Sakaði Persónuvernd um að hafa lagt blessun yfir „dæmalaus“ vinnubrögð leikhússins Kjartan Kjartansson skrifar 19. maí 2020 10:20 Atla Rafni var sagt upp störfum hjá Borgarleikhúsinu eftir að ásakanir um kynferðislega áreitni og ofbeldi komu fram í desember 2017. Hann vill að úrskurður Persónuverndar um að leikhúsinu hafi ekki verið skylt að veita honum frekar upplýsingar um ásakanirnar verði felldur úr gildi. Vísir/Egill Lögmaður Atla Rafns Sigurðarsonar, leikara, sakaði Persónuvernd um að leggja blessun sína yfir „dæmalaus“ vinnubrögð Borgarleikhússins með úrskurði þar sem Atla Rafni var synjað um upplýsingar um ásakanir um kynferðislega áreitni og ofbeldi sem leiddu til þess að honum var sagt upp störfum. Mál Atla Rafns gegn Persónuvernd var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hann krefst þess að úrskurður stofnunarinnar um að Borgarleikhúsinu væri ekki skylt að afhenda honum upplýsingar um kvartanir sem bárust vegna meints framferðis hans árið 2018 verði felldur úr gildi. Atla Rafni var sagt upp störfum hjá Borgarleikhúsinu eftir að Kristínu Eysteinsdóttur, þáverandi leikhússtjóra, bárust sjö tilkynningar um kynferðislega áreitni eða ofbeldi af hans hálfu í desember árið 2017. Þá voru tvær vikur þar til hann átti að fara með hlutverk í stórri leiksýningu leikhússins. Leikarinn hefur hafnað því að hafa brotið á nokkrum og mótmælt því að fá hvorki upplýsingar um hverjir kvörtuðu undan honum né vegna hvers. Kristín, sem hætti sem Borgarleikhússtjóri í vetur, hefur borið fyrir sig trúnaði við einstaklingana sem kvörtuðu. Hún hafi ákveðið að segja honum upp í ljósi fjölda ásakananna, eðlis og alvarleika. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi Kristínu og Leikfélag Reykjavíkur hafa vegið að æru og persónu Atla Rafns með uppsögninni með dómi sem féll í október. Þau voru dæmd til að greiða Atla Rafni samtals fimm og hálfa milljón króna í skaðabætur. Leikfélagið áfrýjaði dómnum og bíður málið meðferðar í Landsrétti. Við meðferð málsins hélt lögmaður Atla Rafns því fram að það hafi gert honum ómögulegt að verjast kvörtununum að fá ekki að vita hvers eðlis þær væru né hvaðan þær stöfuðu. Persónuvernd úrskurðaði að Kristínu væri ekki skylt að afhenda honum upplýsingar um kvartanirnar. Þeim úrskurði freistar Atli Rafn nú að fá hnekkt fyrir dómi. „Leynimakk“ gegn Atla Rafni innsiglað Einar Þór Sverrisson, lögmaður Atla Rafns, sagði að líf leikarans hafi verið sett á hvolf og í raun eyðilagt með ásökununum og atvinnumissinum í desember árið 2017. Honum hafi verið haldið í algeru myrkri um hverjir settu ásakanirnar fram og hvers eðlis þær voru. Þegar Atli Rafn hafi leitað til Persónuverndar um að fá aðgang að upplýsingum um ásakanirnar hafi stofnunin í raun lagt „blessun yfir dæmalaus vinnubrögð leikhússins og leikhússtjóra“ og þannig hafi „leynimakk“ leikhússins í garð Atla Rafns verið innsiglað. Hélt Einar Þór því fram að niðurstaða Persónuverndar hafi ekki stuðst við lög og að réttur Atla Rafns hafi verið freklega sniðgenginn með úrskurðinum. Stofnunin hafi metið „óljósa“ hagsmuni aðila sem enginn viti hverjir séu þyngri en hagsmuni Atla Rafns að fá aðgang að upplýsingum sem leiddu til þess að honum hafi verið fyrirvaralaust sagt upp störfum á grundvelli sögusagna. „Þeir sem vógu úr launsátri og kröfðust nafnleyndar við verknaðinn“ hafi fengið meiri rétt en sá sem vegið var að, sagði Einar Þór. Atli Rafn hafi þannig ekki fengið tækifæri til að andmæla sannleiksgildi upplýsinganna sem leikhúsið byggði ákvörðun sína um að segja honum upp á. Vísaði lögmaðurinn til dóms Héraðsdóms í máli Atla Rafns gegn Kristínu og Borgarleikhúsinu um ólögmæta uppsögn. Þar hafi komið fram að leikhúsið hefði þurft að setja málið í farveg reglugerðar gegn kynferðislegri áreitni á vinnustað en það hafi ekki verið gert. Sú reglugerð geri ekki ráð fyrir að kvartanir séu settar fram undir nafnleynd. Ef að vinnuveitandi eigi að bregðast við ásökunum geti þeir sem setji fram ásakanir ekki notið nafnleyndar. Persónuvernd hafi byggt úrskurð sinn á því að leikhúsið hafi gefið þeim sem settu fram ásakanirnar á hendur Atla Rafni loforð um nafnleynd og því sé hann réttlaus. Sagði Einar Þór að klúður í málsmeðferð Leikfélags Reykjavíkur ætti ekki að koma niður á Atla Rafni. „Það er eitthvað skrýtið við það að þeir sem fengu loforð sem studdist ekki við reglur njóti meiri réttar en stefnandi sem þoldi atvinnu- og ærumissi og almenna fordæmingu samfélagsins,“ sagði Einar Þór. Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Persónuvernd Dómsmál MeToo Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Sjá meira
Lögmaður Atla Rafns Sigurðarsonar, leikara, sakaði Persónuvernd um að leggja blessun sína yfir „dæmalaus“ vinnubrögð Borgarleikhússins með úrskurði þar sem Atla Rafni var synjað um upplýsingar um ásakanir um kynferðislega áreitni og ofbeldi sem leiddu til þess að honum var sagt upp störfum. Mál Atla Rafns gegn Persónuvernd var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hann krefst þess að úrskurður stofnunarinnar um að Borgarleikhúsinu væri ekki skylt að afhenda honum upplýsingar um kvartanir sem bárust vegna meints framferðis hans árið 2018 verði felldur úr gildi. Atla Rafni var sagt upp störfum hjá Borgarleikhúsinu eftir að Kristínu Eysteinsdóttur, þáverandi leikhússtjóra, bárust sjö tilkynningar um kynferðislega áreitni eða ofbeldi af hans hálfu í desember árið 2017. Þá voru tvær vikur þar til hann átti að fara með hlutverk í stórri leiksýningu leikhússins. Leikarinn hefur hafnað því að hafa brotið á nokkrum og mótmælt því að fá hvorki upplýsingar um hverjir kvörtuðu undan honum né vegna hvers. Kristín, sem hætti sem Borgarleikhússtjóri í vetur, hefur borið fyrir sig trúnaði við einstaklingana sem kvörtuðu. Hún hafi ákveðið að segja honum upp í ljósi fjölda ásakananna, eðlis og alvarleika. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi Kristínu og Leikfélag Reykjavíkur hafa vegið að æru og persónu Atla Rafns með uppsögninni með dómi sem féll í október. Þau voru dæmd til að greiða Atla Rafni samtals fimm og hálfa milljón króna í skaðabætur. Leikfélagið áfrýjaði dómnum og bíður málið meðferðar í Landsrétti. Við meðferð málsins hélt lögmaður Atla Rafns því fram að það hafi gert honum ómögulegt að verjast kvörtununum að fá ekki að vita hvers eðlis þær væru né hvaðan þær stöfuðu. Persónuvernd úrskurðaði að Kristínu væri ekki skylt að afhenda honum upplýsingar um kvartanirnar. Þeim úrskurði freistar Atli Rafn nú að fá hnekkt fyrir dómi. „Leynimakk“ gegn Atla Rafni innsiglað Einar Þór Sverrisson, lögmaður Atla Rafns, sagði að líf leikarans hafi verið sett á hvolf og í raun eyðilagt með ásökununum og atvinnumissinum í desember árið 2017. Honum hafi verið haldið í algeru myrkri um hverjir settu ásakanirnar fram og hvers eðlis þær voru. Þegar Atli Rafn hafi leitað til Persónuverndar um að fá aðgang að upplýsingum um ásakanirnar hafi stofnunin í raun lagt „blessun yfir dæmalaus vinnubrögð leikhússins og leikhússtjóra“ og þannig hafi „leynimakk“ leikhússins í garð Atla Rafns verið innsiglað. Hélt Einar Þór því fram að niðurstaða Persónuverndar hafi ekki stuðst við lög og að réttur Atla Rafns hafi verið freklega sniðgenginn með úrskurðinum. Stofnunin hafi metið „óljósa“ hagsmuni aðila sem enginn viti hverjir séu þyngri en hagsmuni Atla Rafns að fá aðgang að upplýsingum sem leiddu til þess að honum hafi verið fyrirvaralaust sagt upp störfum á grundvelli sögusagna. „Þeir sem vógu úr launsátri og kröfðust nafnleyndar við verknaðinn“ hafi fengið meiri rétt en sá sem vegið var að, sagði Einar Þór. Atli Rafn hafi þannig ekki fengið tækifæri til að andmæla sannleiksgildi upplýsinganna sem leikhúsið byggði ákvörðun sína um að segja honum upp á. Vísaði lögmaðurinn til dóms Héraðsdóms í máli Atla Rafns gegn Kristínu og Borgarleikhúsinu um ólögmæta uppsögn. Þar hafi komið fram að leikhúsið hefði þurft að setja málið í farveg reglugerðar gegn kynferðislegri áreitni á vinnustað en það hafi ekki verið gert. Sú reglugerð geri ekki ráð fyrir að kvartanir séu settar fram undir nafnleynd. Ef að vinnuveitandi eigi að bregðast við ásökunum geti þeir sem setji fram ásakanir ekki notið nafnleyndar. Persónuvernd hafi byggt úrskurð sinn á því að leikhúsið hafi gefið þeim sem settu fram ásakanirnar á hendur Atla Rafni loforð um nafnleynd og því sé hann réttlaus. Sagði Einar Þór að klúður í málsmeðferð Leikfélags Reykjavíkur ætti ekki að koma niður á Atla Rafni. „Það er eitthvað skrýtið við það að þeir sem fengu loforð sem studdist ekki við reglur njóti meiri réttar en stefnandi sem þoldi atvinnu- og ærumissi og almenna fordæmingu samfélagsins,“ sagði Einar Þór.
Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Persónuvernd Dómsmál MeToo Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Sjá meira