Biden bætir annarri stuðningsyfirlýsingu í safnið fyrir mikilvægt forval Kjartan Kjartansson skrifar 9. mars 2020 13:28 Framboð Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, virtist í miklum kröggum í upphafi forvalsins. Hann hefur nú fylkt hófsamari hluta Demókrataflokksins að baki sér og tryggt sér stuðningsyfirlýsinga margra fyrrverandi keppinauta úr forvalinu. AP/Rogelio V. Solis Tveir fyrrverandi mótframbjóðendur Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, hafa lýst yfir stuðningi við hann í forvali Demókrataflokksins síðasta sólarhringinn. Forvalið heldur áfram í sex ríkjum á morgun, þar á meðal í Michigan sem er talið geta ráðið miklu um úrslit forsetakosninganna í nóvember. Cory Booker, öldungadeildarþingmaður frá New Jersey, hét Biden stuðningi sínum í morgun. Sólarhring áður lýsti Kamala Harris, öldungadeildarþingmaður frá Kaliforníu, yfirstuðningi við varaforsetann fyrrverandi. Þau voru bæði á meðal frambjóðenda í forvalinu en heltust snemma úr lestinni. New York Times segir að þau ætli bæði að koma fram á kosningafundi með Biden í Detroit í Michigan í kvöld. The answer to hatred & division is to reignite our spirit of common purpose.@JoeBiden won t only win - he ll show there's more that unites us than divides us.He ll restore honor to the Oval Office and tackle our most pressing challenges.That s why I m proud to endorse Joe. pic.twitter.com/RcsnZs5mfQ— Cory Booker (@CoryBooker) March 9, 2020 Verulegur viðsnúningur hefur orðið á gengi Biden í forvalinu undanfarnar vikur. Byrjað var að spá framboði hans dauða eftir dapurt gengi í fyrstu ríkjunum sem kusu í forvalinu. Afgerandi sigur hans í Suður-Karólína fyrir rúmri viku lagði þó grunninn að óvæntri sigurgöngu á svonefndum ofurþriðjudegi þegar fjórtán ríki greiddu atkvæði í síðustu viku. Nú standa Biden og Bernie Sanders, óháður öldungadeildarþingmaður frá Vermont, eftir sem einu raunhæfu frambjóðendurnir í forvalinu. Sanders virtist sigurstranglegastur eftir að fyrstu ríkin kusu í forvalinu en hófsamari hluti Demókrataflokksins virðist nú hafa fylkt sér nær allur að baki Biden. Áður höfðu Pete Buttigieg, sem vegnaði vel í upphafi forvalsins, og Amy Klobuchar, öldungadeildarþingmaður frá Minnesota, dregið framboð sín til baka og lýst yfir stuðningi við Biden. Stuðningsmenn Bernie Sanders dreifa spjöldum fyrir kosningafund hans í Grand Rapids í Michigan í gær. Ríkið er það fjölmennasta sem greiðir atkvæði í forvalinu á morgun og er talið skipta sköpum í forsetakosningunum í haust.AP/Anntaninna Biondo/The Grand Rapids Press Biden talinn líklegri í Michigan Sex ríki greiða atkvæði í forvalinu á morgun. Stærst þeirra er Michigan en það var eitt þeirra ríkja sem Donald Trump vann með sáralitlum mun í forsetakosningunum árið 2016. Talið er að úrslit þar geti skipt sköpum í forsetakosningunum í haust. Af þeim sökum fylgjast stjórnmálaskýrendur með niðurstöðunum í Michigan af ákafa. Sanders höfðar til róttækari hluta flokksins og ætlar sér að vinna sigur með því að fá ungt fólk til að kjósa í ríkari mæli en til þessa. Biden höfðar til hófsamari kjósenda og heldur því fram að hann geti unnið aftur hvíta verkamannastétt í ríkjum eins og Michigan, Wisconsin og Pennsylvaníu sem hallaði sér að Trump fyrir fjórum árum. Sanders hafði sigur gegn Hillary Clinton í forvali demókrata í Michigan árið 2016. Takist honum ekki að endurtaka leikinn gæti verið út um möguleika hans á að tryggja sér útnefninguna sem forsetaframbjóðandi demókrata. Bæði Sanders og Biden halda viðburði í Michigan í kvöld Horfur Sanders virðast þó ekki góðar. Kosningalíkan Five Thirty Eight gefur Biden 91% líkur á að fá flest atkvæði í Michigan, að meðaltali með um 55% atkvæða. Auk Michigan ganga demókratar í Washington-ríki, Missouri, Mississippi, Idaho og Norður-Dakóta að kjörborðinu á morgun. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Kamala Harris lýsir yfir stuðningi við Biden Öldungadeildarþingmaðurinn og fyrrum frambjóðandi í forvali Demókrataflokksins, Kamala Harris, hefur lýst yfir stuðningi við Joe Biden í forvali flokksins. 8. mars 2020 14:46 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Sjá meira
Tveir fyrrverandi mótframbjóðendur Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, hafa lýst yfir stuðningi við hann í forvali Demókrataflokksins síðasta sólarhringinn. Forvalið heldur áfram í sex ríkjum á morgun, þar á meðal í Michigan sem er talið geta ráðið miklu um úrslit forsetakosninganna í nóvember. Cory Booker, öldungadeildarþingmaður frá New Jersey, hét Biden stuðningi sínum í morgun. Sólarhring áður lýsti Kamala Harris, öldungadeildarþingmaður frá Kaliforníu, yfirstuðningi við varaforsetann fyrrverandi. Þau voru bæði á meðal frambjóðenda í forvalinu en heltust snemma úr lestinni. New York Times segir að þau ætli bæði að koma fram á kosningafundi með Biden í Detroit í Michigan í kvöld. The answer to hatred & division is to reignite our spirit of common purpose.@JoeBiden won t only win - he ll show there's more that unites us than divides us.He ll restore honor to the Oval Office and tackle our most pressing challenges.That s why I m proud to endorse Joe. pic.twitter.com/RcsnZs5mfQ— Cory Booker (@CoryBooker) March 9, 2020 Verulegur viðsnúningur hefur orðið á gengi Biden í forvalinu undanfarnar vikur. Byrjað var að spá framboði hans dauða eftir dapurt gengi í fyrstu ríkjunum sem kusu í forvalinu. Afgerandi sigur hans í Suður-Karólína fyrir rúmri viku lagði þó grunninn að óvæntri sigurgöngu á svonefndum ofurþriðjudegi þegar fjórtán ríki greiddu atkvæði í síðustu viku. Nú standa Biden og Bernie Sanders, óháður öldungadeildarþingmaður frá Vermont, eftir sem einu raunhæfu frambjóðendurnir í forvalinu. Sanders virtist sigurstranglegastur eftir að fyrstu ríkin kusu í forvalinu en hófsamari hluti Demókrataflokksins virðist nú hafa fylkt sér nær allur að baki Biden. Áður höfðu Pete Buttigieg, sem vegnaði vel í upphafi forvalsins, og Amy Klobuchar, öldungadeildarþingmaður frá Minnesota, dregið framboð sín til baka og lýst yfir stuðningi við Biden. Stuðningsmenn Bernie Sanders dreifa spjöldum fyrir kosningafund hans í Grand Rapids í Michigan í gær. Ríkið er það fjölmennasta sem greiðir atkvæði í forvalinu á morgun og er talið skipta sköpum í forsetakosningunum í haust.AP/Anntaninna Biondo/The Grand Rapids Press Biden talinn líklegri í Michigan Sex ríki greiða atkvæði í forvalinu á morgun. Stærst þeirra er Michigan en það var eitt þeirra ríkja sem Donald Trump vann með sáralitlum mun í forsetakosningunum árið 2016. Talið er að úrslit þar geti skipt sköpum í forsetakosningunum í haust. Af þeim sökum fylgjast stjórnmálaskýrendur með niðurstöðunum í Michigan af ákafa. Sanders höfðar til róttækari hluta flokksins og ætlar sér að vinna sigur með því að fá ungt fólk til að kjósa í ríkari mæli en til þessa. Biden höfðar til hófsamari kjósenda og heldur því fram að hann geti unnið aftur hvíta verkamannastétt í ríkjum eins og Michigan, Wisconsin og Pennsylvaníu sem hallaði sér að Trump fyrir fjórum árum. Sanders hafði sigur gegn Hillary Clinton í forvali demókrata í Michigan árið 2016. Takist honum ekki að endurtaka leikinn gæti verið út um möguleika hans á að tryggja sér útnefninguna sem forsetaframbjóðandi demókrata. Bæði Sanders og Biden halda viðburði í Michigan í kvöld Horfur Sanders virðast þó ekki góðar. Kosningalíkan Five Thirty Eight gefur Biden 91% líkur á að fá flest atkvæði í Michigan, að meðaltali með um 55% atkvæða. Auk Michigan ganga demókratar í Washington-ríki, Missouri, Mississippi, Idaho og Norður-Dakóta að kjörborðinu á morgun.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Kamala Harris lýsir yfir stuðningi við Biden Öldungadeildarþingmaðurinn og fyrrum frambjóðandi í forvali Demókrataflokksins, Kamala Harris, hefur lýst yfir stuðningi við Joe Biden í forvali flokksins. 8. mars 2020 14:46 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Sjá meira
Kamala Harris lýsir yfir stuðningi við Biden Öldungadeildarþingmaðurinn og fyrrum frambjóðandi í forvali Demókrataflokksins, Kamala Harris, hefur lýst yfir stuðningi við Joe Biden í forvali flokksins. 8. mars 2020 14:46