Upplýsingafundur almannavarna var haldinn klukkan 14:00 í dag að Skógarhlíð 14. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, og Alma D. Möller, landlæknir, fóru yfir stöðu mála með tilliti til COVID-19 hér á landi.
Gestur fundarins var Agnes M. Sigurðardóttir biskup en hún ræddi verkefni þjóðkirkjunnar á þessum tíma.
Hér að ofan má sjá upptöku af fundinum, með táknmálstúlkun, auk textalýsingar frá fundinum hér að neðan.