Lítill hluti af þjóðinni hefur tekið smit, meirihlutinn enn móttækilegur Jóhann K. Jóhannsson skrifar 8. apríl 2020 18:30 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir Lögreglan Sóttvarnalæknir telur að kórónuveirufaraldurinn hafi náð toppi á landsvísu. Hann segir samt að enn sé of snemmt að slaka á takmörkunum og lítið þurfi til svo að faraldurinn nái sér aftur á strik. Á daglegum upplýsingafundi Almannavarna og Landlæknis í dag kom fram að þrjátíu ný kórónuveirusmit hafi greinst hér á landi síðasta sólarhringinn og í heildina væru 1616 smit hér á landi. Þrjátíu og níu liggja inni á spítala vegna veirunnar og þó nokkrir eru alvarlega veikir og á gjörgæslu. Níu á Landspítalanum þar af sex á öndunarvél og tveir á sjúkrahúsinu á Akureyri, þar af einn á öndunarvél. Lang flest sýni sem greinst hafa jákvæð voru á höfuðborgarsvæðinu en engin hefur greinst á Austurlandi, Suðurlandi, utan Vestmannaeyja, og á Suðurnesjum síðasta sólarhringinn. Frá upplýsingafundi Almannavarna og Landlæknis í dag.Mynd/Lögreglan Erum jafnvel aðeins á niðurleið „Eins og staðan er núna þá virðist toppnum vera náð á landsvísu. Það þýðir ekki það að það geti ekki komið upp hósýkingar, þannig að við þurfum að passa okkur áfram. Tölurnar benda hins vegar til þess að við séum komin á toppinn og jafnvel aðeins á niðurleið og vonandi heldur sú þróun áfram,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Það sé þegar fjöldi þeirra sem hefur batnað er meiri en fjöldi nýgreindar smita. Þórólfur segir að of snemmt sé að létta á aðgerðum þó staðan sé að batna. Álag á heilbrigðiskerfið komi ekki til með að ná toppi fyrr en eftir um tíu daga. Samkomubanni þurfi að vara áfram. „Ég held að við þurfum að halda út þangað til og við munum fljótlega eftir páska kynna hvað sé í vændum eftir 4. maí,“ segir Þórólfur. Engin marktæk breyting hefur orðið á Vestfjörðum síðan í gær. Ástandið á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík er stöðugt en fjórir sem þar dvelja eru smitaðir af kórónuveirunni. Þá hafa komið upp smit hjá starfsmönnum á tveimur dvalar- og hjúkrunarheimilum í Reykjavík svo vitað sé, Grund og Sóltúni. Þar hafa stafsmenn verið settir í einangrun eða sóttkví. Litlar líkur eru taldar á að smit hafi borist til heimilismanna. Vel sé fylgst með þróun mála á þessum stöðum. Þórólfur segir að þjóðin verði að halda samkomubannið til 4. maí.Vísir/Vilhelm Verðum að aflétta takmörkunum og banni í skrefum Þórólfur segir áríðandi að samkomubann og ferðatakmörkunum verði aflétt í skrefum meðal annars til þess að vernda þennan hóp. „Vegna þess að ef við myndum stoppa allt saman og hætta öllu þá væri mjög líklegt að við fengjum bara annan faraldur. Ég held að það sé mjög lítill hluti af þjóðinni sem hefur tekið þetta smit þannig að meirihlutinn er enn þá móttækilegur,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Gætu bannað komur skemmtiferðaskipa eða takmarkað komu farþega Til skoðunar er hvort að banna eigi komur skemmtiferðaskipa til landsins eða setja takmarkanir á hvaða farþegar geta komið í land til að fyrirbyggja að kórónuveirusmit berist hingað til lands með þeim, að sögn Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. 8. apríl 2020 15:25 Faraldurinn hefur náð hápunkti Kórónuveirufaraldurinn er búinn að ná hámarki sínu á Íslandi og er á niðurleið, að mati Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. Fleiri ná sér nú af smiti en greinast með veiruna á hverjum degi. 8. apríl 2020 14:11 Svona var 39. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn í dag 8. apríl klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 8. apríl 2020 13:21 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Sóttvarnalæknir telur að kórónuveirufaraldurinn hafi náð toppi á landsvísu. Hann segir samt að enn sé of snemmt að slaka á takmörkunum og lítið þurfi til svo að faraldurinn nái sér aftur á strik. Á daglegum upplýsingafundi Almannavarna og Landlæknis í dag kom fram að þrjátíu ný kórónuveirusmit hafi greinst hér á landi síðasta sólarhringinn og í heildina væru 1616 smit hér á landi. Þrjátíu og níu liggja inni á spítala vegna veirunnar og þó nokkrir eru alvarlega veikir og á gjörgæslu. Níu á Landspítalanum þar af sex á öndunarvél og tveir á sjúkrahúsinu á Akureyri, þar af einn á öndunarvél. Lang flest sýni sem greinst hafa jákvæð voru á höfuðborgarsvæðinu en engin hefur greinst á Austurlandi, Suðurlandi, utan Vestmannaeyja, og á Suðurnesjum síðasta sólarhringinn. Frá upplýsingafundi Almannavarna og Landlæknis í dag.Mynd/Lögreglan Erum jafnvel aðeins á niðurleið „Eins og staðan er núna þá virðist toppnum vera náð á landsvísu. Það þýðir ekki það að það geti ekki komið upp hósýkingar, þannig að við þurfum að passa okkur áfram. Tölurnar benda hins vegar til þess að við séum komin á toppinn og jafnvel aðeins á niðurleið og vonandi heldur sú þróun áfram,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Það sé þegar fjöldi þeirra sem hefur batnað er meiri en fjöldi nýgreindar smita. Þórólfur segir að of snemmt sé að létta á aðgerðum þó staðan sé að batna. Álag á heilbrigðiskerfið komi ekki til með að ná toppi fyrr en eftir um tíu daga. Samkomubanni þurfi að vara áfram. „Ég held að við þurfum að halda út þangað til og við munum fljótlega eftir páska kynna hvað sé í vændum eftir 4. maí,“ segir Þórólfur. Engin marktæk breyting hefur orðið á Vestfjörðum síðan í gær. Ástandið á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík er stöðugt en fjórir sem þar dvelja eru smitaðir af kórónuveirunni. Þá hafa komið upp smit hjá starfsmönnum á tveimur dvalar- og hjúkrunarheimilum í Reykjavík svo vitað sé, Grund og Sóltúni. Þar hafa stafsmenn verið settir í einangrun eða sóttkví. Litlar líkur eru taldar á að smit hafi borist til heimilismanna. Vel sé fylgst með þróun mála á þessum stöðum. Þórólfur segir að þjóðin verði að halda samkomubannið til 4. maí.Vísir/Vilhelm Verðum að aflétta takmörkunum og banni í skrefum Þórólfur segir áríðandi að samkomubann og ferðatakmörkunum verði aflétt í skrefum meðal annars til þess að vernda þennan hóp. „Vegna þess að ef við myndum stoppa allt saman og hætta öllu þá væri mjög líklegt að við fengjum bara annan faraldur. Ég held að það sé mjög lítill hluti af þjóðinni sem hefur tekið þetta smit þannig að meirihlutinn er enn þá móttækilegur,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Gætu bannað komur skemmtiferðaskipa eða takmarkað komu farþega Til skoðunar er hvort að banna eigi komur skemmtiferðaskipa til landsins eða setja takmarkanir á hvaða farþegar geta komið í land til að fyrirbyggja að kórónuveirusmit berist hingað til lands með þeim, að sögn Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. 8. apríl 2020 15:25 Faraldurinn hefur náð hápunkti Kórónuveirufaraldurinn er búinn að ná hámarki sínu á Íslandi og er á niðurleið, að mati Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. Fleiri ná sér nú af smiti en greinast með veiruna á hverjum degi. 8. apríl 2020 14:11 Svona var 39. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn í dag 8. apríl klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 8. apríl 2020 13:21 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Gætu bannað komur skemmtiferðaskipa eða takmarkað komu farþega Til skoðunar er hvort að banna eigi komur skemmtiferðaskipa til landsins eða setja takmarkanir á hvaða farþegar geta komið í land til að fyrirbyggja að kórónuveirusmit berist hingað til lands með þeim, að sögn Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. 8. apríl 2020 15:25
Faraldurinn hefur náð hápunkti Kórónuveirufaraldurinn er búinn að ná hámarki sínu á Íslandi og er á niðurleið, að mati Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. Fleiri ná sér nú af smiti en greinast með veiruna á hverjum degi. 8. apríl 2020 14:11
Svona var 39. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn í dag 8. apríl klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 8. apríl 2020 13:21