Coviskubit Ragga Nagli skrifar 10. apríl 2020 13:00 Ragnhildur Þórðardóttir, Ragga Nagli, skrifar pistla um heilsu á Vísi. Vísir/Vilhelm Þú opnar Facebook. Kórónustatusar blasa við þér. „Dagur 14 í sóttkví. Gerðum æðislegan brunch og bökuðum speltbollur.“ „Fjöllan búin með fjögur púsluspil“ „Föndruðum skeljakassa eftir fjöruferð“ „Allir saman í Öskjuhlíð í Náttúrubingó“ Þú rétt náðir hálftíma með barninu á róló í gær. Þú horfir á vegginn sem barnið þitt tússaði á meðan þú varst fastur á símafundi. Barnið þitt fékk fjarstýringu í hönd og kláraði Netflix og Youtube svo þú gætir klárað ársreikninga. Eina sem hefur verið föndrað er að teipa aftur allar skúffur og skápa til að koma í veg fyrir að krakkinn fari hamförum. Cheerios beint uppúr pakkanum Framkvæmdaklám á Facebook er allsráðandi. „Kláruðum loksins baðherbergið“ „Geymslutiltekt í sóttkví“ „Búin að þrífa fjóra eldhússkápa fyrir hádegi.“ Eina sem þú ert búinn með eru fjórar máltíðir ..... bara fyrir hádegi. Þú hefur ekki séð botninn á eldhúsvaskinum í heila viku. Óhreinatauskarfan gubbar útúr sér spjörunum. MYND/Ragga nagli Lóa vinkona bjó til tröllaleir og eyddi kvöldstund með familíunni að búa til allskonar fígúrur. Þú lokaðir þig af á klósettinu í gærkvöldi til að fá tvær mínútur í friði. Sérð á speglinum að barnið hefur komist í meiköppdótið þitt. Á Instagramm eru myndir af börnum í pikknikk á stofugólfinu. Barnið þitt borðaði Cheerios beint uppúr pakkanum meðan þú kláraðir skýrslu. Allir sitja saman í hring með bók í hönd. “Lesum saman í heimavistinni” Eina sem barnið þitt las í gær var íslenskur texti á teiknimynd í sjónvarpinu. Instagramm myndir af sameiginlegum hnallþórubakstri Myllumerkin #stuðkví #gamansaman vekja hjá þér samviskubit. Þú ert þjakaður af Coviskubiti. Af hverju er ég ekki að nýta þennan tíma til meiri samvista með börnunum? Af hverju er ég ekki í stuðkví eins og allir aðrir? Af hverju er ég ekki að lesa meira, taka til í skúrnum, dytta að pallinum, fara í gönguferðir, hekla, prjóna og læra arabísku á netinu. Sexý statusar eða sótsvartur veruleiki? En veruleikinn þinn er í takt við það sem 90% eru að ganga í gegnum núna. Sumir eru í fullri vinnu heima. Sumir eru í framlínunni á spítölunum að hjúkra sjúkum. Sumir hafa þurft að gerast kennarar barna sinna á einni nóttu. Sumir eru í raun kennarar og þurft að feta sig áfram í fjarfundakennslubúnaði. Sumir eru að skoða nýja möguleika eftir að hafa misst vinnuna. Sumir eru að hjúkra ástvinum sínum heima. Það skrifar enginn sexý status um að henda sér í sófann á kvöldin að horfa á samkynhneigðan tígrisdýrakóng með vafasama hárgreiðslu í miðríkjum Bandaríkjanna. Það rata engir pistlar á netið að vopna sig fjarstýringu í annarri og hvítvín í hinni eftir heilan dag að sinna vinnu við borðstofuborðið, googla stærðfræði fyrir 12 ára til að stauta þig fram úr heimavinnu, hrista skankana á stofugólfinu, elda mat, ganga frá, setja í uppþvottavél og þvo þvott. En þessi verkefni eru stundum það eina sem við erum aflögu fær. Það eina sem þarf til að lifa dagana af. Myllumerkin #alltíþroti #lifadaginnaf eru ekki samfélagsmiðlavænir. Myndir af börnum flatmagandi á gólfinu með smettið borað í símaskjá meðan þú situr sveittur við tölvuna fá ekki mörg læks. Gerum ekki Coviskubit að nýjum faraldri Það verður engin verðlaunaafhending eftir COVID-19 heimavistina fyrir að baka sem flestar möffins, prjóna peysur og mála pallinn. Það eru allir að skakklappast í gegnum þetta ástand á sinn hátt. Það er hver og einn að finna sinn takt að kljást við nýjan hversdag, og og það er engin einn taktur betri en annar. Sumir finna gleði í að festa upp skápa. Aðrir díla við daginn með að hringja bara nokkur símtöl og lakka táneglurnar. Smánum ekki aðferðir annarra. Gerum ekki Coviskubit að nýjum faraldri. #fokkcoviskubit #nógugott Heilsa Ragga nagli Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Stjörnum prýdd kynning enska boltans Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Sjá meira
Þú opnar Facebook. Kórónustatusar blasa við þér. „Dagur 14 í sóttkví. Gerðum æðislegan brunch og bökuðum speltbollur.“ „Fjöllan búin með fjögur púsluspil“ „Föndruðum skeljakassa eftir fjöruferð“ „Allir saman í Öskjuhlíð í Náttúrubingó“ Þú rétt náðir hálftíma með barninu á róló í gær. Þú horfir á vegginn sem barnið þitt tússaði á meðan þú varst fastur á símafundi. Barnið þitt fékk fjarstýringu í hönd og kláraði Netflix og Youtube svo þú gætir klárað ársreikninga. Eina sem hefur verið föndrað er að teipa aftur allar skúffur og skápa til að koma í veg fyrir að krakkinn fari hamförum. Cheerios beint uppúr pakkanum Framkvæmdaklám á Facebook er allsráðandi. „Kláruðum loksins baðherbergið“ „Geymslutiltekt í sóttkví“ „Búin að þrífa fjóra eldhússkápa fyrir hádegi.“ Eina sem þú ert búinn með eru fjórar máltíðir ..... bara fyrir hádegi. Þú hefur ekki séð botninn á eldhúsvaskinum í heila viku. Óhreinatauskarfan gubbar útúr sér spjörunum. MYND/Ragga nagli Lóa vinkona bjó til tröllaleir og eyddi kvöldstund með familíunni að búa til allskonar fígúrur. Þú lokaðir þig af á klósettinu í gærkvöldi til að fá tvær mínútur í friði. Sérð á speglinum að barnið hefur komist í meiköppdótið þitt. Á Instagramm eru myndir af börnum í pikknikk á stofugólfinu. Barnið þitt borðaði Cheerios beint uppúr pakkanum meðan þú kláraðir skýrslu. Allir sitja saman í hring með bók í hönd. “Lesum saman í heimavistinni” Eina sem barnið þitt las í gær var íslenskur texti á teiknimynd í sjónvarpinu. Instagramm myndir af sameiginlegum hnallþórubakstri Myllumerkin #stuðkví #gamansaman vekja hjá þér samviskubit. Þú ert þjakaður af Coviskubiti. Af hverju er ég ekki að nýta þennan tíma til meiri samvista með börnunum? Af hverju er ég ekki í stuðkví eins og allir aðrir? Af hverju er ég ekki að lesa meira, taka til í skúrnum, dytta að pallinum, fara í gönguferðir, hekla, prjóna og læra arabísku á netinu. Sexý statusar eða sótsvartur veruleiki? En veruleikinn þinn er í takt við það sem 90% eru að ganga í gegnum núna. Sumir eru í fullri vinnu heima. Sumir eru í framlínunni á spítölunum að hjúkra sjúkum. Sumir hafa þurft að gerast kennarar barna sinna á einni nóttu. Sumir eru í raun kennarar og þurft að feta sig áfram í fjarfundakennslubúnaði. Sumir eru að skoða nýja möguleika eftir að hafa misst vinnuna. Sumir eru að hjúkra ástvinum sínum heima. Það skrifar enginn sexý status um að henda sér í sófann á kvöldin að horfa á samkynhneigðan tígrisdýrakóng með vafasama hárgreiðslu í miðríkjum Bandaríkjanna. Það rata engir pistlar á netið að vopna sig fjarstýringu í annarri og hvítvín í hinni eftir heilan dag að sinna vinnu við borðstofuborðið, googla stærðfræði fyrir 12 ára til að stauta þig fram úr heimavinnu, hrista skankana á stofugólfinu, elda mat, ganga frá, setja í uppþvottavél og þvo þvott. En þessi verkefni eru stundum það eina sem við erum aflögu fær. Það eina sem þarf til að lifa dagana af. Myllumerkin #alltíþroti #lifadaginnaf eru ekki samfélagsmiðlavænir. Myndir af börnum flatmagandi á gólfinu með smettið borað í símaskjá meðan þú situr sveittur við tölvuna fá ekki mörg læks. Gerum ekki Coviskubit að nýjum faraldri Það verður engin verðlaunaafhending eftir COVID-19 heimavistina fyrir að baka sem flestar möffins, prjóna peysur og mála pallinn. Það eru allir að skakklappast í gegnum þetta ástand á sinn hátt. Það er hver og einn að finna sinn takt að kljást við nýjan hversdag, og og það er engin einn taktur betri en annar. Sumir finna gleði í að festa upp skápa. Aðrir díla við daginn með að hringja bara nokkur símtöl og lakka táneglurnar. Smánum ekki aðferðir annarra. Gerum ekki Coviskubit að nýjum faraldri. #fokkcoviskubit #nógugott
Heilsa Ragga nagli Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Stjörnum prýdd kynning enska boltans Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Sjá meira