Halda leitinni að Söndru Líf áfram í dag Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. apríl 2020 09:49 Um 170 manns tóku þátt í leit gærdagsins. Vísir/Bjarni Leit lögreglu og björgunarsveita að Söndru Líf Þórarinsdóttur Long hófst að nýju klukkan sex í morgun. Þetta staðfesti Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu. Sandra Líf er 27 ára gömul og er síðast vitað um ferðir hennar á skírdag. Sandra er til heimilis í Hafnarfirði og hefur til umráða ljósgráan Ford Focus, en bíll Söndru fannst á Álftanesi og því beindist leitin að því svæði í gær. Ásgeir segir að svo verði áfram. Ströndin á Álftanesi verði leituð alveg út að Suðurnesjum. Meiri kraftur færist síðan í leit uppi á landi þegar tekur að falla frá, um klukkan þrjú eftir hádegi í dag. Hann segir ekki liggja fyrir hversu margir komi til með að taka þátt í leit dagsins. Búið sé að boða út hópa frá Landsbjörg auk þess sem kafarar frá Ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslunni taki þátt í leitinni. Sandra var klædd í svartar buxur, svartan leðurjakka og hvíta strigaskó þegar síðast sást til hennar. Þá var hún með síma og tösku meðferðis. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Söndru, eða vita hvar hún er niður komin, eru vinsamlegast beðnir um að hafa tafarlaust samband við lögregluna í síma 112. Hér að neðan er Facebook-færsla sem Olga María, frænka Söndru Lífar, birti á Facebook síðu sinni. Meðfylgjandi færslunni er myndband af því þegar síðast sást til Söndru. Sandra Lif Long frænka mín hefur ekki látið heyra í sér í nuna 31 klukkutima og erum við fjölskyldan orðin verulega...Posted by Olga María Þórhallsdóttir Long on Friday, 10 April 2020 Lögreglumál Björgunarsveitir Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Leit lögreglu og björgunarsveita að Söndru Líf Þórarinsdóttur Long hófst að nýju klukkan sex í morgun. Þetta staðfesti Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu. Sandra Líf er 27 ára gömul og er síðast vitað um ferðir hennar á skírdag. Sandra er til heimilis í Hafnarfirði og hefur til umráða ljósgráan Ford Focus, en bíll Söndru fannst á Álftanesi og því beindist leitin að því svæði í gær. Ásgeir segir að svo verði áfram. Ströndin á Álftanesi verði leituð alveg út að Suðurnesjum. Meiri kraftur færist síðan í leit uppi á landi þegar tekur að falla frá, um klukkan þrjú eftir hádegi í dag. Hann segir ekki liggja fyrir hversu margir komi til með að taka þátt í leit dagsins. Búið sé að boða út hópa frá Landsbjörg auk þess sem kafarar frá Ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslunni taki þátt í leitinni. Sandra var klædd í svartar buxur, svartan leðurjakka og hvíta strigaskó þegar síðast sást til hennar. Þá var hún með síma og tösku meðferðis. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Söndru, eða vita hvar hún er niður komin, eru vinsamlegast beðnir um að hafa tafarlaust samband við lögregluna í síma 112. Hér að neðan er Facebook-færsla sem Olga María, frænka Söndru Lífar, birti á Facebook síðu sinni. Meðfylgjandi færslunni er myndband af því þegar síðast sást til Söndru. Sandra Lif Long frænka mín hefur ekki látið heyra í sér í nuna 31 klukkutima og erum við fjölskyldan orðin verulega...Posted by Olga María Þórhallsdóttir Long on Friday, 10 April 2020
Lögreglumál Björgunarsveitir Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira