Deila Sáda og Rússa leiðir til verðfalls olíu Samúel Karl Ólason skrifar 9. mars 2020 02:12 Tilefni þessarar lækkunar er verðstríð Sádi-Arabíu og Rússlands. AP/Gregory Bull Verð hráolíu tók gífurlega dýfu þegar markaðir opnuðu í nótt og hefur verðhrunið ekki verið meira frá upphafi Persaflóastríðsins árið 1991. Heilt yfir lækkaði verð Brent olíu um um það bil 30 prósent þegar mest var. Tilefni þessarar lækkunar er verðstríð Sádi-Arabíu og Rússlands. Rússar neituðu að starfa með Samtökum olíuútflutningslanda, eða OPEC, sem Sádar svo gott sem stýra, og draga úr framleiðslu vegna samdráttar í eftirspurn sem rakin er til nýju kórónuveirunnar Covid-19. Í kjölfar þess lýstu yfirvöld Sádi-Arabíu því yfir að þeir ætluðu að lækka verð olíu þaðan og byrja að selja úr gífurlegum byrgðum ríkisins. Ofan á það ætla Sádar að auka framleiðslu í næsta mánuði, þegar núgildandi samningur OPEC og Rússa rennur úr gildi. Markmiðið er að refsa Rússlandi en stór hluti tekna ríkisins er kemur frá sölu olíu. Eins og Reuters fréttaveitan bendir á var síðast gripið til sambærilegra aðgerða árin 2014 og 2016. Þá voru Sádar og Rússar að vinna saman og beita olíuframleiðendur í Bandaríkjunum sem notast við bergbrot (Fracking) þrýstingi. Á undanförnum áratug hefur bergbrot og aðrar aðferðir aukið olíuframleiðslu Bandaríkjanna til muna og gert ríkið að stærsta olíuframleiðenda heims. Rússar eru í öðru sæti. Þessar olíuframleiðsluaðferðir Bandaríkjanna eru þó iðulega dýrari en hefðbundnar aðferðir og iðnaðurinn er tiltölulega skuldsettur. Samkæmt CNBC gæti verðstríð Sáda og Rússa komið verst niður á bandarískum olíuframleiðendum. Bensín og olía Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Verð hráolíu tók gífurlega dýfu þegar markaðir opnuðu í nótt og hefur verðhrunið ekki verið meira frá upphafi Persaflóastríðsins árið 1991. Heilt yfir lækkaði verð Brent olíu um um það bil 30 prósent þegar mest var. Tilefni þessarar lækkunar er verðstríð Sádi-Arabíu og Rússlands. Rússar neituðu að starfa með Samtökum olíuútflutningslanda, eða OPEC, sem Sádar svo gott sem stýra, og draga úr framleiðslu vegna samdráttar í eftirspurn sem rakin er til nýju kórónuveirunnar Covid-19. Í kjölfar þess lýstu yfirvöld Sádi-Arabíu því yfir að þeir ætluðu að lækka verð olíu þaðan og byrja að selja úr gífurlegum byrgðum ríkisins. Ofan á það ætla Sádar að auka framleiðslu í næsta mánuði, þegar núgildandi samningur OPEC og Rússa rennur úr gildi. Markmiðið er að refsa Rússlandi en stór hluti tekna ríkisins er kemur frá sölu olíu. Eins og Reuters fréttaveitan bendir á var síðast gripið til sambærilegra aðgerða árin 2014 og 2016. Þá voru Sádar og Rússar að vinna saman og beita olíuframleiðendur í Bandaríkjunum sem notast við bergbrot (Fracking) þrýstingi. Á undanförnum áratug hefur bergbrot og aðrar aðferðir aukið olíuframleiðslu Bandaríkjanna til muna og gert ríkið að stærsta olíuframleiðenda heims. Rússar eru í öðru sæti. Þessar olíuframleiðsluaðferðir Bandaríkjanna eru þó iðulega dýrari en hefðbundnar aðferðir og iðnaðurinn er tiltölulega skuldsettur. Samkæmt CNBC gæti verðstríð Sáda og Rússa komið verst niður á bandarískum olíuframleiðendum.
Bensín og olía Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira