Vilja að ríkið eignist hlut í fyrirtækjum sem fá yfir 100 milljóna stuðning Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. maí 2020 14:41 Drífa Snædal forseti ASÍ kynnir tillögur sambandsins á fundi í Gerðarsafni klukkan 14. Vísir/vilhelm Alþýðusamband Íslands vill að hægt verði að nýta hlutabótaleiðina svokölluðu þangað til „þess er ekki lengur þörf“. Þá vill sambandið að grunnatvinnuleysisbætur verði hækkaðar í 335 þúsund krónur þegar í stað, atvinnuleysisbætur séu tryggðar námsmönnum og að skilyrði séu sett fyrir öllum opinberum stuðningi við fyrirtæki á tímum kórónuveirunnar, þar á meðal þess efnis að ríkið eignist hlut í fyrirtæki fari opinber stuðningur yfir 100 milljónir. Þetta er á meðal þess sem ASÍ lagði til á blaðamannafundi í Gerðarsafni nú á þriðja tímanum undir yfirskriftinni Rétta leiðin – frá kreppu til lífsgæða. Þar kynnti sambandið tillögur sínar um aðgerðir til að bregðast við faraldri kórónuveiru, sem farið hefur hörðum höndum um efnahagslíf landsins. ASÍ vill að m.a. verði ráðist í svokallaðar bráðaaðgerðir sem eigi að koma í veg fyrir skyndiáföll vegna tekjumissis sem geta haft afleiðingar til langs tíma. „Þá þarf að skilyrða framlög til einkaaðila úr opinberum sjóðum til að vernda almannahag og hagsmuni komandi kynslóða,“ segir í tilkynningu ASÍ um málið. Afkomuvernd fyrir fólk í sóttkví og hærri húsaleigubætur Þannig leggur ASÍ til að ákvæði um hlutabætur atvinnuleysistrygginga sé virkt „þar til þess er ekki lengur þörf“. Núverandi fyrirkomulag gerir ráð fyrir að hlutabótaleiðin verði í boði til 1. ágúst næstkomandi. Þá vill sambandið að hópar sem hafa fallið utan laga um laun í sóttkví hljóti afkomuvernd þegar í stað. Einnig er lagt til að grunnatvinnuleysisbætur verði hækkaðar í 335.000 þegar í stað, tímabil tekjutengdra atvinnuleysisbóta lengt úr þremur í sex mánuði og greiðslur vegna barna hækkaðar. Grunnatvinnuleysisbætur nú eru 289.510 krónur á mánuði miðað við 100% bótarétt. Þá verði komið í veg fyrir að lántakendur húsnæðislána og leigjendur greiði kostnað vegna mögulegrar verðbólgu með því að frysta tengingu við vísitölu. Einnig öðlist leigjendur sem hafa orðið fyrir miklu tekjufalli tímabundinn rétt til hærri húsaleigubóta og að námsmönnum séu tryggðar atvinnuleysisbætur fái þeir ekki sumarstörf. Skilyrði sett fyrirtækjum ASÍ leggur jafnframt til að skýr skilyrði verði þegar í stað sett á allan opinberan stuðning við fyrirtæki á tímum kórónuveiru. Þau eru eftirfarandi: • Fjárhagsvandi sé kominn til vegna áhrifa COVID-19 kreppunnar. • Fyrirtæki sýni fram á að þau fylgi kjarasamningum, hafi ekki gerst sek um launaþjófnað og stundi ekki félagsleg undirboð. • Eigendur hafi þegar nýtt eigin bjargir og stuðningur nýtist gagngert til að viðhalda störfum og skapa ný. • Girt sé fyrir arðgreiðslur, óumsamda kaupauka og kaup í eigin hlutbréfum hjá fyrirtækjum sem njóta opinberrar aðstoðar og fyrirgreiðslu. • Fyrirtæki hafi skilað inn skráningu yfir raunverulega eigendur samkvæmt lögum og að þau eða eigendur þeirra notist ekki við skattaskjól. • Laun æðstu stjórnenda innan viðkomandi fyrirtækis séu ekki hærri en þreföld meðallaun, miðað við meðaltal heildarlauna fullvinnandi launafólks skv. mælingum Hagstofunnar. • Fyrirtæki sem misnota úrræði stjórnvalda sæti viðurlögum. • Frumvarp um gjaldþrotaskipti til að stöðva kennitöluflakk verði lagt fram á Alþingi þegar í stað, í samræmi við fyrirheit stjórnvalda. • Nemi opinber stuðningur 100 milljónum króna eða meira eignist ríkið hlut í viðkomandi fyrirtæki til samræmis við framlag sitt. Hér að neðan má nálgast tillögurnar sem ASÍ kynnti á fundinum í heild. ASI-RettaLeidin-skjakynningPDF194KBSækja skjal ASI-RettaLeidin-baeklingurPDF206KBSækja skjal Kjaramál Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Fleiri fréttir Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Sjá meira
