Framleiddu íslenska hönnun á einangrunarhjúp á fjórum dögum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 7. apríl 2020 21:30 Ferða- og einangrunarhjúpurinn kemur í veg fyrir að Covid19 smitaður einstaklingur smiti út frá sér þegar hann er fluttur á milli staða. Vísir/Einar Á. Stoðtækjafyrirtækið Össur hefur framleitt fyrir Landspítalann fimm ferða- og einangrunarhjúpa vegna kórónuveirufaraldursins. Hjúpurinn kemur í veg fyrir smit þegar fólk er flutt á milli staða. Vöruhönnuður segir tækið þegar hafa sannað sig. Fyrir tæpum tveimur vikum fékk stoðtækjafyrirtækið Össur beiðni um hvort fyrirtækið gæti komið að framleiðslu á ferða- og einangrunarhjúpum sem notaðir eru við flutning á Covid19-smituðum án þess smithætta sé til staðar. Fáir slíkir hjúpar eru til hér á landi og hafði Landspítalinn pantað fleiri frá birgja erlendis en afhendingartími var óljós. Því var leitað annarra ráða en Össur hafði áður komið til hjálpar með að útvega pinna sem notaðir eru við sýnatöku vegna veirunnar. Ferða- og einangrunarhjúpur sem stoðtækjafyrirtækið Össur framleiddi.Vísir/Einar Á. Vel tekið í beiðni Landspítalans „Það fór bara allt af stað. Það stukku allir til. Við erum hérna lítið teymi sem að keyrum á þetta að fullu og fáum aðstoð í öllu húsinu,“ segir Lárus Gunnsteinsson, vöruhönnuður hjá Össuri. Tveimur dögum síðar hafi fyrsti hjúpurinn verið afhentur og síðan þá fleiri verið framleiddir. Eðli málsins samkvæmt þurfum lækninga- og hjúkrunarvörur að fara í gegnum margra mánaða samþykktarferli. Það hafi ekki þurft í þessu tilfelli. „Lögfræðingar beggja fyrirtækjanna, Össurar og Landspítalans þeir sömu um það og gæðaeftirlit okkar fór í gegnum það. Núna erum við að bjarga mannslífum en hins vegar, og til þess að árétta það, að þá kunnum við þetta. Það eru hlutir í þessu sem við erum með hér er betra heldur en það sem fæst og er framleitt sem lækningatæki,“ segir Lárus. Þrátt fyrir mikla eftirspurn eftir vöru sem þessari í heiminum hefur ekki verið tekin ákvörðun um frekari framleiðslu. „Ég veit það ekki. Það er kannski annarra að ákveða það. Þetta er kannski ekki það sem við höfum verið í, en maður veit aldrei sína ævi,“ segir Lárus og bætir við að þótt fáir dagar séu liðnir sé þegar komin góð reynsla á hjúpnum hjá Landspítalanum. „Þessi fyrst sem við gerðum, það tók okkur fjóra daga að teikna og búa hann til og á honum byggjum við hina. Við fórum með hann á Landspítalann fyrir viku. Tókum hann svo til baka á laugardaginn. Hann leit úr fyrir að vera mikið notaður. Við erum að endurbæta hann, þannig að þetta er greinilega mikið notað,“ segir Lárus. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Stoðtækjafyrirtækið Össur hefur framleitt fyrir Landspítalann fimm ferða- og einangrunarhjúpa vegna kórónuveirufaraldursins. Hjúpurinn kemur í veg fyrir smit þegar fólk er flutt á milli staða. Vöruhönnuður segir tækið þegar hafa sannað sig. Fyrir tæpum tveimur vikum fékk stoðtækjafyrirtækið Össur beiðni um hvort fyrirtækið gæti komið að framleiðslu á ferða- og einangrunarhjúpum sem notaðir eru við flutning á Covid19-smituðum án þess smithætta sé til staðar. Fáir slíkir hjúpar eru til hér á landi og hafði Landspítalinn pantað fleiri frá birgja erlendis en afhendingartími var óljós. Því var leitað annarra ráða en Össur hafði áður komið til hjálpar með að útvega pinna sem notaðir eru við sýnatöku vegna veirunnar. Ferða- og einangrunarhjúpur sem stoðtækjafyrirtækið Össur framleiddi.Vísir/Einar Á. Vel tekið í beiðni Landspítalans „Það fór bara allt af stað. Það stukku allir til. Við erum hérna lítið teymi sem að keyrum á þetta að fullu og fáum aðstoð í öllu húsinu,“ segir Lárus Gunnsteinsson, vöruhönnuður hjá Össuri. Tveimur dögum síðar hafi fyrsti hjúpurinn verið afhentur og síðan þá fleiri verið framleiddir. Eðli málsins samkvæmt þurfum lækninga- og hjúkrunarvörur að fara í gegnum margra mánaða samþykktarferli. Það hafi ekki þurft í þessu tilfelli. „Lögfræðingar beggja fyrirtækjanna, Össurar og Landspítalans þeir sömu um það og gæðaeftirlit okkar fór í gegnum það. Núna erum við að bjarga mannslífum en hins vegar, og til þess að árétta það, að þá kunnum við þetta. Það eru hlutir í þessu sem við erum með hér er betra heldur en það sem fæst og er framleitt sem lækningatæki,“ segir Lárus. Þrátt fyrir mikla eftirspurn eftir vöru sem þessari í heiminum hefur ekki verið tekin ákvörðun um frekari framleiðslu. „Ég veit það ekki. Það er kannski annarra að ákveða það. Þetta er kannski ekki það sem við höfum verið í, en maður veit aldrei sína ævi,“ segir Lárus og bætir við að þótt fáir dagar séu liðnir sé þegar komin góð reynsla á hjúpnum hjá Landspítalanum. „Þessi fyrst sem við gerðum, það tók okkur fjóra daga að teikna og búa hann til og á honum byggjum við hina. Við fórum með hann á Landspítalann fyrir viku. Tókum hann svo til baka á laugardaginn. Hann leit úr fyrir að vera mikið notaður. Við erum að endurbæta hann, þannig að þetta er greinilega mikið notað,“ segir Lárus.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira