Tók strætó með Zlatan í miðju útihlaupi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. apríl 2020 11:30 Ætli Zlatan Ibrahimovic hlýtur líka að muna eftir strákapörum hans og Guðmundar Viðar Mete undir lok síðustu aldar þegar þeir voru báðir hjá Malmö FF. EPA-EFE/ROBERTO BREGANI Guðmundur Viðar Mete er góður vinur sænsku stórstjörnunnar Zlatan Ibrahimovic en þeir eru æskuvinir og halda enn sambandi í dag. Guðmundur Viðar Mete ræddi tímann með Zlatan Ibrahimovic í hlaðvarpsþættinum Miðjan á vefsíðunni Fótbolta.net. Í viðtalinu fjallar Guðmundur Viðar meðal annars um strákapör hans og Zlatan í Malmö í Svíþjóð. „Við hittumst mikið og hann var í öðrum bekk í sama skóla og ég," sagði Guðmundur Viðar í Miðjunni. Guðmundur Viðar er fæddur í apríl 1981 en Zlatan Ibrahimovic fæddist í október sama ár. Báðir voru þeir að banka á dyrnar hjá Malmö FF í upphafi aldarinnar. Zlatan spilaði sína fyrstu leiki með Malmö FF á 1999 tímabilinu en Guðmundur Mete spilaði sína fyrstu leiki ári síðar. Strákapör Guðmundar Mete og Zlatans í Svíþjóð https://t.co/RolYAU1lfM— Fótbolti.net (@Fotboltinet) April 14, 2020 „Þegar við Zlatan komum upp í meistaraflokkinn ákváðum við að taka strætókortið með okkur í útihlaup," sagði Guðmundur í viðtalinu á Fótbolta.net. „Eftir fjóra til fimm kílómetra fórum við á næstu strætóstoppistöð og tókum hringinn með strætó. Við sáum Ómar Jó sem var þarna á þessum tíma alveg búinn á því síðastur og við enduðum í miðjunni. Þetta komst ekki upp," sagði Guðmundur Viðar Mete. Ómar Jóhannsson er fyrrum markvörður Keflvíkinga sem var þarna í unglingaliði Malmö FF með Zlatan og Guðmundi Mete. Þeir unnu sem dæmi saman unglingatitil með félaginu árið 1998. Ómar lék í tíu ár með Keflavík og er næstleikjahæsti markvörður félagsins í efstu deild á eftir Þorsteini Bjarnasyni. Guðmundur Viðar Mete fór endanlega frá Malmö FF eftir 2002 tímabilið en hafði einnig verið lánaður til danska félagsins FC Midtjylland árið 2001. Hann fór til IFK Norrköping árið 2003 en var síðan kominn til Keflavíkur sumarið 2005. Malmö FF seldi Zlatan Ibrahimovic til Ajax í mars 2001 og hann hefur í framhaldinu átt magnaðan feril og spilaði í öllum stærstu deildum Evrópu nema þeirri þýsku. Sænski boltinn Fótbolti Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Guðmundur Viðar Mete er góður vinur sænsku stórstjörnunnar Zlatan Ibrahimovic en þeir eru æskuvinir og halda enn sambandi í dag. Guðmundur Viðar Mete ræddi tímann með Zlatan Ibrahimovic í hlaðvarpsþættinum Miðjan á vefsíðunni Fótbolta.net. Í viðtalinu fjallar Guðmundur Viðar meðal annars um strákapör hans og Zlatan í Malmö í Svíþjóð. „Við hittumst mikið og hann var í öðrum bekk í sama skóla og ég," sagði Guðmundur Viðar í Miðjunni. Guðmundur Viðar er fæddur í apríl 1981 en Zlatan Ibrahimovic fæddist í október sama ár. Báðir voru þeir að banka á dyrnar hjá Malmö FF í upphafi aldarinnar. Zlatan spilaði sína fyrstu leiki með Malmö FF á 1999 tímabilinu en Guðmundur Mete spilaði sína fyrstu leiki ári síðar. Strákapör Guðmundar Mete og Zlatans í Svíþjóð https://t.co/RolYAU1lfM— Fótbolti.net (@Fotboltinet) April 14, 2020 „Þegar við Zlatan komum upp í meistaraflokkinn ákváðum við að taka strætókortið með okkur í útihlaup," sagði Guðmundur í viðtalinu á Fótbolta.net. „Eftir fjóra til fimm kílómetra fórum við á næstu strætóstoppistöð og tókum hringinn með strætó. Við sáum Ómar Jó sem var þarna á þessum tíma alveg búinn á því síðastur og við enduðum í miðjunni. Þetta komst ekki upp," sagði Guðmundur Viðar Mete. Ómar Jóhannsson er fyrrum markvörður Keflvíkinga sem var þarna í unglingaliði Malmö FF með Zlatan og Guðmundi Mete. Þeir unnu sem dæmi saman unglingatitil með félaginu árið 1998. Ómar lék í tíu ár með Keflavík og er næstleikjahæsti markvörður félagsins í efstu deild á eftir Þorsteini Bjarnasyni. Guðmundur Viðar Mete fór endanlega frá Malmö FF eftir 2002 tímabilið en hafði einnig verið lánaður til danska félagsins FC Midtjylland árið 2001. Hann fór til IFK Norrköping árið 2003 en var síðan kominn til Keflavíkur sumarið 2005. Malmö FF seldi Zlatan Ibrahimovic til Ajax í mars 2001 og hann hefur í framhaldinu átt magnaðan feril og spilaði í öllum stærstu deildum Evrópu nema þeirri þýsku.
Sænski boltinn Fótbolti Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn