Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14 í Skógarhlíð 14. Fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi auk þess sem fylgst var með gangi mála í textalýsingu hér að neðan.
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir munu fara yfir stöðu mála með tilliti til Covid-19 hér á landi.
Gestir fundarins verða þeir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, og Þorgrímur Þráinsson rithöfundur.
Fundinum er nú lokið en hægt er að horfa á hann í heild sinni í spilaranum hér að neðan.