Segir að „sjúklega offeitur“ Trump ætti ekki að taka inn malaríulyfið Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. maí 2020 12:36 Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, og Donald Trump, Bandaríkjaforseti, eru miklir andstæðingar í stjórnmálum. Getty/Samsett Nancy Pelosi, demókrati og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, kveðst hafa áhyggjur af Donald Trump Bandaríkjaforseta eftir að hann sagðist taka inn malaríulyf gegn kórónuveirunni. Pelosi telur að Trump ætti ekki að taka lyfið inn, einkum í ljósi aldurs og holdafars. Trump greindi frá því á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær að hann hefði undanfarna eina og hálfa viku tekið inn malaríulyfið Hydroxychloroquine til varnar veirunni. Forsetanum hefur verið tíðrætt um notagildi lyfsins í baráttunni við faraldurinn, þvert á ráðleggingar sérfræðinga. Ekki hefur tekist að sýna fram á neina virkni lyfsins gegn Covid-19, sjúkdómnum sem veiran veldur. Ríkisstjórn Trumps hefur jafnframt sjálf gefið út að lyfið skuli aðeins nota á sjúkrahúsum í nánu samráði við lækna eða í rannsóknarskyni, þar sem aukaverkanir þess geti verið banvænar. Pelosi, sem er einn helsti andstæðingur Trumps á sviði bandarískra stjórnmála, var innt eftir viðbrögðum við frásögn forsetans í viðtali á fréttastofunni CNN í gærkvöldi. Og það stóð ekki á svari. „Hann er forseti okkar og ég vil síður að hann taki eitthvað inn sem hefur ekki fengið vilyrði vísindamanna, sérstaklega í aldursflokki hans og í, skulum við segja, þyngdarflokki… sjúklega offeitur (e. morbidly obese), segja þeir,“ sagði Pelosi. Hluta úr viðtalinu má sjá hér að neðan. “I would rather he not be taking something that has not been approved by the scientists, especially in his age group, and in his, shall we say, weight group: ‘Morbidly obese,’ they say,” says House Speaker Nancy Pelosi on Pres. Trump’s revelation he is taking hydroxychloroquine. pic.twitter.com/0ImjpEjg9q— Anderson Cooper 360° (@AC360) May 19, 2020 Trump er 73 ára og gekkst síðast undir allsherjarlæknisskoðun í febrúar 2019, samkvæmt opinberum gögnum. Þar mældist BMI-stuðull forsetans 30,4 og hann því í ofþyngd (e. obese). Trump flokkast þannig ekki sem „sjúklega offeitur“ (e. morbidly obese), líkt og fram kom í máli Pelosi, en það gera aðeins þeir sem mælast með BMI-stuðul yfir 40. Trump hefur verið gagnrýndur talsvert eftir að hann viðurkenndi inntöku malaríulyfsins. Guardian hefur eftir tveimur læknum í frétt sinni um málið að þeir hefðu áhyggjur af því að fólk fylgdi fordæmi Trumps og byrjaði að taka lyfið inn. Þá lögðu þeir áhersla á að engar sönnur hefðu verið færðar á virkni lyfsins og að niðurstöður rannsókna til þessa „lofuðu ekki góðu“. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump setur WHO afarkosti Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að Bandaríkin hætti fjárframlögum til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) um ókomna tíð vegna viðbragða stofnunarinnar við faraldri kórónuveiru. 19. maí 2020 06:50 Ekki hefur verið sýnt fram á virkni lyfs sem Trump hefur tekið til varnar gegn veirunni Bandaríkjaforseti, Donald Trump, sagði á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag að hann hafi undanfarna eina og hálfa viku tekið inn malaríulyfið Hydroxychloroquine til varnar gegn faraldri kórónuveirunnar. 18. maí 2020 23:25 Obama gagnrýnir enn viðbrögð Trump-stjórnarinnar við faraldrinum Obama segir embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump ekki hafa fyrir því að þykjast vera við stjórnvölinn. 17. maí 2020 07:40 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Sjá meira
