Segir það skjóta skökku við að senda milljarða úr landi til að halda úti spilakössum Kristín Ólafsdóttir og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 16. maí 2020 14:16 Mikil andstæða við spilakassa mælist í samfélaginu. Vísir/Baldur Formaður samtaka áhugafólks um spilafíkn gagnrýnir að á árunum 2015-2018 hafi Íslandsspil og Happdrætti Háskólans greitt erlendum fyrirtækjum tæpa tvo milljarða til að halda úti starfsemi spilakassa. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær fjölluðum við um að eindreginn stuðningur sé við lokun spilakassa samkvæmt nýrri könnun og mikill meirihluti andvígur því að starfsemi í almannaþágu sé fjármögnuð með þeim. Slysavarnafélagið Landsbjörg, SÁÁ og Rauði Krossinn eru eigendur Íslandsspils sem er einn tveggja rekstraraðila sem reka spilakassa hér á landi. Formaður Slysavarnarfélagsins Landsbjargar sagði í samtali við Reykjavík síðdegis í gær að spilakassarnir væru mikilvægt fjáröflunarleið fyrir félagið en það sé tilbúið til að ræða aðrar mögulegar leiðir til að fjármagna rekstur þess. Jafnframt sagði hann að spilamennskan væri að færast ansi mikið yfir á netið og að á hverju ári fari um fjórir milljarðar króna úr landi í gegnum spilamennsku á netinu. Slíkt verði ekki leyst með lokun á spilakössum. Alma Hafsteins, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn, gagnrýnir ummæli formanns Landsbjargar og segir þau skjóta skökku við í ljósi þess hve mikið fjármagn fer úr landi tengt rekstri spilakassa. „Þessi fyrirtæki, Íslandsspil og Happdrætti Háskólans, til dæmis á árunum 2015 til 2018, þá greiddu þeir í ýmist kaup á spilakössum eða leigu á spilakössum til erlendra fyrirtækja tæpa tvo milljarða sem fóru hér úr landi í erlendum gjaldeyri. Þetta er tæpur hálfur milljarður á ári. Jafnframt greiddu þeir til söluturna, áningarstaða, veitingahúsa, þeir sem reka þessa spilakassa, þrjá milljarða í umboðslaun. Þarna erum við að tala um á bara fjórum árum, rúma fimm milljarða bara við að halda úti þessari starfsemi. Kostnaðurinn við þessa fjáröflun,“ segir Alma. Fjárhættuspil Tengdar fréttir Eyddi yfir milljón á rúmum sólarhring: „Ég veit hvernig spilalífið er og það er ekki líf“ Eindreginn stuðningur við lokun spilakassa samkvæmt nýrri könnun og mikill meirihluti er andvígur því að starfsemi í almannaþágu sé fjármögnuð með þeim. Bankayfirlit spilafíkils sýnir að hann eyddi rúmlega milljón á tveimur dögum. 15. maí 2020 21:12 Íslandsspil í harðri samkeppni við ríkið um spilakassana „Það eru allir sammála um það að það hefur enginn af þessum aðilum sérstakan áhuga á því að hafa einhverja fjármuni af fólki sem er að berjast við spilafíkn. Ekki frekar en þeir sem reka skemmtistaði eða bari hafa áhuga á því að selja þeim áfengi sem eiga erfitt með að ráða við það,“ segir Þór Þorsteinsson formaður Slysavarnafélagsins Landsbjörg. 15. maí 2020 18:12 Mikil andstaða í samfélaginu við opnun spilakassa eftir samkomubann Eindreginn stuðningur er í samfélaginu við að spilakassar verði lokaðir til frambúðar að sögn Samtaka áhugafólks um spilafíkn. 15. maí 2020 11:20 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Fleiri fréttir „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sjá meira
Formaður samtaka áhugafólks um spilafíkn gagnrýnir að á árunum 2015-2018 hafi Íslandsspil og Happdrætti Háskólans greitt erlendum fyrirtækjum tæpa tvo milljarða til að halda úti starfsemi spilakassa. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær fjölluðum við um að eindreginn stuðningur sé við lokun spilakassa samkvæmt nýrri könnun og mikill meirihluti andvígur því að starfsemi í almannaþágu sé fjármögnuð með þeim. Slysavarnafélagið Landsbjörg, SÁÁ og Rauði Krossinn eru eigendur Íslandsspils sem er einn tveggja rekstraraðila sem reka spilakassa hér á landi. Formaður Slysavarnarfélagsins Landsbjargar sagði í samtali við Reykjavík síðdegis í gær að spilakassarnir væru mikilvægt fjáröflunarleið fyrir félagið en það sé tilbúið til að ræða aðrar mögulegar leiðir til að fjármagna rekstur þess. Jafnframt sagði hann að spilamennskan væri að færast ansi mikið yfir á netið og að á hverju ári fari um fjórir milljarðar króna úr landi í gegnum spilamennsku á netinu. Slíkt verði ekki leyst með lokun á spilakössum. Alma Hafsteins, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn, gagnrýnir ummæli formanns Landsbjargar og segir þau skjóta skökku við í ljósi þess hve mikið fjármagn fer úr landi tengt rekstri spilakassa. „Þessi fyrirtæki, Íslandsspil og Happdrætti Háskólans, til dæmis á árunum 2015 til 2018, þá greiddu þeir í ýmist kaup á spilakössum eða leigu á spilakössum til erlendra fyrirtækja tæpa tvo milljarða sem fóru hér úr landi í erlendum gjaldeyri. Þetta er tæpur hálfur milljarður á ári. Jafnframt greiddu þeir til söluturna, áningarstaða, veitingahúsa, þeir sem reka þessa spilakassa, þrjá milljarða í umboðslaun. Þarna erum við að tala um á bara fjórum árum, rúma fimm milljarða bara við að halda úti þessari starfsemi. Kostnaðurinn við þessa fjáröflun,“ segir Alma.
Fjárhættuspil Tengdar fréttir Eyddi yfir milljón á rúmum sólarhring: „Ég veit hvernig spilalífið er og það er ekki líf“ Eindreginn stuðningur við lokun spilakassa samkvæmt nýrri könnun og mikill meirihluti er andvígur því að starfsemi í almannaþágu sé fjármögnuð með þeim. Bankayfirlit spilafíkils sýnir að hann eyddi rúmlega milljón á tveimur dögum. 15. maí 2020 21:12 Íslandsspil í harðri samkeppni við ríkið um spilakassana „Það eru allir sammála um það að það hefur enginn af þessum aðilum sérstakan áhuga á því að hafa einhverja fjármuni af fólki sem er að berjast við spilafíkn. Ekki frekar en þeir sem reka skemmtistaði eða bari hafa áhuga á því að selja þeim áfengi sem eiga erfitt með að ráða við það,“ segir Þór Þorsteinsson formaður Slysavarnafélagsins Landsbjörg. 15. maí 2020 18:12 Mikil andstaða í samfélaginu við opnun spilakassa eftir samkomubann Eindreginn stuðningur er í samfélaginu við að spilakassar verði lokaðir til frambúðar að sögn Samtaka áhugafólks um spilafíkn. 15. maí 2020 11:20 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Fleiri fréttir „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sjá meira
Eyddi yfir milljón á rúmum sólarhring: „Ég veit hvernig spilalífið er og það er ekki líf“ Eindreginn stuðningur við lokun spilakassa samkvæmt nýrri könnun og mikill meirihluti er andvígur því að starfsemi í almannaþágu sé fjármögnuð með þeim. Bankayfirlit spilafíkils sýnir að hann eyddi rúmlega milljón á tveimur dögum. 15. maí 2020 21:12
Íslandsspil í harðri samkeppni við ríkið um spilakassana „Það eru allir sammála um það að það hefur enginn af þessum aðilum sérstakan áhuga á því að hafa einhverja fjármuni af fólki sem er að berjast við spilafíkn. Ekki frekar en þeir sem reka skemmtistaði eða bari hafa áhuga á því að selja þeim áfengi sem eiga erfitt með að ráða við það,“ segir Þór Þorsteinsson formaður Slysavarnafélagsins Landsbjörg. 15. maí 2020 18:12
Mikil andstaða í samfélaginu við opnun spilakassa eftir samkomubann Eindreginn stuðningur er í samfélaginu við að spilakassar verði lokaðir til frambúðar að sögn Samtaka áhugafólks um spilafíkn. 15. maí 2020 11:20
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent