Patrekur vill akademíu í samstarfi við körfuna Sindri Sverrisson skrifar 15. maí 2020 18:00 Patrekur Jóhannesson er að taka við liðinu sem hann hóf ferilinn með. MYND/STÖÐ 2 SPORT Patrekur Jóhannesson, sem tekur við handboltaliði karla hjá Stjörnunni 1. júní, vill að farin verði sama leið í Garðabæ og á Selfossi með því að koma á fót handboltaakademíu. Unglingaakademían á Selfossi á sinn þátt í að búa til afar færa landsliðs- og atvinnumenn á síðustu árum og undir stjórn Patreks Jóhannessonar fögnuðu Selfyssingar Íslandsmeistaratitli í handbolta í fyrsta sinn í fyrra. Patrekur stýrði Skjern í Danmörku í vetur en er svo kominn í brúna hjá sínu uppeldisfélagi. „Þegar ég ákvað að koma í Garðabæinn þá langaði mig, eftir að hafa verið á Selfossi að vinna með handboltaakademíu, að koma því á í Garðabænum. Síðustu mánuði hef ég því verið í samskiptum við hið góða fólk hjá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ, um hvort það væri möguleiki að koma þessu í gang,“ segir Patrekur í Sportinu í dag. Frábært að geta boðið upp á aukaæfingar Hann hefur verið í sambandi við Rúnar Pál Sigmundsson, þjálfara knattspyrnuliðs Stjörnunnar, og Arnar Guðjónsson þjálfara deildar- og bikarmeistaranna í körfubolta, og vill samstarf við körfuboltadeildina. „Knattspyrnudeildin hefur verið með akademíu í eitt ár og það hefur gengið vel. Eftir að ég fór að hugsa þetta betur, og ræða við Arnar körfuboltaþjálfara, þá er sú hugmynd komin að við gerum þetta saman. Það er það sem ég vona að komist í gang. Það væri frábært að geta boðið upp á aukaæfingar eins og við gerðum á Selfossi því ég veit að það skilar sér. Það er það sem ég hef verið að vinna í auk þess að búa til nýtt lið,“ segir Patrekur. Þarf að hætta þessu kjaftæði Einhver kergja hefur virst á milli handboltans og körfuboltans í Stjörnunni, ekki síst varðandi húsnæðismál eftir að handknattleiksdeildin lýsti yfir að hún vildi nýta Ásgarð sem heimavöll líkt og körfuboltaliðin, en Patrekur vill að menn snúi bökum saman. „Auðvitað hef ég fylgst með umræðunni, þó að ég byrji ekki að vinna fyrr en 1. júní. Þessu þarf bara að breyta, og hætta bara þessu kjaftæði. Eftir að ég fór að hitta fólk, bæði körfuboltadeildina og Rúnar Pál frænda minn… það er eitthvað búið að vera í gangi en því þarf bara að snúa. Mér finnst frábært ef að við náum að gera þetta saman með körfunni. Það væri mjög jákvætt,“ segir Patrekur. Klippa: Sportið í dag - Patrekur vill að karfan og handboltinn vinni saman Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Olís-deild karla Dominos-deild karla Íslenski handboltinn Sportið í dag Stjarnan Tengdar fréttir Svona var Sportið í dag Í Sportinu í dag var teymi Stöðvar 2 Sports fyrir umfjöllun um Pepsi Max-deild karla kynnt. 15. maí 2020 17:40 Nýr formaður Stjörnunnar: „Okkar fókus er á framrúðuna en ekki baksýnisspegilinn“ Sigurgeir Guðlaugsson er nýr formaður Stjörnunnar en mikið hefur gustað um félagið undanfarnar vikur. Sigurður Bjarnason hætti sem formaður á aðalfundi í gær eftir að nokkrir aðrir stjórnarmenn hefðu gengið út úr stjórninni í síðasta mánuði. 15. maí 2020 08:30 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Fury segist vera hættur ... aftur Sport Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn Fleiri fréttir Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Sjá meira
