Óttast aðra bylgju vegna mikils fjölda í sýnatökum Sylvía Hall skrifar 16. maí 2020 10:05 Íbúar neyðast til þess að standa í löngum röðum þar sem fólk virðir fjarlægðarmörk misvel. Vísir/AP Íbúar í kínversku borginni Wuhan óttast að umfangsmiklar sýnatökur í borginni geti valdið annarri bylgju kórónuveirusmita vegna þess fjölda sem kemur saman við sýnatökur. Kórónuveirufaraldurinn sem veldur Covid-19 sjúkdómnum er talinn eiga upptök sín í borginni. Margar sýnatökurnar fara fram utandyra við heilsugæslustöðvar og aðrar sjúkrastofnanir í borginni en gripið hefur verið til aðgerða á ný eftir að hópsýking kom upp síðustu helgi. Var það fyrsta dæmið um slíkt frá því að útgöngubanni var aflétt þann 8. apríl síðastliðinn. Í ljósi þess að nýjustu tilfellin voru greind hjá einstaklingum sem hefðu sýnt lítil sem engin einkenni var gripið til þeirra ráða að bjóða fólki að koma í sýnatökur og grípa þannig fyrr inn í. Almenningur hefur þó áhyggjur af þeim mikla fjölda sem kemur þar saman, og myndast oft langar raðir þar sem sýnatökurnar fara fram sem þeir telja að geti aukið hættuna á smiti milli fólks. „Fólk hefur lýst yfir áhyggjum í hópum á samfélagsmiðlum vegna sýnatakanna, þar sem fólk neyðist til þess að standa oft nálægt hvort öðru, og hvort það fylgi því smithætta,“ segir einn íbúi Wuhan í samtali við Reuters. Hann bætti þó við að einhverjir hefðu dregið slík ummæli til baka af ótta við að það verði túlkað sem andstaða við aðgerðir yfirvalda. Þá hefur það valdið togstreitu hversu margir virða ekki fjarlægðarmörk. Á meðan sumir reyna að viðhalda að minnsta kosti eins metra fjarlægð gefa aðrir því lítinn gaum. Biðlað hefur verið til fleiri heilbrigðisstofnanna í borginni að framkvæma sýnatökur til þess að mæta eftirspurn. Einn læknir sem hefur tekið þátt í sýnatökunum sagði starfsfólk vinna allan sólarhringinn til þess að geta tekið sem flest sýni. Samkvæmt tölum á vef Reuters hefur 82.941 tilfelli verið staðfest í Kína og alls 4.633 látist. Þó er talið að fjöldi látinna gæti verið hærri þar sem einkennalausir eru ekki taldir með. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Íbúar í kínversku borginni Wuhan óttast að umfangsmiklar sýnatökur í borginni geti valdið annarri bylgju kórónuveirusmita vegna þess fjölda sem kemur saman við sýnatökur. Kórónuveirufaraldurinn sem veldur Covid-19 sjúkdómnum er talinn eiga upptök sín í borginni. Margar sýnatökurnar fara fram utandyra við heilsugæslustöðvar og aðrar sjúkrastofnanir í borginni en gripið hefur verið til aðgerða á ný eftir að hópsýking kom upp síðustu helgi. Var það fyrsta dæmið um slíkt frá því að útgöngubanni var aflétt þann 8. apríl síðastliðinn. Í ljósi þess að nýjustu tilfellin voru greind hjá einstaklingum sem hefðu sýnt lítil sem engin einkenni var gripið til þeirra ráða að bjóða fólki að koma í sýnatökur og grípa þannig fyrr inn í. Almenningur hefur þó áhyggjur af þeim mikla fjölda sem kemur þar saman, og myndast oft langar raðir þar sem sýnatökurnar fara fram sem þeir telja að geti aukið hættuna á smiti milli fólks. „Fólk hefur lýst yfir áhyggjum í hópum á samfélagsmiðlum vegna sýnatakanna, þar sem fólk neyðist til þess að standa oft nálægt hvort öðru, og hvort það fylgi því smithætta,“ segir einn íbúi Wuhan í samtali við Reuters. Hann bætti þó við að einhverjir hefðu dregið slík ummæli til baka af ótta við að það verði túlkað sem andstaða við aðgerðir yfirvalda. Þá hefur það valdið togstreitu hversu margir virða ekki fjarlægðarmörk. Á meðan sumir reyna að viðhalda að minnsta kosti eins metra fjarlægð gefa aðrir því lítinn gaum. Biðlað hefur verið til fleiri heilbrigðisstofnanna í borginni að framkvæma sýnatökur til þess að mæta eftirspurn. Einn læknir sem hefur tekið þátt í sýnatökunum sagði starfsfólk vinna allan sólarhringinn til þess að geta tekið sem flest sýni. Samkvæmt tölum á vef Reuters hefur 82.941 tilfelli verið staðfest í Kína og alls 4.633 látist. Þó er talið að fjöldi látinna gæti verið hærri þar sem einkennalausir eru ekki taldir með.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira