Forseti UEFA segir að Meistara- og Evrópudeildin muni klárast í ágúst Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. maí 2020 13:30 Franska stórliðið PSG sló Borussia Dortmund út í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en mun ekki geta leikið heimaleiki sína í Frakklandi fari keppnin aftur af stað. EPA-EFE/YOAN VALAT Aleksander Ceferin, forseti knattspyrnusambands Evrópu, segir að bæði Meistaradeild Evrópu sem og Evrópudeildin muni klárast í ágúst. Hann er viss um að 80 prósent allra deildarkeppna Evrópu muni ljúka á sama tíma. Þá er allt að smella fyrir EM í knattspyrnu sem fram fer sumarið 2021. Leikjum í stærstu deildum Evrópu var frestað í mars á þessu ári en um helgina fór sú þýska aftur af stað. Eina landið sem hefur ekki látið kórónufaraldurinn á sig fá er Hvíta-Rússland þar sem Willum Þór Willumsson leikur listir sínar með BATE Borisov. Það er ljóst að deildarkeppnum í Belgíu, Frakklandi og Hollandi er lokið en önnur lönd stefna á að klára sín tímabil. Ceferin er hins vegar brattur og telur að aðrar deildir Evrópu muni fara af stað innan tíðar og spáir því að öllum deildarkeppnum verði lokið í ágúst. Það á líka við um Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildina. „Ef hlutirnir haldast eins fram í ágúst þá munum við ljúka deildarkeppnum í Evrópu sem og Evrópukeppnum. Ég held að meirihluti deilda muni klára sín tímabil. Ef þær gera það ekki þá er það þeirra ákvörðun. Deildirnar munu samt þurfa að spila umspilsleiki ef þær vilja taka þátt í keppnum á vegum UEFA,“ segir Ceferin en The Guardian greindi frá. Uefa president says Champions League and Europa League will finish by August https://t.co/qGoXEBoG41— The Guardian (@guardian) May 17, 2020 Sem stendur eiga bæði Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildin eftir að klára leiki í 16-liða úrslitum. Paris Saint-Germain var krýnt meistari á dögunum þó tímabilinu væri ekki lokið. Mun félagið ekki geta spilað í Frakklandi eftir að yfirvöld þar í landi bönnuðu íþróttaviðburði þangað til í september. Ceferen segir að ef félög geti ekki leikið í sínu landi þá muni þau þurfa að spila á hlutlausum velli. Að lokum segir Ceferin að nær allt sé klappað og klárt fyrir Evrópumót landsliða sem fram fer næsta sumar. Búið er að ræða við alls níu borgir um að halda mótið en enn séu vandræði með þrjár. „Við eigum í vandræðum með þrjár borgir sem stendur. Við munum ræða það í náinni framtíð og stefnum að halda mótið í tólf borgum. Ef það gengur ekki eftir þá erum við tilbúin að halda mótið í tíu, níu eða átta borgum.“ Fótbolti Meistaradeild Evrópu Evrópudeild UEFA UEFA Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Sjá meira
Aleksander Ceferin, forseti knattspyrnusambands Evrópu, segir að bæði Meistaradeild Evrópu sem og Evrópudeildin muni klárast í ágúst. Hann er viss um að 80 prósent allra deildarkeppna Evrópu muni ljúka á sama tíma. Þá er allt að smella fyrir EM í knattspyrnu sem fram fer sumarið 2021. Leikjum í stærstu deildum Evrópu var frestað í mars á þessu ári en um helgina fór sú þýska aftur af stað. Eina landið sem hefur ekki látið kórónufaraldurinn á sig fá er Hvíta-Rússland þar sem Willum Þór Willumsson leikur listir sínar með BATE Borisov. Það er ljóst að deildarkeppnum í Belgíu, Frakklandi og Hollandi er lokið en önnur lönd stefna á að klára sín tímabil. Ceferin er hins vegar brattur og telur að aðrar deildir Evrópu muni fara af stað innan tíðar og spáir því að öllum deildarkeppnum verði lokið í ágúst. Það á líka við um Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildina. „Ef hlutirnir haldast eins fram í ágúst þá munum við ljúka deildarkeppnum í Evrópu sem og Evrópukeppnum. Ég held að meirihluti deilda muni klára sín tímabil. Ef þær gera það ekki þá er það þeirra ákvörðun. Deildirnar munu samt þurfa að spila umspilsleiki ef þær vilja taka þátt í keppnum á vegum UEFA,“ segir Ceferin en The Guardian greindi frá. Uefa president says Champions League and Europa League will finish by August https://t.co/qGoXEBoG41— The Guardian (@guardian) May 17, 2020 Sem stendur eiga bæði Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildin eftir að klára leiki í 16-liða úrslitum. Paris Saint-Germain var krýnt meistari á dögunum þó tímabilinu væri ekki lokið. Mun félagið ekki geta spilað í Frakklandi eftir að yfirvöld þar í landi bönnuðu íþróttaviðburði þangað til í september. Ceferen segir að ef félög geti ekki leikið í sínu landi þá muni þau þurfa að spila á hlutlausum velli. Að lokum segir Ceferin að nær allt sé klappað og klárt fyrir Evrópumót landsliða sem fram fer næsta sumar. Búið er að ræða við alls níu borgir um að halda mótið en enn séu vandræði með þrjár. „Við eigum í vandræðum með þrjár borgir sem stendur. Við munum ræða það í náinni framtíð og stefnum að halda mótið í tólf borgum. Ef það gengur ekki eftir þá erum við tilbúin að halda mótið í tíu, níu eða átta borgum.“
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Evrópudeild UEFA UEFA Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Sjá meira