Vonandi hægt að halda flest þessara móta Sindri Sverrisson skrifar 15. apríl 2020 19:00 Símamótið í Kópavogi er eitt af stærstu fótboltamótum hvers sumars hér á landi. VÍSIR/VILHELM Hvað verður um hin fjölmennu barnamót í fótbolta sem leikin eru víða um land á sumrin? Geta þau farið fram þrátt fyrir aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins? Guðni Bergsson, formaður KSÍ, var spurður út í málið í Sportinu í dag. Samkvæmt minnisblaði sóttvarnarlæknis til heilbrigðisráðherra mun talan 2.000 geta komið til með að vera ákveðið viðmið fyrir samkomur í sumar. Fleiri hafa safnast saman á stærstu barnamótunum í fótbolta, ekki síst ef aðstandendur iðkenda eru taldir með. „Ég veit að félögin eru að fara yfir þetta og ég held að þau ætli sér að fara yfir það með yfirvöldum hvaða möguleikar séu í stöðunni. Hvernig hægt sé að breyta framkvæmdinni og vera með hana þannig að þetta sé innan ramma þessara sóttvarnaúrræða. Vonandi verður hægt að finna einhverjar útfærslur á því þannig að það verði hægt að halda flest þessara móta, þó að það verði kannski með breyttu sniði. Þetta er eitthvað sem liggur fyrir að við þurfum að finna lausn á,“ sagði Guðni. „Ef fram heldur sem horfir þá verður kannski gefinn meiri slaki í lok júní eða byrjun júlí þannig að þetta mun taka einhverjum breytingum þegar komið verður inn í sumarið, geri ég ráð fyrir. Við þurfum að sjá hvernig þetta allt saman spilast og gerum þetta allt að sjálfsögðu í góðri samvinnu við yfirvöld,“ sagði formaðurinn, en innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Formaður KSÍ ræðir um barnamótin Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Fótbolti Íslenski boltinn Krakkar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) KSÍ Sportið í dag Tengdar fréttir Guðni tekur á sig launalækkun og starfshlutföll skert á skrifstofu KSÍ Gripið hefur verið til aðgerða til að lækka kostnað á skrifstofu KSÍ vegna kórónuveirufaraldursins. Formaðurinn hefur tekið á sig launalækkun og starfshlutfall starfsmanna verið skert. 15. apríl 2020 16:33 Segir að liðin fái væntanlega 2-3 vikur til að undirbúa sig fyrir Íslandsmótið Vonir standa til að keppni á Íslandsmótinu í fótbolta geti hafist um miðjan júní. 15. apríl 2020 15:41 KSÍ útdeilir tugum milljóna til að verja starf yngri flokka Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum í síðustu viku að flýta styrkgreiðslum til aðildarfélaga sem ætlaðar eru til að efla knattspyrnu barna og unglinga. 14. apríl 2020 19:30 KSÍ fundar með almannavörnum í vikunni: Margar sviðsmyndir á borðinu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, greindi frá því í dag á 42. upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar að aflétting aðgerða verða í skrefum. Klarta Bjartmartz, framkvæmdarstjóri KSÍ, segir að sambandið muni funda með almannavörnum í vikunni um knattspyrnutímabilið 2020. 11. apríl 2020 18:00 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Sjá meira
Hvað verður um hin fjölmennu barnamót í fótbolta sem leikin eru víða um land á sumrin? Geta þau farið fram þrátt fyrir aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins? Guðni Bergsson, formaður KSÍ, var spurður út í málið í Sportinu í dag. Samkvæmt minnisblaði sóttvarnarlæknis til heilbrigðisráðherra mun talan 2.000 geta komið til með að vera ákveðið viðmið fyrir samkomur í sumar. Fleiri hafa safnast saman á stærstu barnamótunum í fótbolta, ekki síst ef aðstandendur iðkenda eru taldir með. „Ég veit að félögin eru að fara yfir þetta og ég held að þau ætli sér að fara yfir það með yfirvöldum hvaða möguleikar séu í stöðunni. Hvernig hægt sé að breyta framkvæmdinni og vera með hana þannig að þetta sé innan ramma þessara sóttvarnaúrræða. Vonandi verður hægt að finna einhverjar útfærslur á því þannig að það verði hægt að halda flest þessara móta, þó að það verði kannski með breyttu sniði. Þetta er eitthvað sem liggur fyrir að við þurfum að finna lausn á,“ sagði Guðni. „Ef fram heldur sem horfir þá verður kannski gefinn meiri slaki í lok júní eða byrjun júlí þannig að þetta mun taka einhverjum breytingum þegar komið verður inn í sumarið, geri ég ráð fyrir. Við þurfum að sjá hvernig þetta allt saman spilast og gerum þetta allt að sjálfsögðu í góðri samvinnu við yfirvöld,“ sagði formaðurinn, en innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Formaður KSÍ ræðir um barnamótin Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Fótbolti Íslenski boltinn Krakkar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) KSÍ Sportið í dag Tengdar fréttir Guðni tekur á sig launalækkun og starfshlutföll skert á skrifstofu KSÍ Gripið hefur verið til aðgerða til að lækka kostnað á skrifstofu KSÍ vegna kórónuveirufaraldursins. Formaðurinn hefur tekið á sig launalækkun og starfshlutfall starfsmanna verið skert. 15. apríl 2020 16:33 Segir að liðin fái væntanlega 2-3 vikur til að undirbúa sig fyrir Íslandsmótið Vonir standa til að keppni á Íslandsmótinu í fótbolta geti hafist um miðjan júní. 15. apríl 2020 15:41 KSÍ útdeilir tugum milljóna til að verja starf yngri flokka Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum í síðustu viku að flýta styrkgreiðslum til aðildarfélaga sem ætlaðar eru til að efla knattspyrnu barna og unglinga. 14. apríl 2020 19:30 KSÍ fundar með almannavörnum í vikunni: Margar sviðsmyndir á borðinu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, greindi frá því í dag á 42. upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar að aflétting aðgerða verða í skrefum. Klarta Bjartmartz, framkvæmdarstjóri KSÍ, segir að sambandið muni funda með almannavörnum í vikunni um knattspyrnutímabilið 2020. 11. apríl 2020 18:00 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Sjá meira
Guðni tekur á sig launalækkun og starfshlutföll skert á skrifstofu KSÍ Gripið hefur verið til aðgerða til að lækka kostnað á skrifstofu KSÍ vegna kórónuveirufaraldursins. Formaðurinn hefur tekið á sig launalækkun og starfshlutfall starfsmanna verið skert. 15. apríl 2020 16:33
Segir að liðin fái væntanlega 2-3 vikur til að undirbúa sig fyrir Íslandsmótið Vonir standa til að keppni á Íslandsmótinu í fótbolta geti hafist um miðjan júní. 15. apríl 2020 15:41
KSÍ útdeilir tugum milljóna til að verja starf yngri flokka Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum í síðustu viku að flýta styrkgreiðslum til aðildarfélaga sem ætlaðar eru til að efla knattspyrnu barna og unglinga. 14. apríl 2020 19:30
KSÍ fundar með almannavörnum í vikunni: Margar sviðsmyndir á borðinu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, greindi frá því í dag á 42. upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar að aflétting aðgerða verða í skrefum. Klarta Bjartmartz, framkvæmdarstjóri KSÍ, segir að sambandið muni funda með almannavörnum í vikunni um knattspyrnutímabilið 2020. 11. apríl 2020 18:00