Aðgerðir miði að fyrirtækjum sem þykja lífvænleg Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. mars 2020 19:33 Aðgerðir ríkisstjórnarinnar voru kynntar á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum í dag. Vísir/Vilhelm Seðlabankinn hefur flýtt vaxtaákvörðun sinni um viku og ákvörðun sína í fyrramálið. Fyrirtæki sem lenda í tímabundnum rekstrarörðuleikum geta frestað skilum á sköttum og gjöldum samkvæmt aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin kynnti aðgerðir í sjö liðum um hvernig bregðast skuli við efnahagslegum áhrifum af völdum kórónuveirunnar í ráðherrabústaðnum í morgun. Sjá einnig: Veita fyrirtækjum svigrúm og bæta í opinberar framkvæmdir Veita á fyrirtækjum sem lenda í tímabundnum örðuleikum lengri frest til að skila sköttum og gjöldum. Gistináttaskattur verður afnuminn tímabundið og hugsanlega önnur íþyngjandi gjöld. Markaðsátaki til að kynna Ísland sem áfangastað verður hleypt af stokkunum. Grípa á til ráðstafana til að örva einkaneyslu og eftirspurn og auka kraft í opinberum framkvæmdum. Þá á að efla virkt samráð milli stjórnvalda og samtaka fjármálafyrirtækja um viðbrögð við örðuleikum og innistæður ÍL-sjóðs í Seðlabankanum verða fluttar á innlánsreikninga í bönkum til að auka svigrúm þeirra til útlána. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm Útfærsla hefur ekki verið endanlega ákveðin í öllum tilfellum. „Þetta eru í raun og veru markmiðin sem við erum að setja niður, þetta verður svo sett niður í bandormi sem að sjálfsögðu á eftir að fara fyrir Alþingi og vera ræddur þar. Þannig að við eigum bara von á því á næstunni í raun og veru á næstu vikum að þetta komi inn í þingið sem bandormur. Síðan erum við mjög meðvituð um það að við munum þurfa að taka stöðuna reglulega vegna óvissunnar sem er uppi,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Ekki er sjálfgefið að öllum fyrirtækjum bjóðist þessi úrræði sem kynnt voru í dag. „Við erum sem sagt ekki að horfa til fyrirtækja sem hafa verið í viðvarandi greiðsluvanda og í vanskilum, heldur erum við meira að horfa til fyrirtækja sem eru lífvænleg og hafa burði til þess að standast samkeppni við eðlilegar aðstæður en eru augljóslega að verða fyrir áfalli,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.Vísir/Vilhelm „Víða um lönd hafa verið alls konar viðmiðnotuð í þessu, til dæmis eitthvað tiltekiðtekjufall og annað þess háttar og þessar aðgerðir munum við annars vegar kynna bara meðsamstarfi við lykilstofnanir um þessi efni en einnig í frumvarpi sem verður lagt fyrir þingið.“ Alþýðusambandið gagnrýnir skort á aðgerðum í þágu launafólks í þessum aðgerðapakka sem kynntur var í morgun. „Við erum aðhugsa þessar fjárfestingar, aðvið séum aðfara að búa til nýog fleiri störf þannig aðfólk sem missir vinnuna íeinni atvinnugrein geti hugsanlega farið yfir í aðra,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, á blaðamannafundinum í dag. Fundurinn var táknmálstúlkaður.Vísir/Vilhelm Efnahagsmál Wuhan-veiran Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Seðlabankinn hefur flýtt vaxtaákvörðun sinni um viku og ákvörðun sína í fyrramálið. Fyrirtæki sem lenda í tímabundnum rekstrarörðuleikum geta frestað skilum á sköttum og gjöldum samkvæmt aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin kynnti aðgerðir í sjö liðum um hvernig bregðast skuli við efnahagslegum áhrifum af völdum kórónuveirunnar í ráðherrabústaðnum í morgun. Sjá einnig: Veita fyrirtækjum svigrúm og bæta í opinberar framkvæmdir Veita á fyrirtækjum sem lenda í tímabundnum örðuleikum lengri frest til að skila sköttum og gjöldum. Gistináttaskattur verður afnuminn tímabundið og hugsanlega önnur íþyngjandi gjöld. Markaðsátaki til að kynna Ísland sem áfangastað verður hleypt af stokkunum. Grípa á til ráðstafana til að örva einkaneyslu og eftirspurn og auka kraft í opinberum framkvæmdum. Þá á að efla virkt samráð milli stjórnvalda og samtaka fjármálafyrirtækja um viðbrögð við örðuleikum og innistæður ÍL-sjóðs í Seðlabankanum verða fluttar á innlánsreikninga í bönkum til að auka svigrúm þeirra til útlána. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm Útfærsla hefur ekki verið endanlega ákveðin í öllum tilfellum. „Þetta eru í raun og veru markmiðin sem við erum að setja niður, þetta verður svo sett niður í bandormi sem að sjálfsögðu á eftir að fara fyrir Alþingi og vera ræddur þar. Þannig að við eigum bara von á því á næstunni í raun og veru á næstu vikum að þetta komi inn í þingið sem bandormur. Síðan erum við mjög meðvituð um það að við munum þurfa að taka stöðuna reglulega vegna óvissunnar sem er uppi,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Ekki er sjálfgefið að öllum fyrirtækjum bjóðist þessi úrræði sem kynnt voru í dag. „Við erum sem sagt ekki að horfa til fyrirtækja sem hafa verið í viðvarandi greiðsluvanda og í vanskilum, heldur erum við meira að horfa til fyrirtækja sem eru lífvænleg og hafa burði til þess að standast samkeppni við eðlilegar aðstæður en eru augljóslega að verða fyrir áfalli,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.Vísir/Vilhelm „Víða um lönd hafa verið alls konar viðmiðnotuð í þessu, til dæmis eitthvað tiltekiðtekjufall og annað þess háttar og þessar aðgerðir munum við annars vegar kynna bara meðsamstarfi við lykilstofnanir um þessi efni en einnig í frumvarpi sem verður lagt fyrir þingið.“ Alþýðusambandið gagnrýnir skort á aðgerðum í þágu launafólks í þessum aðgerðapakka sem kynntur var í morgun. „Við erum aðhugsa þessar fjárfestingar, aðvið séum aðfara að búa til nýog fleiri störf þannig aðfólk sem missir vinnuna íeinni atvinnugrein geti hugsanlega farið yfir í aðra,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, á blaðamannafundinum í dag. Fundurinn var táknmálstúlkaður.Vísir/Vilhelm
Efnahagsmál Wuhan-veiran Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira