Ráðleggur Íslendingum að fara ekki til útlanda Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. maí 2020 14:55 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Lögreglan Sóttvarnalæknir ráðleggur Íslendingum að láta það vera að fara til útlanda eins og staðan er nú. Enn sé víða mikil óvissa um faraldur kórónuveiru í öðrum löndum og tilefni til að fara varlega. Ríki heims eru mörg nú að stíga skref í átt að opnun landamæra eftir faraldurinn. Þannig hafa fulltrúar Evrópusambandsins hvatt aðildarríki til að slaka á aðgerðum og takmörkunum. Eystrasaltsríkin Eistland, Lettland og Litháen hafa til að mynda opnað landamæri sín gagnvart hvert öðru og Þjóðverjar hyggjast opna landamæri sín að Austurríki, Sviss og Frakklandi á laugardag. Þá er víða stefnt að algjörri opnun landamæra í júní. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sjálfur sagt að hann gerði ekki ráð fyrir að ferðast til útlanda á þessu ári. Þórólfur var á upplýsingafundi almannavarna nú síðdegis inntur eftir ráðleggingum til þeirra Íslendinga sem sjá nú fyrir sér utanlandsferðir á árinu í kjölfar tilslakana. Þórólfur benti á að staðan væri óviss í flestum löndum og erfitt væri að fá skýra mynd af því hvar útbreiðsla veikinnar væri mikil eða lítil. Þannig væri mismikið tekið af sýnum eftir löndum o.s.frv. „Þannig að eins og staðan er núna finnst mér þetta ekki víst og öruggt hverju maður á að treysta í því. Þannig að ég myndi ráðleggja öllum að fara bara mjög varlega, vera ekkert að fara til útlanda nema það sé mjög brýn ástæða. En þetta breytist á næstunni, á vikum og mánuðum, og þá fær maður örugglega betri mynd af því sem er að gerast. En þannig lít ég á það núna,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gætum þurft að vinda ofan af ónákvæmum fréttum um opnun Íslands Fyrirhuguð opnun landamæra Íslands hefur vakið athygli langt út fyrir landsteinana, þó svo að smáatriðin hafi í mörgum tilfellum skolast til. 15. maí 2020 11:15 Margir hafa hug á að ferðast hingað til lands Mikill áhugi er á Íslandi sem áfangastað meðal ferðafólks og þeim sem geta hugsað sér að ferðast á milli Evrópu og Norður-Ameríku fjölgar. 15. maí 2020 06:39 Slóvenar segja faraldurinn yfirstaðinn í landinu Slóvenía varð í morgun fyrsta Evrópulandið til að lýsa því yfir að kórónuveirufaraldurinn sé yfirstaðinn í landinu. 15. maí 2020 09:03 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjá meira
Sóttvarnalæknir ráðleggur Íslendingum að láta það vera að fara til útlanda eins og staðan er nú. Enn sé víða mikil óvissa um faraldur kórónuveiru í öðrum löndum og tilefni til að fara varlega. Ríki heims eru mörg nú að stíga skref í átt að opnun landamæra eftir faraldurinn. Þannig hafa fulltrúar Evrópusambandsins hvatt aðildarríki til að slaka á aðgerðum og takmörkunum. Eystrasaltsríkin Eistland, Lettland og Litháen hafa til að mynda opnað landamæri sín gagnvart hvert öðru og Þjóðverjar hyggjast opna landamæri sín að Austurríki, Sviss og Frakklandi á laugardag. Þá er víða stefnt að algjörri opnun landamæra í júní. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sjálfur sagt að hann gerði ekki ráð fyrir að ferðast til útlanda á þessu ári. Þórólfur var á upplýsingafundi almannavarna nú síðdegis inntur eftir ráðleggingum til þeirra Íslendinga sem sjá nú fyrir sér utanlandsferðir á árinu í kjölfar tilslakana. Þórólfur benti á að staðan væri óviss í flestum löndum og erfitt væri að fá skýra mynd af því hvar útbreiðsla veikinnar væri mikil eða lítil. Þannig væri mismikið tekið af sýnum eftir löndum o.s.frv. „Þannig að eins og staðan er núna finnst mér þetta ekki víst og öruggt hverju maður á að treysta í því. Þannig að ég myndi ráðleggja öllum að fara bara mjög varlega, vera ekkert að fara til útlanda nema það sé mjög brýn ástæða. En þetta breytist á næstunni, á vikum og mánuðum, og þá fær maður örugglega betri mynd af því sem er að gerast. En þannig lít ég á það núna,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gætum þurft að vinda ofan af ónákvæmum fréttum um opnun Íslands Fyrirhuguð opnun landamæra Íslands hefur vakið athygli langt út fyrir landsteinana, þó svo að smáatriðin hafi í mörgum tilfellum skolast til. 15. maí 2020 11:15 Margir hafa hug á að ferðast hingað til lands Mikill áhugi er á Íslandi sem áfangastað meðal ferðafólks og þeim sem geta hugsað sér að ferðast á milli Evrópu og Norður-Ameríku fjölgar. 15. maí 2020 06:39 Slóvenar segja faraldurinn yfirstaðinn í landinu Slóvenía varð í morgun fyrsta Evrópulandið til að lýsa því yfir að kórónuveirufaraldurinn sé yfirstaðinn í landinu. 15. maí 2020 09:03 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjá meira
Gætum þurft að vinda ofan af ónákvæmum fréttum um opnun Íslands Fyrirhuguð opnun landamæra Íslands hefur vakið athygli langt út fyrir landsteinana, þó svo að smáatriðin hafi í mörgum tilfellum skolast til. 15. maí 2020 11:15
Margir hafa hug á að ferðast hingað til lands Mikill áhugi er á Íslandi sem áfangastað meðal ferðafólks og þeim sem geta hugsað sér að ferðast á milli Evrópu og Norður-Ameríku fjölgar. 15. maí 2020 06:39
Slóvenar segja faraldurinn yfirstaðinn í landinu Slóvenía varð í morgun fyrsta Evrópulandið til að lýsa því yfir að kórónuveirufaraldurinn sé yfirstaðinn í landinu. 15. maí 2020 09:03