Rannsaka sýni úr bakvarðasveitinni í kvöld Sylvía Hall skrifar 10. apríl 2020 22:38 Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Vísir Sýni sem tekin voru úr öðrum meðlimum bakvarðasveitarinnar á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík verða rannsökuð í kvöld. Konan sem var handtekin var send í veirupróf eftir handtökuna. Allir úr bakvarðasveitinni þurftu að fara á farsóttarheimili vegna konunnar. Konunni var sleppt úr haldi eftir yfirheyrslu í dag en hún lýtur reglum um sóttkví. Samkvæmt heimildum fréttastofu framvísaði konan erlendum gögnum um starfsréttindi en konan deildi vistarverum með öðrum úr bakvarðarsveitinni. Sjá einnig: Allir úr bakvarðasveitinni í Bolungarvík þurftu að fara á farsóttarheimili vegna konunnar sem var handtekin Á vef RÚV er haft eftir Gylfa Ólafssyni, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, að aðrir starfsmenn bakvarðasveitarinnar muni nú vinna eftir fyrirkomulagi sem kallast sóttkví B. Það fyrirkomulag var þróað á Landspítala og er viðhaft þegar lítil hætta er talin vera á smiti en þörf er á að grípa til varúðarráðstafana. Starfsfólk mun því fara til vinnu í fullum hlífðarbúnaði. Þá er sérstök vakt á veirufræðideildinni sem mun rannsaka sýnin um leið og þau koma til Reykjavíkur og því gæti niðurstaða legið fyrir í nótt. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Gylfi að verkferlar yrðu skoðaðir við val úr bakvarðasveit. „Í þessu tilviki verður að líta til þess að það var verið að safna saman í bakvarðarsveit með mjög skömmum fyrirvara við fordæmalausar aðstæður. Við höfum alltaf treyst á fólk og gerðum allt sem sneri að þessum starfsmanni í góðri trú,“ sagði Gylfi. „Jú, maður þarf alltaf að vera á varðbergi. En ég held að allir skilji hvernig aðstæðurnar voru í þessu tilviki.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bolungarvík Tengdar fréttir Allir úr bakvarðasveitinni í Bolungarvík þurftu að fara á farsóttarheimili vegna konunnar sem var handtekin Allir úr bakvarðarsveit sem starfa á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík eru vistaðir á farsóttarheimili eftir að ein úr sveitinni var handtekin grunuð um skjalafals og þjófnað. 10. apríl 2020 19:17 Kona úr bakvarðasveit handtekin vegna gruns um skjalafals og lyfjastuld Lögreglan handtók konu úr bakvarðasveit heilbrigðisstofnunar Vestfjarða sem starfað hefur í vikunni á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík. 10. apríl 2020 14:06 Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Sýni sem tekin voru úr öðrum meðlimum bakvarðasveitarinnar á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík verða rannsökuð í kvöld. Konan sem var handtekin var send í veirupróf eftir handtökuna. Allir úr bakvarðasveitinni þurftu að fara á farsóttarheimili vegna konunnar. Konunni var sleppt úr haldi eftir yfirheyrslu í dag en hún lýtur reglum um sóttkví. Samkvæmt heimildum fréttastofu framvísaði konan erlendum gögnum um starfsréttindi en konan deildi vistarverum með öðrum úr bakvarðarsveitinni. Sjá einnig: Allir úr bakvarðasveitinni í Bolungarvík þurftu að fara á farsóttarheimili vegna konunnar sem var handtekin Á vef RÚV er haft eftir Gylfa Ólafssyni, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, að aðrir starfsmenn bakvarðasveitarinnar muni nú vinna eftir fyrirkomulagi sem kallast sóttkví B. Það fyrirkomulag var þróað á Landspítala og er viðhaft þegar lítil hætta er talin vera á smiti en þörf er á að grípa til varúðarráðstafana. Starfsfólk mun því fara til vinnu í fullum hlífðarbúnaði. Þá er sérstök vakt á veirufræðideildinni sem mun rannsaka sýnin um leið og þau koma til Reykjavíkur og því gæti niðurstaða legið fyrir í nótt. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Gylfi að verkferlar yrðu skoðaðir við val úr bakvarðasveit. „Í þessu tilviki verður að líta til þess að það var verið að safna saman í bakvarðarsveit með mjög skömmum fyrirvara við fordæmalausar aðstæður. Við höfum alltaf treyst á fólk og gerðum allt sem sneri að þessum starfsmanni í góðri trú,“ sagði Gylfi. „Jú, maður þarf alltaf að vera á varðbergi. En ég held að allir skilji hvernig aðstæðurnar voru í þessu tilviki.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bolungarvík Tengdar fréttir Allir úr bakvarðasveitinni í Bolungarvík þurftu að fara á farsóttarheimili vegna konunnar sem var handtekin Allir úr bakvarðarsveit sem starfa á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík eru vistaðir á farsóttarheimili eftir að ein úr sveitinni var handtekin grunuð um skjalafals og þjófnað. 10. apríl 2020 19:17 Kona úr bakvarðasveit handtekin vegna gruns um skjalafals og lyfjastuld Lögreglan handtók konu úr bakvarðasveit heilbrigðisstofnunar Vestfjarða sem starfað hefur í vikunni á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík. 10. apríl 2020 14:06 Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Allir úr bakvarðasveitinni í Bolungarvík þurftu að fara á farsóttarheimili vegna konunnar sem var handtekin Allir úr bakvarðarsveit sem starfa á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík eru vistaðir á farsóttarheimili eftir að ein úr sveitinni var handtekin grunuð um skjalafals og þjófnað. 10. apríl 2020 19:17
Kona úr bakvarðasveit handtekin vegna gruns um skjalafals og lyfjastuld Lögreglan handtók konu úr bakvarðasveit heilbrigðisstofnunar Vestfjarða sem starfað hefur í vikunni á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík. 10. apríl 2020 14:06