Nancy Pelosi, demókrati og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, kveðst hafa áhyggjur af Donald Trump Bandaríkjaforseta eftir að hann sagðist taka inn malaríulyf gegn kórónuveirunni. Pelosi telur að Trump ætti ekki að taka lyfið inn, einkum í ljósi aldurs og holdafars. Trump greindi frá því á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær að hann hefði undanfarna eina og hálfa viku tekið inn malaríulyfið Hydroxychloroquine til varnar veirunni. Forsetanum hefur verið tíðrætt um notagildi lyfsins í baráttunni við faraldurinn, þvert á ráðleggingar sérfræðinga. Ekki hefur tekist að sýna fram á neina virkni lyfsins gegn Covid-19, sjúkdómnum sem veiran veldur. Ríkisstjórn Trumps hefur jafnframt sjálf gefið út að lyfið skuli aðeins nota á sjúkrahúsum í nánu samráði við lækna eða í rannsóknarskyni, þar sem aukaverkanir þess geti verið banvænar. Pelosi, sem er einn helsti andstæðingur Trumps á sviði bandarískra stjórnmála, var innt eftir viðbrögðum við frásögn forsetans í viðtali á fréttastofunni CNN í gærkvöldi. Og það stóð ekki á svari. „Hann er forseti okkar og ég vil síður að hann taki eitthvað inn sem hefur ekki fengið vilyrði vísindamanna, sérstaklega í aldursflokki hans og í, skulum við segja, þyngdarflokki… sjúklega offeitur (e. morbidly obese), segja þeir,“ sagði Pelosi. Hluta úr viðtalinu má sjá hér að neðan. “I would rather he not be taking something that has not been approved by the scientists, especially in his age group, and in his, shall we say, weight group: ‘Morbidly obese,’ they say,” says House Speaker Nancy Pelosi on Pres. Trump’s revelation he is taking hydroxychloroquine. pic.twitter.com/0ImjpEjg9q— Anderson Cooper 360° (@AC360) May 19, 2020 Trump er 73 ára og gekkst síðast undir allsherjarlæknisskoðun í febrúar 2019, samkvæmt opinberum gögnum. Þar mældist BMI-stuðull forsetans 30,4 og hann því í ofþyngd (e. obese). Trump flokkast þannig ekki sem „sjúklega offeitur“ (e. morbidly obese), líkt og fram kom í máli Pelosi, en það gera aðeins þeir sem mælast með BMI-stuðul yfir 40. Trump hefur verið gagnrýndur talsvert eftir að hann viðurkenndi inntöku malaríulyfsins. Guardian hefur eftir tveimur læknum í frétt sinni um málið að þeir hefðu áhyggjur af því að fólk fylgdi fordæmi Trumps og byrjaði að taka lyfið inn. Þá lögðu þeir áhersla á að engar sönnur hefðu verið færðar á virkni lyfsins og að niðurstöður rannsókna til þessa „lofuðu ekki góðu“.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump setur WHO afarkosti Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að Bandaríkin hætti fjárframlögum til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) um ókomna tíð vegna viðbragða stofnunarinnar við faraldri kórónuveiru. 19. maí 2020 06:50 Ekki hefur verið sýnt fram á virkni lyfs sem Trump hefur tekið til varnar gegn veirunni Bandaríkjaforseti, Donald Trump, sagði á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag að hann hafi undanfarna eina og hálfa viku tekið inn malaríulyfið Hydroxychloroquine til varnar gegn faraldri kórónuveirunnar. 18. maí 2020 23:25 Obama gagnrýnir enn viðbrögð Trump-stjórnarinnar við faraldrinum Obama segir embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump ekki hafa fyrir því að þykjast vera við stjórnvölinn. 17. maí 2020 07:40 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Sjá meira
Trump setur WHO afarkosti Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að Bandaríkin hætti fjárframlögum til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) um ókomna tíð vegna viðbragða stofnunarinnar við faraldri kórónuveiru. 19. maí 2020 06:50
Ekki hefur verið sýnt fram á virkni lyfs sem Trump hefur tekið til varnar gegn veirunni Bandaríkjaforseti, Donald Trump, sagði á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag að hann hafi undanfarna eina og hálfa viku tekið inn malaríulyfið Hydroxychloroquine til varnar gegn faraldri kórónuveirunnar. 18. maí 2020 23:25
Obama gagnrýnir enn viðbrögð Trump-stjórnarinnar við faraldrinum Obama segir embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump ekki hafa fyrir því að þykjast vera við stjórnvölinn. 17. maí 2020 07:40