Sjúklingur lést á Landspítala undanfarinn sólarhring vegna Covid-19 smits. Þetta kemur fram á vef Landspítalans.
Landspítalinn vottar aðstandendum sjúklingsins samúð í tilkynningunni.
Alls hafa því sjö látist vegna veirunnar. Alls hafa 1675 smit kórónuveirunnar greinst hér á landi.