Þrjú ný smit úr Verónavélinni Samúel Karl Ólason skrifar 8. mars 2020 20:30 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra. Vísir/vilhelm Þrjú ný smit greindust af kórónuveirunni Covid-19 seinni part dagsins í dag. Öll sýnin voru úr aðilum sem komu til landsins í flugvélinni frá Veróna á Ítalíu í gær. Búið er að taka ellefu sýni úr fólki í flugvélinni en ekki liggur fyrir hve mörg þeirra er búið að greina, bara að þrjú smit hafi verið staðfest. Von er á fleiri niðurstöðum á morgun en sýni verða tekin úr öllum þeim sem voru í flugvélinni og sýna einkenni og óska þess. Sjá einnig: „Upplifunin er þannig eins og það sé búið að dæma okkur sýkt“ Alls hefur smitum því fjölgað um níu í dag og eru nú 58 á landinu. Þar af hafa tíu smitast innanlands. Eitt sýnanna sem greindist með veiruna í dag er úr aðila sem er þegar farinn úr landi. Enginn er alvarlega veikur. Samkvæmt frétt Ríkisútvarpsins er einn þeirra sem hefur smitast hér innanlands leigubílstjóri sem keyrði fjóra smitaða farþega frá Keflavíkurflugvelli um síðustu helgi. Bílferðin tók um 40 mínútur. Enginn sem sá var í samskiptum við í kjölfarið hefur sýnt einkenni. Um er að ræða 21 aðila og eru allir komnir í sóttkví. Heilt yfir eru vel á 500 manns í sóttkví á landinu. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, segir að öll smitin hér á landi tilheyri tveimur klösum og tengist Austurríki og Ítalíu. Fyrir utan eitt stakt smit frá Asíu sem skortir upplýsingar um. Smitum hefur fjölgað hratt síðustu daga en Víðir segir það í takt við þróunina í öðrum löndum. Enn sem komið er þykir ekki tilefni til að setja fram tilmæli varðandi fjöldasamkomur. „Okkur finnst ekki vera kominn tími á það allavega,“ segir Víðir. „En við erum alltaf að skoða hvaða leiðir eru bestar og hvað virkar.“ Hann segir fjölmargar rannsóknir hafa verið skoðaðar að undanförnu, þar sem árangurinn af slíkum aðgerðum og öðrum hafi verið dreginn saman. Hvað virki best og hvað ekki. „Ef það veðra settar einhverjar takmarkanir á samkomur hefur það mikil áhrif á samfélagið. Við þurfum að vera alveg viss um að það virki,“ segir Víðir. Nefnir hann sem dæmi þegar mat var lagt á hvort loka ætti landamærum Íslands. Það hafi verið unnið vísindalega og niðurstaðan hafi verið að það myndi ekki skila árangri. „Það er það sama með þetta. Ákvörðunin verður byggð á vísindalegum grunni og mati á árangrinum.“ Heilbrigðismál Wuhan-veiran Tengdar fréttir Fjöldi látinna tvöfaldast næstum því í Langbarðalandi Ansa fréttaveitan á Ítalíu hefur eftir Giulio Gallera, heilbrigðisráðherra Langbarðalands, að 113 hafi dáið frá því í gær og í heildina hafi 267 dáið. 8. mars 2020 18:06 Skoða að kalla inn heilbrigðisstarfsfólk sem komið er á eftirlaun Sex einstaklingar greindust með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum hér á landi í dag og eru stjórnvöld farin að undirbúa aðgerðir til þess að bregðast við álagi. 8. mars 2020 16:05 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira
Þrjú ný smit greindust af kórónuveirunni Covid-19 seinni part dagsins í dag. Öll sýnin voru úr aðilum sem komu til landsins í flugvélinni frá Veróna á Ítalíu í gær. Búið er að taka ellefu sýni úr fólki í flugvélinni en ekki liggur fyrir hve mörg þeirra er búið að greina, bara að þrjú smit hafi verið staðfest. Von er á fleiri niðurstöðum á morgun en sýni verða tekin úr öllum þeim sem voru í flugvélinni og sýna einkenni og óska þess. Sjá einnig: „Upplifunin er þannig eins og það sé búið að dæma okkur sýkt“ Alls hefur smitum því fjölgað um níu í dag og eru nú 58 á landinu. Þar af hafa tíu smitast innanlands. Eitt sýnanna sem greindist með veiruna í dag er úr aðila sem er þegar farinn úr landi. Enginn er alvarlega veikur. Samkvæmt frétt Ríkisútvarpsins er einn þeirra sem hefur smitast hér innanlands leigubílstjóri sem keyrði fjóra smitaða farþega frá Keflavíkurflugvelli um síðustu helgi. Bílferðin tók um 40 mínútur. Enginn sem sá var í samskiptum við í kjölfarið hefur sýnt einkenni. Um er að ræða 21 aðila og eru allir komnir í sóttkví. Heilt yfir eru vel á 500 manns í sóttkví á landinu. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, segir að öll smitin hér á landi tilheyri tveimur klösum og tengist Austurríki og Ítalíu. Fyrir utan eitt stakt smit frá Asíu sem skortir upplýsingar um. Smitum hefur fjölgað hratt síðustu daga en Víðir segir það í takt við þróunina í öðrum löndum. Enn sem komið er þykir ekki tilefni til að setja fram tilmæli varðandi fjöldasamkomur. „Okkur finnst ekki vera kominn tími á það allavega,“ segir Víðir. „En við erum alltaf að skoða hvaða leiðir eru bestar og hvað virkar.“ Hann segir fjölmargar rannsóknir hafa verið skoðaðar að undanförnu, þar sem árangurinn af slíkum aðgerðum og öðrum hafi verið dreginn saman. Hvað virki best og hvað ekki. „Ef það veðra settar einhverjar takmarkanir á samkomur hefur það mikil áhrif á samfélagið. Við þurfum að vera alveg viss um að það virki,“ segir Víðir. Nefnir hann sem dæmi þegar mat var lagt á hvort loka ætti landamærum Íslands. Það hafi verið unnið vísindalega og niðurstaðan hafi verið að það myndi ekki skila árangri. „Það er það sama með þetta. Ákvörðunin verður byggð á vísindalegum grunni og mati á árangrinum.“
Heilbrigðismál Wuhan-veiran Tengdar fréttir Fjöldi látinna tvöfaldast næstum því í Langbarðalandi Ansa fréttaveitan á Ítalíu hefur eftir Giulio Gallera, heilbrigðisráðherra Langbarðalands, að 113 hafi dáið frá því í gær og í heildina hafi 267 dáið. 8. mars 2020 18:06 Skoða að kalla inn heilbrigðisstarfsfólk sem komið er á eftirlaun Sex einstaklingar greindust með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum hér á landi í dag og eru stjórnvöld farin að undirbúa aðgerðir til þess að bregðast við álagi. 8. mars 2020 16:05 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira
Fjöldi látinna tvöfaldast næstum því í Langbarðalandi Ansa fréttaveitan á Ítalíu hefur eftir Giulio Gallera, heilbrigðisráðherra Langbarðalands, að 113 hafi dáið frá því í gær og í heildina hafi 267 dáið. 8. mars 2020 18:06
Skoða að kalla inn heilbrigðisstarfsfólk sem komið er á eftirlaun Sex einstaklingar greindust með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum hér á landi í dag og eru stjórnvöld farin að undirbúa aðgerðir til þess að bregðast við álagi. 8. mars 2020 16:05