Borgarleikhúsið heldur áfram að bjóða upp á streymi í samkomubanni.
Í kvöld verður boðið upp á beint streymi frá leiklestri á verkinu Tengdó, sem sett var upp í Borgarleikhúsinu í samstarfi við CommonNonsense árið 2012 og hlaut þrenn Grímuverðlaun sama ár. Þau Valur Freyr Einarsson, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Halldór Gylfason og Halldóra Geirharðsdóttir lesa. Streymið hefst klukkan 20 og má sjá í spilaranum hér að neðan.
Framundan í Borgó í beinni
Á morgun verður botninn sleginn í streymisdagskrá Borgarleikhússins þar sem þau Katrín Halldóra Sigurðardóttir, Björgvin Franz Gíslason og Katla Margrét Þorgeirsdóttir taka vel valin lög úr eftirminnilega söngleiknum Ellý sem gekk fyrir fullu húsi í þrjú leikár og var sýnd yfir 220 sinnum. Þau ljúka þar með streymisdagskrá Borgó í beinni í samkomubanni. Það streymi hefst klukkan 20 annað kvöld.