Alþýðusamband Íslands vill að hægt verði að nýta hlutabótaleiðina svokölluðu þangað til „þess er ekki lengur þörf“. Þá vill sambandið að grunnatvinnuleysisbætur verði hækkaðar í 335 þúsund krónur þegar í stað, atvinnuleysisbætur séu tryggðar námsmönnum og að skilyrði séu sett fyrir öllum opinberum stuðningi við fyrirtæki á tímum kórónuveirunnar, þar á meðal þess efnis að ríkið eignist hlut í fyrirtæki fari opinber stuðningur yfir 100 milljónir. Þetta er á meðal þess sem ASÍ lagði til á blaðamannafundi í Gerðarsafni nú á þriðja tímanum undir yfirskriftinni Rétta leiðin – frá kreppu til lífsgæða. Þar kynnti sambandið tillögur sínar um aðgerðir til að bregðast við faraldri kórónuveiru, sem farið hefur hörðum höndum um efnahagslíf landsins. ASÍ vill að m.a. verði ráðist í svokallaðar bráðaaðgerðir sem eigi að koma í veg fyrir skyndiáföll vegna tekjumissis sem geta haft afleiðingar til langs tíma. „Þá þarf að skilyrða framlög til einkaaðila úr opinberum sjóðum til að vernda almannahag og hagsmuni komandi kynslóða,“ segir í tilkynningu ASÍ um málið. Afkomuvernd fyrir fólk í sóttkví og hærri húsaleigubætur Þannig leggur ASÍ til að ákvæði um hlutabætur atvinnuleysistrygginga sé virkt „þar til þess er ekki lengur þörf“. Núverandi fyrirkomulag gerir ráð fyrir að hlutabótaleiðin verði í boði til 1. ágúst næstkomandi. Þá vill sambandið að hópar sem hafa fallið utan laga um laun í sóttkví hljóti afkomuvernd þegar í stað. Einnig er lagt til að grunnatvinnuleysisbætur verði hækkaðar í 335.000 þegar í stað, tímabil tekjutengdra atvinnuleysisbóta lengt úr þremur í sex mánuði og greiðslur vegna barna hækkaðar. Grunnatvinnuleysisbætur nú eru 289.510 krónur á mánuði miðað við 100% bótarétt. Þá verði komið í veg fyrir að lántakendur húsnæðislána og leigjendur greiði kostnað vegna mögulegrar verðbólgu með því að frysta tengingu við vísitölu. Einnig öðlist leigjendur sem hafa orðið fyrir miklu tekjufalli tímabundinn rétt til hærri húsaleigubóta og að námsmönnum séu tryggðar atvinnuleysisbætur fái þeir ekki sumarstörf. Skilyrði sett fyrirtækjum ASÍ leggur jafnframt til að skýr skilyrði verði þegar í stað sett á allan opinberan stuðning við fyrirtæki á tímum kórónuveiru. Þau eru eftirfarandi: • Fjárhagsvandi sé kominn til vegna áhrifa COVID-19 kreppunnar. • Fyrirtæki sýni fram á að þau fylgi kjarasamningum, hafi ekki gerst sek um launaþjófnað og stundi ekki félagsleg undirboð. • Eigendur hafi þegar nýtt eigin bjargir og stuðningur nýtist gagngert til að viðhalda störfum og skapa ný. • Girt sé fyrir arðgreiðslur, óumsamda kaupauka og kaup í eigin hlutbréfum hjá fyrirtækjum sem njóta opinberrar aðstoðar og fyrirgreiðslu. • Fyrirtæki hafi skilað inn skráningu yfir raunverulega eigendur samkvæmt lögum og að þau eða eigendur þeirra notist ekki við skattaskjól. • Laun æðstu stjórnenda innan viðkomandi fyrirtækis séu ekki hærri en þreföld meðallaun, miðað við meðaltal heildarlauna fullvinnandi launafólks skv. mælingum Hagstofunnar. • Fyrirtæki sem misnota úrræði stjórnvalda sæti viðurlögum. • Frumvarp um gjaldþrotaskipti til að stöðva kennitöluflakk verði lagt fram á Alþingi þegar í stað, í samræmi við fyrirheit stjórnvalda. • Nemi opinber stuðningur 100 milljónum króna eða meira eignist ríkið hlut í viðkomandi fyrirtæki til samræmis við framlag sitt. Hér að neðan má nálgast tillögurnar sem ASÍ kynnti á fundinum í heild. ASI-RettaLeidin-skjakynningPDF194KBSækja skjal ASI-RettaLeidin-baeklingurPDF206KBSækja skjal
Kjaramál Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Fleiri fréttir Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Sjá meira