Patrekur Jóhannesson, sem tekur við handboltaliði karla hjá Stjörnunni 1. júní, vill að farin verði sama leið í Garðabæ og á Selfossi með því að koma á fót handboltaakademíu. Unglingaakademían á Selfossi á sinn þátt í að búa til afar færa landsliðs- og atvinnumenn á síðustu árum og undir stjórn Patreks Jóhannessonar fögnuðu Selfyssingar Íslandsmeistaratitli í handbolta í fyrsta sinn í fyrra. Patrekur stýrði Skjern í Danmörku í vetur en er svo kominn í brúna hjá sínu uppeldisfélagi. „Þegar ég ákvað að koma í Garðabæinn þá langaði mig, eftir að hafa verið á Selfossi að vinna með handboltaakademíu, að koma því á í Garðabænum. Síðustu mánuði hef ég því verið í samskiptum við hið góða fólk hjá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ, um hvort það væri möguleiki að koma þessu í gang,“ segir Patrekur í Sportinu í dag. Frábært að geta boðið upp á aukaæfingar Hann hefur verið í sambandi við Rúnar Pál Sigmundsson, þjálfara knattspyrnuliðs Stjörnunnar, og Arnar Guðjónsson þjálfara deildar- og bikarmeistaranna í körfubolta, og vill samstarf við körfuboltadeildina. „Knattspyrnudeildin hefur verið með akademíu í eitt ár og það hefur gengið vel. Eftir að ég fór að hugsa þetta betur, og ræða við Arnar körfuboltaþjálfara, þá er sú hugmynd komin að við gerum þetta saman. Það er það sem ég vona að komist í gang. Það væri frábært að geta boðið upp á aukaæfingar eins og við gerðum á Selfossi því ég veit að það skilar sér. Það er það sem ég hef verið að vinna í auk þess að búa til nýtt lið,“ segir Patrekur. Þarf að hætta þessu kjaftæði Einhver kergja hefur virst á milli handboltans og körfuboltans í Stjörnunni, ekki síst varðandi húsnæðismál eftir að handknattleiksdeildin lýsti yfir að hún vildi nýta Ásgarð sem heimavöll líkt og körfuboltaliðin, en Patrekur vill að menn snúi bökum saman. „Auðvitað hef ég fylgst með umræðunni, þó að ég byrji ekki að vinna fyrr en 1. júní. Þessu þarf bara að breyta, og hætta bara þessu kjaftæði. Eftir að ég fór að hitta fólk, bæði körfuboltadeildina og Rúnar Pál frænda minn… það er eitthvað búið að vera í gangi en því þarf bara að snúa. Mér finnst frábært ef að við náum að gera þetta saman með körfunni. Það væri mjög jákvætt,“ segir Patrekur. Klippa: Sportið í dag - Patrekur vill að karfan og handboltinn vinni saman Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Olís-deild karla Dominos-deild karla Íslenski handboltinn Sportið í dag Stjarnan Tengdar fréttir Svona var Sportið í dag Í Sportinu í dag var teymi Stöðvar 2 Sports fyrir umfjöllun um Pepsi Max-deild karla kynnt. 15. maí 2020 17:40 Nýr formaður Stjörnunnar: „Okkar fókus er á framrúðuna en ekki baksýnisspegilinn“ Sigurgeir Guðlaugsson er nýr formaður Stjörnunnar en mikið hefur gustað um félagið undanfarnar vikur. Sigurður Bjarnason hætti sem formaður á aðalfundi í gær eftir að nokkrir aðrir stjórnarmenn hefðu gengið út úr stjórninni í síðasta mánuði. 15. maí 2020 08:30 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Fury segist vera hættur ... aftur Sport Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn Fleiri fréttir Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Sjá meira
Svona var Sportið í dag Í Sportinu í dag var teymi Stöðvar 2 Sports fyrir umfjöllun um Pepsi Max-deild karla kynnt. 15. maí 2020 17:40
Nýr formaður Stjörnunnar: „Okkar fókus er á framrúðuna en ekki baksýnisspegilinn“ Sigurgeir Guðlaugsson er nýr formaður Stjörnunnar en mikið hefur gustað um félagið undanfarnar vikur. Sigurður Bjarnason hætti sem formaður á aðalfundi í gær eftir að nokkrir aðrir stjórnarmenn hefðu gengið út úr stjórninni í síðasta mánuði. 15. maí 2020 08:30