Borgarleikhúsið heldur áfram að bjóða upp á beint streymi í samkomubanninu.
Í kvöld klukkan 20 verður leiklestur á verki Þorvaldar Þorsteinssonar And Björk, of course... í leikstjórn Benedikts Erlingssonar. Verkið var sett upp árið 2001 á Nýja sviði Borgarleikhússins.
Hægt er að horfa á leiklesturinn hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísir, sem er á kerfum Vodafone og Símans og í Stöð 2 appinu.
Framundan í Borgó í beinni
Á morgun klukkan 20.30 er komið að sjálfum Bubba Morthens sem stígur á stóra svið Borgarleikhússins og heldur tónleika.
Á laugardag klukkan 12 ætlar Sigurður Þór Óskarsson að lesa ævintýrið um Pétur Pan.
Á laugardag klukkan 15 endurtaka leikarar Borgarleikhússins leikinn frá því um daginn og spila hlutverkaspilið Dungeons & Dragons í beinni útsendingu.
Á sunnudag klukkan 20 er komið að einu þekktasta leikverki sögunnar, Mávinum eftir Anton Tsjékhof. Sýningin er frá 2015.
Allt efni Borgó í beinni er aðgengilegt hér á Vísi og á Stöð 2 Vísi.