Komust yfir persónuupplýsingar níu milljón viðskiptavina EasyJet Atli Ísleifsson skrifar 19. maí 2020 11:49 EasyJet vélar á Brandenborgarflugvelli í Berlín. Getty Stjórnendur lágfargjaldaflugfélagsins Easyjet viðurkenndu í dag að upplýsingum um níu milljónir viðskiptavina þess hefði verið stolið í „háþróuðu“ tölvuinnbroti. Af þeim komust þrjótarnir í greiðslukortaupplýsingar fleiri en tvö þúsund viðskiptavina. Persónuvernd Bretlands hefur verið tilkynnt um Bretlandið en Easyjet segir að rannsókn standi yfir á því. Töluvpóstföngum og ferðaáætlunum milljóna var stolið í innbrotinu og áttuðu stjórnendur Easyjet sig fyrst á því í janúar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þeir sem urðu fyrir því að greiðslukortaupplýsingum þeirra var stolið fengu ekki að vita af því fyrr en í apríl. Fyrirtækið segir að það hafi tekið það tíma til að átta sig á umfangi innbrotsins og hverjir hefðu orðið fyrir áhrifum af því. „Við gátum aðeins upplýst fólk þegar rannsóknin var komin nægilega langt til þess að við gætum greint hvaða einstaklingar hefðu orðið fyrir áhrifum, síðan hverjir lentu í því og svo hvaða upplýsingar var farið inn í,“ segir Easyjet. Viðskiptavinirnir sem áttu upplýsingarnar sem var stolið hafa nú verið varaðir við svikatölvupóstum. Easyjet segir að ekkert bendi til þess að persónuupplýsingum fólks hafi verið stolið. Engu að síður ráðleggi það viðskiptavinum að grípa til varúðarráðstafana. „Við ráðleggjum viðskiptavinum að gæta sín á samskiptum sem eiga að koma frá Easyjet eða Easyjet Holidays,“ segir fyrirtækið. Bretland Fréttir af flugi Tölvuárásir Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Stjórnendur lágfargjaldaflugfélagsins Easyjet viðurkenndu í dag að upplýsingum um níu milljónir viðskiptavina þess hefði verið stolið í „háþróuðu“ tölvuinnbroti. Af þeim komust þrjótarnir í greiðslukortaupplýsingar fleiri en tvö þúsund viðskiptavina. Persónuvernd Bretlands hefur verið tilkynnt um Bretlandið en Easyjet segir að rannsókn standi yfir á því. Töluvpóstföngum og ferðaáætlunum milljóna var stolið í innbrotinu og áttuðu stjórnendur Easyjet sig fyrst á því í janúar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þeir sem urðu fyrir því að greiðslukortaupplýsingum þeirra var stolið fengu ekki að vita af því fyrr en í apríl. Fyrirtækið segir að það hafi tekið það tíma til að átta sig á umfangi innbrotsins og hverjir hefðu orðið fyrir áhrifum af því. „Við gátum aðeins upplýst fólk þegar rannsóknin var komin nægilega langt til þess að við gætum greint hvaða einstaklingar hefðu orðið fyrir áhrifum, síðan hverjir lentu í því og svo hvaða upplýsingar var farið inn í,“ segir Easyjet. Viðskiptavinirnir sem áttu upplýsingarnar sem var stolið hafa nú verið varaðir við svikatölvupóstum. Easyjet segir að ekkert bendi til þess að persónuupplýsingum fólks hafi verið stolið. Engu að síður ráðleggi það viðskiptavinum að grípa til varúðarráðstafana. „Við ráðleggjum viðskiptavinum að gæta sín á samskiptum sem eiga að koma frá Easyjet eða Easyjet Holidays,“ segir fyrirtækið.
Bretland Fréttir af flugi Tölvuárásir Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira