Blikar bjartsýnir á að halda stærsta mótið Sindri Sverrisson skrifar 16. apríl 2020 20:10 Símamótið er afar vinsælt en væntanlega fá stelpurnar ekki að koma saman í eins stórum og þéttum hópi og á þessari mynd. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Við stefnum ótrauð á það að halda mótið,“ segir Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, um Símamótið sem Blikar halda árlega. Það er jafnan fjölmennasta krakkamót hvers fótboltasumars. Vegna aðgerða yfirvalda til að sporna við kórónuveirufaraldrinum hefur skapast óvissa um það hvort fjölmenn krakkamót í fótbolta geti farið fram í sumar. Í byrjun maí verða fyrstu skref tekin í því að aflétta samkomubanni en óljóst er hve lengi „tveggja metra reglan“ mun gilda og hve fjölmennar samkomur verða leyfðar í sumar. Eysteinn er þó bjartsýnn og segir Blika með lausnir í huga svo að hægt verði að fylgja öllum tilmælum: „Við þurfum að fara aðrar leiðir, hólfa þetta meira niður. Við erum heppin með það hér í Kópavogi að við höfum frábæra aðstöðu sem að bæjarfélagið hefur byggt upp og hugsum með okkur að fara líka með mótið að hluta til í Fagralundinn, þar sem við erum með stórt svæði, og jafnvel á fleiri svæði. Þannig hólfum við þetta niður til að verða við þessum tilmælum. Ég held að það ætti að vera hægt,“ sagði Eysteinn í Sportinu í dag. Breiðablik er með gríðarlega marga iðkendur í yngri flokkum og mun þurfa að skipta æfingahópum sínum upp og teikna upp ýmsar lausnir til að fara eftir tilmælum yfirvalda þegar æfingar verða leyfðar á nýjan leik 4. maí. Lið félagsins spila jafnan gríðarlega mikinn fjölda leikja á hverju sumri og Eysteinn segir ljóst að þeir gætu orðið færri á þessu tímabili: „Við erum náttúrulega með ótrúlega mikinn fjölda af leikjum og auðvitað hefur þetta áhrif. Auðvitað þarf hugsanlega eitthvað að fækka leikjum, það má vel vera. En aðstaðan er fyrir hendi og við erum með alveg ótrúlega marga velli, þannig að við ættum að geta komið þessu öllu fyrir. En sjálfsagt verður að fara með þetta eitthvað inn í haustið. Í meistaraflokkunum okkar erum við komin með heilsársvöll sem við vorum ekki með áður, og ættum alveg að geta ráðið við það.“ Klippa: Sportið í dag - Framkvæmdastjóri Breiðabliks um Símamótið Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Íslenski boltinn Krakkar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sportið í dag Kópavogur Breiðablik Tengdar fréttir Vonandi hægt að halda flest þessara móta Hvað verður um hin fjölmennu barnamót í fótbolta sem leikin eru víða um land á sumrin? Geta þau farið fram þrátt fyrir aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins? Guðni Bergsson, formaður KSÍ, var spurður út í málið í Sportinu í dag. 15. apríl 2020 19:00 Sextíu til sjötíu prósent af tekjum ÍBV eru í algjöru uppnámi Mikil óvissa er um hvort hægt verði að halda stórar fjöldasamkomur í sumar. Fiskidagurinn mikli á Dalvík fer ekki fram í ár en margir aðrir hyggjast reyna að halda sínar hátíðir í breyttri mynd. 15. apríl 2020 19:45 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Bein útsending: Dregið í Evrópu- og Sambandsdeildina Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira
„Við stefnum ótrauð á það að halda mótið,“ segir Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, um Símamótið sem Blikar halda árlega. Það er jafnan fjölmennasta krakkamót hvers fótboltasumars. Vegna aðgerða yfirvalda til að sporna við kórónuveirufaraldrinum hefur skapast óvissa um það hvort fjölmenn krakkamót í fótbolta geti farið fram í sumar. Í byrjun maí verða fyrstu skref tekin í því að aflétta samkomubanni en óljóst er hve lengi „tveggja metra reglan“ mun gilda og hve fjölmennar samkomur verða leyfðar í sumar. Eysteinn er þó bjartsýnn og segir Blika með lausnir í huga svo að hægt verði að fylgja öllum tilmælum: „Við þurfum að fara aðrar leiðir, hólfa þetta meira niður. Við erum heppin með það hér í Kópavogi að við höfum frábæra aðstöðu sem að bæjarfélagið hefur byggt upp og hugsum með okkur að fara líka með mótið að hluta til í Fagralundinn, þar sem við erum með stórt svæði, og jafnvel á fleiri svæði. Þannig hólfum við þetta niður til að verða við þessum tilmælum. Ég held að það ætti að vera hægt,“ sagði Eysteinn í Sportinu í dag. Breiðablik er með gríðarlega marga iðkendur í yngri flokkum og mun þurfa að skipta æfingahópum sínum upp og teikna upp ýmsar lausnir til að fara eftir tilmælum yfirvalda þegar æfingar verða leyfðar á nýjan leik 4. maí. Lið félagsins spila jafnan gríðarlega mikinn fjölda leikja á hverju sumri og Eysteinn segir ljóst að þeir gætu orðið færri á þessu tímabili: „Við erum náttúrulega með ótrúlega mikinn fjölda af leikjum og auðvitað hefur þetta áhrif. Auðvitað þarf hugsanlega eitthvað að fækka leikjum, það má vel vera. En aðstaðan er fyrir hendi og við erum með alveg ótrúlega marga velli, þannig að við ættum að geta komið þessu öllu fyrir. En sjálfsagt verður að fara með þetta eitthvað inn í haustið. Í meistaraflokkunum okkar erum við komin með heilsársvöll sem við vorum ekki með áður, og ættum alveg að geta ráðið við það.“ Klippa: Sportið í dag - Framkvæmdastjóri Breiðabliks um Símamótið Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Íslenski boltinn Krakkar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sportið í dag Kópavogur Breiðablik Tengdar fréttir Vonandi hægt að halda flest þessara móta Hvað verður um hin fjölmennu barnamót í fótbolta sem leikin eru víða um land á sumrin? Geta þau farið fram þrátt fyrir aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins? Guðni Bergsson, formaður KSÍ, var spurður út í málið í Sportinu í dag. 15. apríl 2020 19:00 Sextíu til sjötíu prósent af tekjum ÍBV eru í algjöru uppnámi Mikil óvissa er um hvort hægt verði að halda stórar fjöldasamkomur í sumar. Fiskidagurinn mikli á Dalvík fer ekki fram í ár en margir aðrir hyggjast reyna að halda sínar hátíðir í breyttri mynd. 15. apríl 2020 19:45 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Bein útsending: Dregið í Evrópu- og Sambandsdeildina Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira
Vonandi hægt að halda flest þessara móta Hvað verður um hin fjölmennu barnamót í fótbolta sem leikin eru víða um land á sumrin? Geta þau farið fram þrátt fyrir aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins? Guðni Bergsson, formaður KSÍ, var spurður út í málið í Sportinu í dag. 15. apríl 2020 19:00
Sextíu til sjötíu prósent af tekjum ÍBV eru í algjöru uppnámi Mikil óvissa er um hvort hægt verði að halda stórar fjöldasamkomur í sumar. Fiskidagurinn mikli á Dalvík fer ekki fram í ár en margir aðrir hyggjast reyna að halda sínar hátíðir í breyttri mynd. 15. apríl 2020 19:45