Segir frammistöðu Elvars og Ýmis það jákvæðasta við EM 2020 Anton Ingi Leifsson skrifar 15. maí 2020 11:00 Aron í þættinum Sportinu í dag en hann er líklegur til þess að vera næsti landsliðsfyrirliði eftir að Guðjón Valur Sigurðsson hætti. vísir/s2s Landsliðsmaðurinn í handbolta, Aron Pálmarsson, segir að það jákvæðasta sem hann sér þegar hann líti til baka á EM 2020 sem fór fram í janúar hafi verið frammistaða Elvars Arnars Jónssonar og Ýmis Arnar Gíslasonar í miðjublokk-liðsins varnarlega séð. Aron var gestur í Sportinu í dag þar sem hann ræddi við Henry Birgi Gunnarsson meðal annars um launalækkun hjá Barcelona vegna kórónuveirufaraldursins og fyrirliðastöðuna í landsliðinu. Hann gerði einnig upp EM 2020. „Maður gerir alltaf upp mótin. Maður tekur viku eða tvær að kúpla sig frá og fer að ræða þetta og gera þetta upp. Þetta skilaði okkur HM sæti og við náðum í frábær úrslit en auðvitað hefði maður viljað fara lengra,“ sagði Aron. „Það sem situr mest í mér er Ungverjaleikurinn. Dana leikurinn var geggjaður og svo eigum við Ungverjana og það eru mestu vonbrigðin finnst mér. Við erum með leikinn, þetta er jafnt og allt það en svo erum við bara skelfilegir í síðari hálfleik.“ Hann segir að tapið gegn Ungverjum svíði og hann kennir sjálfum sér að hluta til um tapið. „Þetta var ekkert stöngin út heldur erum við bara að gefa þeim boltana og förum svoleiðis með þetta þar. Þú getur ekki kennt um að hann hafi varið allt og það voru margir tapaðir boltar. Það var ekki reynsluleysi því þetta var ég, þetta var Alexander og það er langt síðan maður hefur upplifað það. Það eru mestu vonbrigðin.“ „Það er jákvætt að það eru fullt af strákum sem fá þessa reynslu og eru komnir sumir með tvö stórmót á engum aldri. Þetta lítur vel út. Viggó kemur sterkur inn. Maður hafði ekki séð hann að viti áður, Haukur, Janus og miðjublokkin, Ýmir og Elvar.“ Hann var virkilega ánægður með varnarleik þeirra Ýmis og Elvars og segir að það sé einna jákvæðasta við mótið í janúar. „Mér finnst það vera jákvæðast. Þeir tveir; fólk áttar sig ekki á vinnunni hjá þeim. Þeir eru að taka bestu leikmenn í heimi og þetta er ekki auðvelt að spila þessa vörn en þeir gerðu það óaðfinnalega miðað við reynslu og hafa ekki spilað áður saman í þristunum. Það er mjög jákvætt upp á framhaldið.“ Klippa: Sportið í dag - Aron gerir upp EM 2020 Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. EM 2020 í handbolta Sportið í dag Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sjá meira
Landsliðsmaðurinn í handbolta, Aron Pálmarsson, segir að það jákvæðasta sem hann sér þegar hann líti til baka á EM 2020 sem fór fram í janúar hafi verið frammistaða Elvars Arnars Jónssonar og Ýmis Arnar Gíslasonar í miðjublokk-liðsins varnarlega séð. Aron var gestur í Sportinu í dag þar sem hann ræddi við Henry Birgi Gunnarsson meðal annars um launalækkun hjá Barcelona vegna kórónuveirufaraldursins og fyrirliðastöðuna í landsliðinu. Hann gerði einnig upp EM 2020. „Maður gerir alltaf upp mótin. Maður tekur viku eða tvær að kúpla sig frá og fer að ræða þetta og gera þetta upp. Þetta skilaði okkur HM sæti og við náðum í frábær úrslit en auðvitað hefði maður viljað fara lengra,“ sagði Aron. „Það sem situr mest í mér er Ungverjaleikurinn. Dana leikurinn var geggjaður og svo eigum við Ungverjana og það eru mestu vonbrigðin finnst mér. Við erum með leikinn, þetta er jafnt og allt það en svo erum við bara skelfilegir í síðari hálfleik.“ Hann segir að tapið gegn Ungverjum svíði og hann kennir sjálfum sér að hluta til um tapið. „Þetta var ekkert stöngin út heldur erum við bara að gefa þeim boltana og förum svoleiðis með þetta þar. Þú getur ekki kennt um að hann hafi varið allt og það voru margir tapaðir boltar. Það var ekki reynsluleysi því þetta var ég, þetta var Alexander og það er langt síðan maður hefur upplifað það. Það eru mestu vonbrigðin.“ „Það er jákvætt að það eru fullt af strákum sem fá þessa reynslu og eru komnir sumir með tvö stórmót á engum aldri. Þetta lítur vel út. Viggó kemur sterkur inn. Maður hafði ekki séð hann að viti áður, Haukur, Janus og miðjublokkin, Ýmir og Elvar.“ Hann var virkilega ánægður með varnarleik þeirra Ýmis og Elvars og segir að það sé einna jákvæðasta við mótið í janúar. „Mér finnst það vera jákvæðast. Þeir tveir; fólk áttar sig ekki á vinnunni hjá þeim. Þeir eru að taka bestu leikmenn í heimi og þetta er ekki auðvelt að spila þessa vörn en þeir gerðu það óaðfinnalega miðað við reynslu og hafa ekki spilað áður saman í þristunum. Það er mjög jákvætt upp á framhaldið.“ Klippa: Sportið í dag - Aron gerir upp EM 2020 Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
EM 2020 í handbolta Sportið í dag Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sjá meira