Skimað fyrir kórónuveirunni í 40 einstaklingum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 8. mars 2020 12:17 Kórónuveiran á bráðamótökunni í Fossvogi Vísir/Vilhelm Greint verður frá niðurstöðum úr sýnatöku á kórónuveirunni í um 40 einstaklingum eftir hádegi. Tekin voru sýni úr ellefu manns sem fundu fyrir flensueinkennum eftir að þeir komu heim með flugi frá Veróna á Ítalíu í gær. Vísindasiðanefnd og Persónuvernd hafa lýst yfir að Íslensk erfðagreining geti skimað fyrir veirunni. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir fjölmiðla klukkan tvö í dag. Á fundinum fara yfirlögregluþjónn ríkislögreglustjóra, sóttvarnalæknir og landlæknir yfir stöðu mála vegna kórónuveirunnar. Á fundinum verður einnig forstjóri Hrafnistu og formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra staðfesti við fréttastofu í morgun að verið væri að skima fyrir kórónuveirunni hjá um 40 einstaklingum og þar af væru ellefu sem hefði fundið fyrir flensueinkennum sem komu með 70 manna hópi í flugi frá Veróna á Ítalíu í gær. Greint verði frá niðurstöðunni eftir hádegi. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar gaf út á föstudag að fyrirtækið byðist til að skima fyrir kórónuveirunni hér á landi. Þá kom fram í gær að hann hefði hætt við vegna viðbragða vísindasiðanefndar. Í tilkynningu sem barst frá Vísindasiðanefnd og Persónuvernd í morgun kemur fram að Persónuvernd hafi borist síðdegis í gær, laugardag, erindi frá Íslenskri erfðagreiningu þar sem fram kom að fyrirtækið hefði boðist til þess að aðstoða heilbrigðiskerfið við að öðlast betri skilning á því hvernig kórónuveiran hagar sér. Út frá efni erindisins vöknuðu spurningar um hvort hluti verkefnisins fæli í sér vísindarannsókn á heilbrigðissviði sem væri leyfisskyld hjá Vísindasiðanefnd. Var Íslensk erfðagreining upplýst um það og boðin flýtimeðferð. Samkvæmt þeim upplýsingum sem nú liggja fyrir er ætlun fyrirtækisins að skima fyrir Covid19veirunni og skoða veiruna nánar. Slík skimun og veirurannsókn er hvorki leyfisskyld hjá Vísindasiðanefnd né Persónuvernd og getur því farið fram án aðkomu þessara aðila. Ekki náðist í Kára Stefánsson fyrir hádegisfréttir þannig að ekki liggur fyrir hvort að hann heldur því til streitu að hætta við skimun eftir síðustu vendingar í málinu. Wuhan-veiran Heilbrigðismál Tengdar fréttir Persónuvernd og Vísindasiðanefnd segja skimun ÍE ekki vera leyfisskylda Fyrirhuguð skimun Íslenskar erfðagreiningar fyrir kórónuveirunni er ekki leyfiskyld hjá Vísindasiðanefnd eða Persónuvernd. 8. mars 2020 10:38 Svandís skerst í skimunarleikinn Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra trúir því að af kórónuskimun Kára Stefánssonar og hans fólks hjá Íslenskri erfðagreiningu verði. Kári hafði boðist til að skima sýni fyrir heilbrigðiskerfið vegna kórónuveirunnar. Landlæknir fagnaði þessari tillögu á blaðamannafundi í gær. 7. mars 2020 22:53 „Við ætluðum að þjónusta heilbrigðiskerfið, ekki vinna vísindarannsókn“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir afstöðu Vísindasiðanefndar, og annarra, varðandi aðkomu fyrirtækisins að skimun fyrir kórónuveirunni endurspegla afstöðu sem starfsmenn ÍE hafi þurft að takast á við í 23 ár. 7. mars 2020 21:21 Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Greint verður frá niðurstöðum úr sýnatöku á kórónuveirunni í um 40 einstaklingum eftir hádegi. Tekin voru sýni úr ellefu manns sem fundu fyrir flensueinkennum eftir að þeir komu heim með flugi frá Veróna á Ítalíu í gær. Vísindasiðanefnd og Persónuvernd hafa lýst yfir að Íslensk erfðagreining geti skimað fyrir veirunni. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir fjölmiðla klukkan tvö í dag. Á fundinum fara yfirlögregluþjónn ríkislögreglustjóra, sóttvarnalæknir og landlæknir yfir stöðu mála vegna kórónuveirunnar. Á fundinum verður einnig forstjóri Hrafnistu og formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra staðfesti við fréttastofu í morgun að verið væri að skima fyrir kórónuveirunni hjá um 40 einstaklingum og þar af væru ellefu sem hefði fundið fyrir flensueinkennum sem komu með 70 manna hópi í flugi frá Veróna á Ítalíu í gær. Greint verði frá niðurstöðunni eftir hádegi. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar gaf út á föstudag að fyrirtækið byðist til að skima fyrir kórónuveirunni hér á landi. Þá kom fram í gær að hann hefði hætt við vegna viðbragða vísindasiðanefndar. Í tilkynningu sem barst frá Vísindasiðanefnd og Persónuvernd í morgun kemur fram að Persónuvernd hafi borist síðdegis í gær, laugardag, erindi frá Íslenskri erfðagreiningu þar sem fram kom að fyrirtækið hefði boðist til þess að aðstoða heilbrigðiskerfið við að öðlast betri skilning á því hvernig kórónuveiran hagar sér. Út frá efni erindisins vöknuðu spurningar um hvort hluti verkefnisins fæli í sér vísindarannsókn á heilbrigðissviði sem væri leyfisskyld hjá Vísindasiðanefnd. Var Íslensk erfðagreining upplýst um það og boðin flýtimeðferð. Samkvæmt þeim upplýsingum sem nú liggja fyrir er ætlun fyrirtækisins að skima fyrir Covid19veirunni og skoða veiruna nánar. Slík skimun og veirurannsókn er hvorki leyfisskyld hjá Vísindasiðanefnd né Persónuvernd og getur því farið fram án aðkomu þessara aðila. Ekki náðist í Kára Stefánsson fyrir hádegisfréttir þannig að ekki liggur fyrir hvort að hann heldur því til streitu að hætta við skimun eftir síðustu vendingar í málinu.
Wuhan-veiran Heilbrigðismál Tengdar fréttir Persónuvernd og Vísindasiðanefnd segja skimun ÍE ekki vera leyfisskylda Fyrirhuguð skimun Íslenskar erfðagreiningar fyrir kórónuveirunni er ekki leyfiskyld hjá Vísindasiðanefnd eða Persónuvernd. 8. mars 2020 10:38 Svandís skerst í skimunarleikinn Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra trúir því að af kórónuskimun Kára Stefánssonar og hans fólks hjá Íslenskri erfðagreiningu verði. Kári hafði boðist til að skima sýni fyrir heilbrigðiskerfið vegna kórónuveirunnar. Landlæknir fagnaði þessari tillögu á blaðamannafundi í gær. 7. mars 2020 22:53 „Við ætluðum að þjónusta heilbrigðiskerfið, ekki vinna vísindarannsókn“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir afstöðu Vísindasiðanefndar, og annarra, varðandi aðkomu fyrirtækisins að skimun fyrir kórónuveirunni endurspegla afstöðu sem starfsmenn ÍE hafi þurft að takast á við í 23 ár. 7. mars 2020 21:21 Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Persónuvernd og Vísindasiðanefnd segja skimun ÍE ekki vera leyfisskylda Fyrirhuguð skimun Íslenskar erfðagreiningar fyrir kórónuveirunni er ekki leyfiskyld hjá Vísindasiðanefnd eða Persónuvernd. 8. mars 2020 10:38
Svandís skerst í skimunarleikinn Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra trúir því að af kórónuskimun Kára Stefánssonar og hans fólks hjá Íslenskri erfðagreiningu verði. Kári hafði boðist til að skima sýni fyrir heilbrigðiskerfið vegna kórónuveirunnar. Landlæknir fagnaði þessari tillögu á blaðamannafundi í gær. 7. mars 2020 22:53
„Við ætluðum að þjónusta heilbrigðiskerfið, ekki vinna vísindarannsókn“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir afstöðu Vísindasiðanefndar, og annarra, varðandi aðkomu fyrirtækisins að skimun fyrir kórónuveirunni endurspegla afstöðu sem starfsmenn ÍE hafi þurft að takast á við í 23 ár. 7. mars 2020 21:21