Fótbolti

„Það á að ákveða það á vellinum hverjir fara til himna og hverjir til helvítis“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ciro Immobile fagnar marki fyir Lazio fyrr á leiktíðinni en hann var sjóðheitur áður en tímabilið var sett á ís.
Ciro Immobile fagnar marki fyir Lazio fyrr á leiktíðinni en hann var sjóðheitur áður en tímabilið var sett á ís. Getty/MB Media

Lazio mun mótmæla harkalega ef tímabilið í ítölsku úrvalsdeildinni verður ekki klárað en ítalski boltinn er á ís nú eins og flestar aðrar deildir vegna kórónuveirunnar.

Fólkið á Ítalíu er ekki sammála hvað eigi að gera við ítalska boltann en Ítalía er eitt þeirra landa sem hefur farið gífurlega illa út úr kórónuveirunni og óvíst er hvenær hægt verður að spila fótbolta þar á nýjan leik.

Nokkur félög vilja að tímabilinu verði einfaldlega slaufað en önnur lið, þar á meðal Lazio, vilja að tímabilið verði klárað inni á vellinum en úrslitin ekki ákveðin inn á einhverjum skrifstofum.

„Ef þetta tímabil verður ekki klárað á venjulegan hátt þá verður það næsta líka ónýtt því þá endar þetta í réttinum og hjá dómsstólum,“ sagði fjölmiðlafulltrúi félagsins, Arturo Diaconale, í samtali við TMW.

„Ég vona að þetta verði klárað á vellinum hver vinnur, hver tapar, hver fer til himna og hver fer til helvítis,“ sagði Arturo.Ítalski boltinn hefur verið á ís síðan í mars en Lazio var í 2. sæti deilarinnar.

Þetta er í fyrsta sinn í fjölmörg ár sem þeir berjast við toppinn og þeir vilja því eðlilega ekki slaufa tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×