Hefja almenna skimun fyrir veirunni á Ísafirði með pinnum frá Íslenskri erfðagreiningu Birgir Olgeirsson skrifar 9. apríl 2020 12:03 Skimunin hefst á Ísafirði eftir páska. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða ætlar að hefja almenna skimun fyrir kórónuveirunni á Ísafirði eftir páska. Veirupinnar frá Íslenskri erfðagreiningu hafa verið sendir vestur. 54 eru smitaðir á Vestfjörðum, 321 í sóttkví. Af þeim eru 32 smitaðir í Bolungarvík og 242 í sóttkví. Í Ísafjarðarbæ eru 22 smitaðir og 80 í sóttkví. Tveir hafa náð bata í þessum byggðarlögum. Tveir hafa verið fluttir frá Bolungarvík á sjúkrahúsið á Akureyri. Þá er einn Covid-sjúklingur á sjúkrahúsinu á Ísafirði. Á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík eru fjórir íbúar smitaðir og sex í sóttkví. Alls búa tíu á Bergi. Á starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða eru sýktir af kórónuveirunni, allir starfa þeir á Bergi. 22 starfsmenn á Bergi til viðbótar eru í sóttkví. Á landinu öllu hafa 1.616 greinst með veiruna og 4.195 í sóttkví. 30 nýsmit bættust við hópinn í gær en á sama tíma fjölgaði þeim sem hafa náð sér um 105. Sóttvarnalæknir sagði í gær að faraldurinn virtist hafa náð hámarki hér á landi en ekki væri tímabært að endurmeta aðgerðir. Spurður hvort faraldurinn hafi náð hámarki á Vestfjörðum svarar Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, að ekki hafi verið lagt formlegt mat á það. Aðgerðastjórn almannavarna Vestfjörðum mun hittast á helginni. Mún hún leggja mat á faraldurinn og hvort tilefni sé til að endurmeta aðgerðirnar. Ekki mega fleiri en fimm koma saman á Norðanverðum Vestjförðum og skólar lokaðir. Eftir páska verður hins vegar byrjað að skima fyrir veirunni meðal almennings á Ísafirði með veirupinnum frá Íslenskri erfðagreiningu. „Við ætlum að nota páskahelgina til að undirbúa það, byrjum á Ísafirði og í kjölfarið förum við til Patreksfjarðar til að skima meðal almennings,“ segir Gylfi Ólafsson. Á sunnanverðum Vestfjörðum hefur enginn greinst með veiruna, þess vegna verður skimað síðar á Patreksfirði. Gylfi segir ró vera að færast á ástandið á norðanverðum Vestfjörðum. „Það hefur verið að koma svona smá ró á þetta, bætt og breytt verklag sem tengist því að annast fólkið sem er í sóttkví og einangrun, smitum fjölgar lítið eitt í fjórðungnum, það er lítið fréttnæmt þannig lagað, miðað við hvað hefur verið mikið að gerast, síðustu vikuna,“ segir Gylfi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísafjarðarbær Íslensk erfðagreining Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða ætlar að hefja almenna skimun fyrir kórónuveirunni á Ísafirði eftir páska. Veirupinnar frá Íslenskri erfðagreiningu hafa verið sendir vestur. 54 eru smitaðir á Vestfjörðum, 321 í sóttkví. Af þeim eru 32 smitaðir í Bolungarvík og 242 í sóttkví. Í Ísafjarðarbæ eru 22 smitaðir og 80 í sóttkví. Tveir hafa náð bata í þessum byggðarlögum. Tveir hafa verið fluttir frá Bolungarvík á sjúkrahúsið á Akureyri. Þá er einn Covid-sjúklingur á sjúkrahúsinu á Ísafirði. Á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík eru fjórir íbúar smitaðir og sex í sóttkví. Alls búa tíu á Bergi. Á starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða eru sýktir af kórónuveirunni, allir starfa þeir á Bergi. 22 starfsmenn á Bergi til viðbótar eru í sóttkví. Á landinu öllu hafa 1.616 greinst með veiruna og 4.195 í sóttkví. 30 nýsmit bættust við hópinn í gær en á sama tíma fjölgaði þeim sem hafa náð sér um 105. Sóttvarnalæknir sagði í gær að faraldurinn virtist hafa náð hámarki hér á landi en ekki væri tímabært að endurmeta aðgerðir. Spurður hvort faraldurinn hafi náð hámarki á Vestfjörðum svarar Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, að ekki hafi verið lagt formlegt mat á það. Aðgerðastjórn almannavarna Vestfjörðum mun hittast á helginni. Mún hún leggja mat á faraldurinn og hvort tilefni sé til að endurmeta aðgerðirnar. Ekki mega fleiri en fimm koma saman á Norðanverðum Vestjförðum og skólar lokaðir. Eftir páska verður hins vegar byrjað að skima fyrir veirunni meðal almennings á Ísafirði með veirupinnum frá Íslenskri erfðagreiningu. „Við ætlum að nota páskahelgina til að undirbúa það, byrjum á Ísafirði og í kjölfarið förum við til Patreksfjarðar til að skima meðal almennings,“ segir Gylfi Ólafsson. Á sunnanverðum Vestfjörðum hefur enginn greinst með veiruna, þess vegna verður skimað síðar á Patreksfirði. Gylfi segir ró vera að færast á ástandið á norðanverðum Vestfjörðum. „Það hefur verið að koma svona smá ró á þetta, bætt og breytt verklag sem tengist því að annast fólkið sem er í sóttkví og einangrun, smitum fjölgar lítið eitt í fjórðungnum, það er lítið fréttnæmt þannig lagað, miðað við hvað hefur verið mikið að gerast, síðustu vikuna,“ segir Gylfi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísafjarðarbær Íslensk erfðagreining Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent