Breikkun við Straumsvík bíður hönnunar og umhverfismats Kristján Már Unnarsson skrifar 15. apríl 2020 21:18 Frá Reykjanesbraut við Straumsvík. Framundan er að tvöfalda vegarkaflann milli Hvassahrauns og Krýsuvíkurgatnamóta í Hafnarfirði. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Þrátt fyrir að Reykjanesbraut sé eitt af flýtiverkum stjórnvalda gæti orðið tveggja ára bið á að breikkun hennar hefjist sunnan Straumsvíkur. Enn á eftir að hanna brautina og gera umhverfismat. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Vegagerðin býður þessa dagana út hvert verkið á fætur öðru í samræmi við ályktun Alþingis um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak, sem samþykkt var í lok marsmánaðar. „Það eru náttúrlega að fara af stað tvö verk hér rétt í kringum höfuðborgarsvæðið, sem eru við Mosfellsbæ, það sem við köllum Skarhólabraut-Langitangi, og svo eru að fara af stað úrbætur á veginum fyrir neðan Hádegismóana,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri Vegamálastjóri leggur áherslu á að það sé ekki aðeins verið að flýta verktakavinnu heldur einnig hönnunarvinnu á verkfræðistofum. „Við erum náttúrlega líka að horfa til þess, af því að það er sérstaklega verið að horfa til innspýtingar í atvinnulífið, að það sé þá líka til tæknifólks á hönnunarhliðinni. Þannig að það sé ekki bara hjá verktökum. Það er verið að horfa á þetta mjög vítt og breitt.“ Eitt stærsta verkið á flýtilista Alþingis er breikkun Reykjanesbrautar á kaflanum milli Straumsvíkur og Hvassahrauns. En hvenær verður hægt að hefja það verk? „Við sjáum fram á það að bjóða fljótlega út hönnun og umhverfismat. Við sjáum ekki fyrir okkur að framkvæmdir fari af stað fyrr en kannski 2021 í árslok eða í byrjun árs 2022. En það er einfaldlega vegna þess að það er bara vinna framundan við það verk, undirbúningsvinna,“ segir Bergþóra. Hraunið við Straum má telja fagurt og landslag þar viðkvæmt gagnvart raski. Áform vegamálastjóra um að vera kominn þar af stað með framkvæmdir eftir tvö ár eru þannig háð því að enginn gerist sérlegur vinur hraunsins eða verndari landsins og nýti sér kæruleiðir til hins ítrasta. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Breikkun í Mosfellsbæ boðin út og á að klárast fyrir jólin Breikkun Vesturlandsvegar um Mosfellsbæ í fjórar akreinar, milli Skarhólabrautar og Langatanga, skal að fullu lokið eigi síðar en 1. desember næstkomandi, samkvæmt útboðsauglýsingu Vegagerðarinnar, sem birt var í gær. 9. apríl 2020 16:51 Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Þetta er fyrsta stóra verkið sem Vegagerðin býður út á lista þingsályktunar um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak, sem Alþingi samþykkti á mánudag 2. apríl 2020 08:57 Breikkun Reykjanesbrautar lokið á næstu fimm árum Tvöföldun Reykjanesbrautar meðfram álverinu í Straumsvík og út í Hvassahraun verður flýtt eftir viðræður Hafnarfjarðarbæjar og Rio Tinto um að hætta við nýja veglínu fjær álverinu. 28. janúar 2020 23:15 Reykjanesbraut og Biskupsbeygja meðal þess sem flýta á í vegagerð Breikkun Reykjanesbrautar á ólokna kaflanum framhjá Straumsvík milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns er meðal þeirra verkefna í vegagerð sem fá flýtifé, samkvæmt tillögu ríkisstjórnarinnar. 26. mars 2020 15:16 Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir „Sorlega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Sjá meira
Þrátt fyrir að Reykjanesbraut sé eitt af flýtiverkum stjórnvalda gæti orðið tveggja ára bið á að breikkun hennar hefjist sunnan Straumsvíkur. Enn á eftir að hanna brautina og gera umhverfismat. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Vegagerðin býður þessa dagana út hvert verkið á fætur öðru í samræmi við ályktun Alþingis um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak, sem samþykkt var í lok marsmánaðar. „Það eru náttúrlega að fara af stað tvö verk hér rétt í kringum höfuðborgarsvæðið, sem eru við Mosfellsbæ, það sem við köllum Skarhólabraut-Langitangi, og svo eru að fara af stað úrbætur á veginum fyrir neðan Hádegismóana,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri Vegamálastjóri leggur áherslu á að það sé ekki aðeins verið að flýta verktakavinnu heldur einnig hönnunarvinnu á verkfræðistofum. „Við erum náttúrlega líka að horfa til þess, af því að það er sérstaklega verið að horfa til innspýtingar í atvinnulífið, að það sé þá líka til tæknifólks á hönnunarhliðinni. Þannig að það sé ekki bara hjá verktökum. Það er verið að horfa á þetta mjög vítt og breitt.“ Eitt stærsta verkið á flýtilista Alþingis er breikkun Reykjanesbrautar á kaflanum milli Straumsvíkur og Hvassahrauns. En hvenær verður hægt að hefja það verk? „Við sjáum fram á það að bjóða fljótlega út hönnun og umhverfismat. Við sjáum ekki fyrir okkur að framkvæmdir fari af stað fyrr en kannski 2021 í árslok eða í byrjun árs 2022. En það er einfaldlega vegna þess að það er bara vinna framundan við það verk, undirbúningsvinna,“ segir Bergþóra. Hraunið við Straum má telja fagurt og landslag þar viðkvæmt gagnvart raski. Áform vegamálastjóra um að vera kominn þar af stað með framkvæmdir eftir tvö ár eru þannig háð því að enginn gerist sérlegur vinur hraunsins eða verndari landsins og nýti sér kæruleiðir til hins ítrasta. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Breikkun í Mosfellsbæ boðin út og á að klárast fyrir jólin Breikkun Vesturlandsvegar um Mosfellsbæ í fjórar akreinar, milli Skarhólabrautar og Langatanga, skal að fullu lokið eigi síðar en 1. desember næstkomandi, samkvæmt útboðsauglýsingu Vegagerðarinnar, sem birt var í gær. 9. apríl 2020 16:51 Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Þetta er fyrsta stóra verkið sem Vegagerðin býður út á lista þingsályktunar um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak, sem Alþingi samþykkti á mánudag 2. apríl 2020 08:57 Breikkun Reykjanesbrautar lokið á næstu fimm árum Tvöföldun Reykjanesbrautar meðfram álverinu í Straumsvík og út í Hvassahraun verður flýtt eftir viðræður Hafnarfjarðarbæjar og Rio Tinto um að hætta við nýja veglínu fjær álverinu. 28. janúar 2020 23:15 Reykjanesbraut og Biskupsbeygja meðal þess sem flýta á í vegagerð Breikkun Reykjanesbrautar á ólokna kaflanum framhjá Straumsvík milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns er meðal þeirra verkefna í vegagerð sem fá flýtifé, samkvæmt tillögu ríkisstjórnarinnar. 26. mars 2020 15:16 Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir „Sorlega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Sjá meira
Breikkun í Mosfellsbæ boðin út og á að klárast fyrir jólin Breikkun Vesturlandsvegar um Mosfellsbæ í fjórar akreinar, milli Skarhólabrautar og Langatanga, skal að fullu lokið eigi síðar en 1. desember næstkomandi, samkvæmt útboðsauglýsingu Vegagerðarinnar, sem birt var í gær. 9. apríl 2020 16:51
Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Þetta er fyrsta stóra verkið sem Vegagerðin býður út á lista þingsályktunar um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak, sem Alþingi samþykkti á mánudag 2. apríl 2020 08:57
Breikkun Reykjanesbrautar lokið á næstu fimm árum Tvöföldun Reykjanesbrautar meðfram álverinu í Straumsvík og út í Hvassahraun verður flýtt eftir viðræður Hafnarfjarðarbæjar og Rio Tinto um að hætta við nýja veglínu fjær álverinu. 28. janúar 2020 23:15
Reykjanesbraut og Biskupsbeygja meðal þess sem flýta á í vegagerð Breikkun Reykjanesbrautar á ólokna kaflanum framhjá Straumsvík milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns er meðal þeirra verkefna í vegagerð sem fá flýtifé, samkvæmt tillögu ríkisstjórnarinnar. 26. mars 2020 15:16