McIlroy gagnrýnir Trump og vill ekki spila aftur við hann Sindri Sverrisson skrifar 16. maí 2020 07:00 Rory McIlroy sló væntanlega í gegn hjá öllum með ummælum sínum um Donald Trump. VÍSIR/GETTY Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy segist ekki hafa áhuga á því að spila aftur golf við Donald Trump, Bandaríkjaforseta, og efast reyndar um að hann fái aftur slíkt boð eftir að hafa sett út á það hvernig Trump hefur tekist á við kórónuveirufaraldurinn. McIlroy var boðið að spila golf við Trump í febrúar árið 2017 og kveðst hafa gert það af virðingu fyrir forsetaembættinu. „Ég hef kosið að gera það ekki aftur síðan þá,“ sagði McIlroy í hlaðvarpsþætti McKellar tímaritsins. Hann segist hafa notið dagsins með Trump og að forsetinn hafi verið mjög almennilegur við alla. „Það þýðir hins vegar ekki að ég sé sammála öllu sem hann segir, eða í raun nokkru sem hann segir,“ sagði McIlroy sem vill meina að Trump hafi viljað nota faraldurinn í pólitískum tilgangi. „Eins og að þetta sé einhver keppni. Sumt af þessu er alveg hræðilegt. Svona á leiðtogi ekki að haga sér. Menn þurfa að geta verið diplómatískir, og mér finnst hann ekki hafa sýnt það, sérstaklega á þessum tímum,“ sagði McIlroy sem var svo spurður hvort hann gæti hugsað sér að spila aftur við forsetann: „Ég veit ekki hvort að hann myndi vilja það eftir það sem ég hef sagt. Ég veit að það hljómar eins og að með því að segja nei væri ég að reyna að forðast að setja mig í erfiða stöðu eða verða fyrir gagnrýni, en nei, ég myndi ekki gera það.“ Eftir langt hlé frá keppni vegna faraldursins mun McIlroy keppa að nýju á morgun þegar hann spilar með Dustin Johnson gegn Rickie Fowler og Matthew Wolff í keppni þar sem safna á 4 milljónum Bandaríkjadala til góðgerðamála vegna faraldursins. Mótið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf. Golf Donald Trump Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy segist ekki hafa áhuga á því að spila aftur golf við Donald Trump, Bandaríkjaforseta, og efast reyndar um að hann fái aftur slíkt boð eftir að hafa sett út á það hvernig Trump hefur tekist á við kórónuveirufaraldurinn. McIlroy var boðið að spila golf við Trump í febrúar árið 2017 og kveðst hafa gert það af virðingu fyrir forsetaembættinu. „Ég hef kosið að gera það ekki aftur síðan þá,“ sagði McIlroy í hlaðvarpsþætti McKellar tímaritsins. Hann segist hafa notið dagsins með Trump og að forsetinn hafi verið mjög almennilegur við alla. „Það þýðir hins vegar ekki að ég sé sammála öllu sem hann segir, eða í raun nokkru sem hann segir,“ sagði McIlroy sem vill meina að Trump hafi viljað nota faraldurinn í pólitískum tilgangi. „Eins og að þetta sé einhver keppni. Sumt af þessu er alveg hræðilegt. Svona á leiðtogi ekki að haga sér. Menn þurfa að geta verið diplómatískir, og mér finnst hann ekki hafa sýnt það, sérstaklega á þessum tímum,“ sagði McIlroy sem var svo spurður hvort hann gæti hugsað sér að spila aftur við forsetann: „Ég veit ekki hvort að hann myndi vilja það eftir það sem ég hef sagt. Ég veit að það hljómar eins og að með því að segja nei væri ég að reyna að forðast að setja mig í erfiða stöðu eða verða fyrir gagnrýni, en nei, ég myndi ekki gera það.“ Eftir langt hlé frá keppni vegna faraldursins mun McIlroy keppa að nýju á morgun þegar hann spilar með Dustin Johnson gegn Rickie Fowler og Matthew Wolff í keppni þar sem safna á 4 milljónum Bandaríkjadala til góðgerðamála vegna faraldursins. Mótið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf.
Golf Donald Trump Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira