Eyþing óskaði eftir leynd um dómsátt eftir uppsögn framkvæmdastjóra Atli Ísleifsson skrifar 16. apríl 2020 08:11 Frá Akureyri. Eyþing eru landshlutasamtök þrettán sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum. Vísir/Vilhelm Pétur Þór Jónasson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eyþings, fékk tæpar 15 milljónir króna í bætur vegna þess sem hann taldi ólöglega uppsögn, eftir að dómsátt var gerð í máli hans fyrr á árinu. Eyþing óskaði eftir að trúnaður ríkti um útgjöldin, en þau lögðust á útsvarsgreiðendur í sveitarfélögum innan Eyþings. Frá þessu segir í Morgunblaðinu í morgun, en Pétur Þór ræðir þar uppsögnina í október 2018 og eftirmála hennar. „Ég var kallaður á fund formanns [Hildu Jönu Gísladóttur] og varaformanns [Kristjáns Þórs Magnússonar] Eyþings og ranglega sakaður um kynferðislega áreitni gagnvart samstarfskonu, að því að mér virðist í þeim eina tilgangi að bola mér úr starfi á sem stystum tíma,“ segir Pétur Þór í samtali við blaðið. Pétur Þór tók trúnaðarmann með sér á umræddan fund, þar sem ásakanirnar komu fram og honum gefinn kostur á starfslokasamningi , eða þá fá formlega áminningu og í kjölfarið vera sagt upp. Ekkert minnst á kynferðislega áreitni Pétur Þór segir að lögmaður sinn hafi hins vegar svo fengið bréf sem samstarfskonan hafi sent stjórn í hendurnar og að þar hafi ekkert komið fram um kynferðislega áreitni. Stjórnarmenn Eyþings hafi svo reynt að þræta fyrir að hafa komið með ásakanirnar og hafi frásögn Péturs verið staðfest í vitnaleiðslum fyrir dómi. Hann segir að vissulega hafi komið upp ágreiningur milli hans og umræddrar samstarfskonu en að hann hafi talið það mál að baki. Guðmundur Baldvin Guðmundsson, fyrrverandi formaður Eyþings, hafi hins vegar beðið konuna um að skrifa stjórninni bréf um samstarfsörðugleika við Pétur þannig að stjórnin „hefði eitthvað í höndunum til að koma honum frá“. Kostaði á fjórða tug milljóna Í frétt Morgunblaðsins segir að Pétur hann áætli að uppsögnin hafi í heildina kostað Eyþing á fjórða tug milljóna króna, ef saman er talin dómsáttin, kostnaður vegna þess tíma sem honum var meinað að mæta til vinnu vegna málsins auk áætlaðs kostnaðar vegna vinnu lögmanns Eyþings. Eyþing eru landshlutasamtök þrettán sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum. Akureyri Dómsmál Sveitarstjórnarmál Vinnumarkaður Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Pétur Þór Jónasson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eyþings, fékk tæpar 15 milljónir króna í bætur vegna þess sem hann taldi ólöglega uppsögn, eftir að dómsátt var gerð í máli hans fyrr á árinu. Eyþing óskaði eftir að trúnaður ríkti um útgjöldin, en þau lögðust á útsvarsgreiðendur í sveitarfélögum innan Eyþings. Frá þessu segir í Morgunblaðinu í morgun, en Pétur Þór ræðir þar uppsögnina í október 2018 og eftirmála hennar. „Ég var kallaður á fund formanns [Hildu Jönu Gísladóttur] og varaformanns [Kristjáns Þórs Magnússonar] Eyþings og ranglega sakaður um kynferðislega áreitni gagnvart samstarfskonu, að því að mér virðist í þeim eina tilgangi að bola mér úr starfi á sem stystum tíma,“ segir Pétur Þór í samtali við blaðið. Pétur Þór tók trúnaðarmann með sér á umræddan fund, þar sem ásakanirnar komu fram og honum gefinn kostur á starfslokasamningi , eða þá fá formlega áminningu og í kjölfarið vera sagt upp. Ekkert minnst á kynferðislega áreitni Pétur Þór segir að lögmaður sinn hafi hins vegar svo fengið bréf sem samstarfskonan hafi sent stjórn í hendurnar og að þar hafi ekkert komið fram um kynferðislega áreitni. Stjórnarmenn Eyþings hafi svo reynt að þræta fyrir að hafa komið með ásakanirnar og hafi frásögn Péturs verið staðfest í vitnaleiðslum fyrir dómi. Hann segir að vissulega hafi komið upp ágreiningur milli hans og umræddrar samstarfskonu en að hann hafi talið það mál að baki. Guðmundur Baldvin Guðmundsson, fyrrverandi formaður Eyþings, hafi hins vegar beðið konuna um að skrifa stjórninni bréf um samstarfsörðugleika við Pétur þannig að stjórnin „hefði eitthvað í höndunum til að koma honum frá“. Kostaði á fjórða tug milljóna Í frétt Morgunblaðsins segir að Pétur hann áætli að uppsögnin hafi í heildina kostað Eyþing á fjórða tug milljóna króna, ef saman er talin dómsáttin, kostnaður vegna þess tíma sem honum var meinað að mæta til vinnu vegna málsins auk áætlaðs kostnaðar vegna vinnu lögmanns Eyþings. Eyþing eru landshlutasamtök þrettán sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum.
Akureyri Dómsmál Sveitarstjórnarmál Vinnumarkaður Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira