Markaskorarinn og læknisfræðineminn útilokar ekki atvinnumennsku Anton Ingi Leifsson skrifar 11. apríl 2020 20:00 Elín Metta hefur leikið vel með Valsliðinu undanfarin ár. vísir/daníel Ein besta fótboltakona landsins, Elín Metta Jensen, raðar ekki bara inn mörkum á fótboltavellinum heldur stundar hún einnig læknisfræði með fótboltanum. Hún segir að það krefjist aga að sameina þetta tvennt. Elín Metta fór á kostum á síðustu leiktíð. Hún skoraði sextán mörk í Íslandsmeistaraliði Vals en með fram fótboltanum er það skólinn sem hún eyðir mestum tíma sínum í. „Maður þarf að vera agaður og svo má maður ekki endalaust vera með svipuna á sér. Maður þarf líka að gefa sjálfri sér „space“. Kannski er fínt að nýta tímann í það núna að leyfa sér að taka því rólega,“ sagði Elín. „Skólinn heldur áfram og æfingar eru á fullu. Ég lít það jákvæðum augum að geta æft áfram en maður æfir bara sjálf. Á meðan mér finnst þetta skemmtilegt held ég áfram og ég er með það mikið keppnisskap að það hverfur ekkert meðan ég er í fótbolta. Það er bara halda áfram að gera vel með Val. Við erum með frábært lið og maður er bjartsýnn á framhaldið með Völsurum.“ Klippa: Áskorun fyrir mig að stunda fótboltann með læknanáminu segir landsliðskonan Elín Metta Elín Metta fór til Bandaríkjanna árið 2015 og hugðist stunda þar nám en þau plön héldu ekki lengi. „Það var skrýtið að hætta við það því það var eitthvað sem ég hafði stefnt að lengi. Svo komst ég að því að þetta hentaði mér ekkert sérstaklega vel og ég tók þessa ákvörðun að reyna komast inn í læknisfræði. Ég sé ekki eftir því í dag. Í rauninni var það bara gott skref.“ Þrátt fyrir námið útilokar þessi magnaði framherji ekki að fara í atvinnumennsku síðar meir. „Ég útiloka það ekki og mér finnst það spennandi. Ég ætla að taka eitt ár í einu og sjá hvernig gengur að sameina þetta áfram,“ sagði Elín Metta. Íslenski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Sjá meira
Ein besta fótboltakona landsins, Elín Metta Jensen, raðar ekki bara inn mörkum á fótboltavellinum heldur stundar hún einnig læknisfræði með fótboltanum. Hún segir að það krefjist aga að sameina þetta tvennt. Elín Metta fór á kostum á síðustu leiktíð. Hún skoraði sextán mörk í Íslandsmeistaraliði Vals en með fram fótboltanum er það skólinn sem hún eyðir mestum tíma sínum í. „Maður þarf að vera agaður og svo má maður ekki endalaust vera með svipuna á sér. Maður þarf líka að gefa sjálfri sér „space“. Kannski er fínt að nýta tímann í það núna að leyfa sér að taka því rólega,“ sagði Elín. „Skólinn heldur áfram og æfingar eru á fullu. Ég lít það jákvæðum augum að geta æft áfram en maður æfir bara sjálf. Á meðan mér finnst þetta skemmtilegt held ég áfram og ég er með það mikið keppnisskap að það hverfur ekkert meðan ég er í fótbolta. Það er bara halda áfram að gera vel með Val. Við erum með frábært lið og maður er bjartsýnn á framhaldið með Völsurum.“ Klippa: Áskorun fyrir mig að stunda fótboltann með læknanáminu segir landsliðskonan Elín Metta Elín Metta fór til Bandaríkjanna árið 2015 og hugðist stunda þar nám en þau plön héldu ekki lengi. „Það var skrýtið að hætta við það því það var eitthvað sem ég hafði stefnt að lengi. Svo komst ég að því að þetta hentaði mér ekkert sérstaklega vel og ég tók þessa ákvörðun að reyna komast inn í læknisfræði. Ég sé ekki eftir því í dag. Í rauninni var það bara gott skref.“ Þrátt fyrir námið útilokar þessi magnaði framherji ekki að fara í atvinnumennsku síðar meir. „Ég útiloka það ekki og mér finnst það spennandi. Ég ætla að taka eitt ár í einu og sjá hvernig gengur að sameina þetta áfram,“ sagði Elín Metta.
Íslenski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Sjá meira