Enginn greindist með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn hér á landi, sjötta daginn í röð, samkvæmt nýjum tölum á Covid.is. Staðfest smit eru því, líkt og undanfarið, 1.802. Þá eru virk smit á landinu aðeins þrjú, og fækkar þeim því um helming frá því í gær.
Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans tók 121 sýni og 184 voru tekin hjá Íslenskri erfðagreiningu. Ekkert þeirra reyndist jákvætt. Alls hafa nú verið tekin 57.187 sýni frá upphafi faraldursins.
Enginn liggur inni á sjúkrahúsi með Covid-19 þessa stundina og hafa 1.789 náð bata. Fólki í sóttkví fjölgar hins vegar á milli daga, úr 532 í 727. Alls hafa nú 20.103 lokið sóttkví.
Tíu hafa látist af völdum veirunnar.