Eyjamenn undirbúa frestun íþróttamóta en vonast til að geta haldið Þjóðhátíð Vésteinn Örn Pétursson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 12. apríl 2020 13:41 Vonir standa til að hægt verði að halda Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í byrjun ágústmánaðar. Vísir/Vilhelm ÍBV hefur hafið undirbúning við að fresta stórum fótboltamótum barna sem til stóð að halda í júní. Enn er þó haldið í vonina með að geta haldið Þjóðhátíð á réttum tíma að sögn framkvæmdastjóra íþróttafélagsins. Orkumótið og Pæjumótið eru haldin árlega, um miðjan og lok júní, í Vestmannaeyjum. Mótin eru að jafnaði mjög vel sótt en um þúsund börn eru skráð til þátttöku í ár. Hörður Orri Grettisson er framkvæmdastjóri íþróttafélagsins ÍBV. „Við höfum að sjálfsögðu gert ráðstafanir til að geta seinkað mótunum fram á sumarið ef til þess kæmi. Við erum svo sem bara að bíða eftir nánari tilmælum um það hvernig útfærslur á þessu verði. En við höfum hafið undirbúning á því að fresta mótunum fram á sumarið. Við erum komin með dagsetningar í júlí sem myndu henta fyrir mótin.“ Hann segir að ráðstafanir varðandi Þjóðhátíð, sem öllu jöfnu fer fram um Verslunarmannahelgina, hafi verið ræddar. „Já, já að sjálfsögðu. Við erum auðvitað bara með í maganum yfir ástandinu í landinu eins og svo margir aðrir. Okkur hefur ekki þótt ástæða til þess, enn sem komið er, til þess að hnika eitthvað út af okkar plönum með það. Það eru 110 dagar í þjóðhátíð og við virðumst vera á réttri leið með þessa veiru þannig við erum enn að halda í vonina að við getum haft eitthvað til að hlakka til þegar líður á sumarið. Að við getum hist í í Herjólfsdal fyrstu helgina í ágúst,“ segir Hörður Orri að lokum. Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
ÍBV hefur hafið undirbúning við að fresta stórum fótboltamótum barna sem til stóð að halda í júní. Enn er þó haldið í vonina með að geta haldið Þjóðhátíð á réttum tíma að sögn framkvæmdastjóra íþróttafélagsins. Orkumótið og Pæjumótið eru haldin árlega, um miðjan og lok júní, í Vestmannaeyjum. Mótin eru að jafnaði mjög vel sótt en um þúsund börn eru skráð til þátttöku í ár. Hörður Orri Grettisson er framkvæmdastjóri íþróttafélagsins ÍBV. „Við höfum að sjálfsögðu gert ráðstafanir til að geta seinkað mótunum fram á sumarið ef til þess kæmi. Við erum svo sem bara að bíða eftir nánari tilmælum um það hvernig útfærslur á þessu verði. En við höfum hafið undirbúning á því að fresta mótunum fram á sumarið. Við erum komin með dagsetningar í júlí sem myndu henta fyrir mótin.“ Hann segir að ráðstafanir varðandi Þjóðhátíð, sem öllu jöfnu fer fram um Verslunarmannahelgina, hafi verið ræddar. „Já, já að sjálfsögðu. Við erum auðvitað bara með í maganum yfir ástandinu í landinu eins og svo margir aðrir. Okkur hefur ekki þótt ástæða til þess, enn sem komið er, til þess að hnika eitthvað út af okkar plönum með það. Það eru 110 dagar í þjóðhátíð og við virðumst vera á réttri leið með þessa veiru þannig við erum enn að halda í vonina að við getum haft eitthvað til að hlakka til þegar líður á sumarið. Að við getum hist í í Herjólfsdal fyrstu helgina í ágúst,“ segir Hörður Orri að lokum.
Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira