Óformlegir fundir í kjaraviðræðum Icelandair og FFÍ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. maí 2020 10:40 Flugvélar Icelandair við Leifsstöð. Vísir/Vilhelm Samninganefndir Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair funda í dag á óformlegum vinnufundum. Eins og stendur hefur formlegur fundur í kjaradeilu FFÍ og flugfélagsins ekki verið boðaður. Þetta staðfesti Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari í svari við fyrirspurn fréttastofu í dag. Síðasti fundur FFÍ og Icelandair fór fram síðastliðinn miðvikudag. Engin niðurstaða komst í mál deiluaðila og ekki var boðað til nýs fundar í kjaradeilunni. Sama dag sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, að hann teldi að lengra yrði ekki komist í samningaviðræðum við Flugfreyjufélagið. Degi síðar kvað þó við nýjan tón og sagðist Bogi vongóður um að fulltrúar FFÍ og Icelandair gætu sest að samningaborðinu á nýjan leik, þrátt fyrir að ekki hafi verið boðað til nýs fundar milli aðila. Fjárfestar geri kröfu um kjarasamninga Næsta föstudag fer fram hluthafafundur Icelandair. Þar kemur í ljós hvort hluthafar samþykki að ráðast í hlutafjárútboð, sem ætlað er að afla flugfélaginu allt að 29 milljörðum í nýtt hlutafé. Bogi hefur sagt að það sé krafa fjárfesta að Icelandair hafi náð samningum við flugstéttir, til að mynda Flugfreyjufélagið og Félag íslenskra atvinnuflugmanna. Aðfaranótt föstudags náðust samningar í kjaraviðræðum Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Icelandair. Samningurinn gildir til loka september árið 2025. Jón Þór Þorvaldsson, formaður FíA, hefur sagt að með samningnum taki félagsmenn á sig kjaraskerðingu til þess að koma til móts við það ástand sem nú er uppi í fluggeiranum. Hann segist vongóður um að samningurinn verði samþykktur af félagsmönnum. Icelandair Kjaramál Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Sjá meira
Samninganefndir Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair funda í dag á óformlegum vinnufundum. Eins og stendur hefur formlegur fundur í kjaradeilu FFÍ og flugfélagsins ekki verið boðaður. Þetta staðfesti Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari í svari við fyrirspurn fréttastofu í dag. Síðasti fundur FFÍ og Icelandair fór fram síðastliðinn miðvikudag. Engin niðurstaða komst í mál deiluaðila og ekki var boðað til nýs fundar í kjaradeilunni. Sama dag sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, að hann teldi að lengra yrði ekki komist í samningaviðræðum við Flugfreyjufélagið. Degi síðar kvað þó við nýjan tón og sagðist Bogi vongóður um að fulltrúar FFÍ og Icelandair gætu sest að samningaborðinu á nýjan leik, þrátt fyrir að ekki hafi verið boðað til nýs fundar milli aðila. Fjárfestar geri kröfu um kjarasamninga Næsta föstudag fer fram hluthafafundur Icelandair. Þar kemur í ljós hvort hluthafar samþykki að ráðast í hlutafjárútboð, sem ætlað er að afla flugfélaginu allt að 29 milljörðum í nýtt hlutafé. Bogi hefur sagt að það sé krafa fjárfesta að Icelandair hafi náð samningum við flugstéttir, til að mynda Flugfreyjufélagið og Félag íslenskra atvinnuflugmanna. Aðfaranótt föstudags náðust samningar í kjaraviðræðum Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Icelandair. Samningurinn gildir til loka september árið 2025. Jón Þór Þorvaldsson, formaður FíA, hefur sagt að með samningnum taki félagsmenn á sig kjaraskerðingu til þess að koma til móts við það ástand sem nú er uppi í fluggeiranum. Hann segist vongóður um að samningurinn verði samþykktur af félagsmönnum.
Icelandair Kjaramál Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Sjá meira