka menn fyrir Íslandsmeistaralið eru Þórólfur Beck (KR 1959), Ingvar Elísson (ÍA 1960), Steinar Jóhannsson (Keflavík 1971), Guðmundur Þorbjörnsson (Val 1976) og Arnar Gunnlaugsson (ÍA 1992) en þeir voru allir nítján ára þegar þeir náðu þessu. Steinar og Guðmundur voru yngstir af þeim þegar þeir komust yfir tíu marka múrinn. Lárus Guðmundsson (Víkingur 1981) og Þórður Guðjónsson (ÍA 1993) voru einnig nítján ára á þeim tímabilum en þeir voru samt á tuttugasta aldursári af því að þeir fæddust seint á árinu.
Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... ÍA Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Sjá meira