Ánægð með ráðherra VG sem lögðust gegn hugmyndum um framkvæmdir á vegum NATO Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. maí 2020 13:19 Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG, er varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis. Vísir/Vilhelm Rósa Björk Brynjólfsdóttir, varaformaður utanríkismálanefndar, segir að hugmyndir um framkvæmdir á vegum Atlantshafsbandalagsins á Suðurnesjum hafi ekki verið formlega ræddar á vettvangi þingsins. Hún fagnar því að ráðherrar Vinstri grænna hafi hafnað hugmyndum þess efnis. Nokkuð lengi hefur verið talað um að ráðast þurfi í viðhald og uppfærslu á hluta þeirrar aðstöðu í Keflavík sem Ísland veitir vegna þátttöku í Atlandshafsbandalaginu og á grundvelli varnarsamnings við Bandaríkin. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra lagði til í ráðherranefnd um ríkisfjármál nýverið að ráðist yrði í þau verkefni sem fyrir liggja sem liður í auknum framkvæmdum hins opinbera á Suðurnesjum vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. Má þar meðal annars nefna uppbyggingu fyrir Atlantshafsbandalagið í Helguvíkurhöfn. Morgunblaðið segir frá því í dag að Vinstri græn hafi lagst gegn hugmyndum um milljarða framkvæmdir á vegum Atlantshafsbandalagsins á Suðurnesjum. Umfang framkvæmdanna er sagt geta hlaupið á tólf til átján milljörðum króna sem að langmestu leyti myndi koma frá Bandaríkjunum. Rósa Björk Brynjólfsdóttir er þingmaður Vinstri grænna og varaformaður utanríkismálanefndar. „Ég er náttúrlega bara mjög ánægð með það að ráðherrar VG í ríkisstjórn hafi lagst gegn þessum hugmyndum. En eins og fréttin gefur til kynna þá var þetta ekki rætt formlega heldur óformlega og ég er bara ánægð með mitt fólk að standa í fæturna í þeim óformlegu samtölum. Ég hef líka sagt það áður, að þrátt fyrir að ég skilji mjög vel að Suðurnesjamenn reyni að finna lausnir á þeim mikla efnahagsvanda sem blasir við þeim og okkur öllum, að þá hef ég hvatt Suðurnesjamenn til að sýna víðsýni og frjóan hug í tillögum sínum að atvinnuuppbyggingu í kjölfar Covid-19,“ segir Rósa. Hún leggur áherslu á að hugmyndir um framkvæmdir á vegum NATO séu samningsatriði, sem þurfi alltaf að fara í gegnum þinglega meðferð. „Þessar tillögur hafa aldrei komið inn á borð utanríkismálanefndar þingsins, það er að segja fréttir um tillögur um að uppbygging Atlantshafsbandalagsins í Helguvíkurhöfn yrðu liður í einhverjum framkvæmdum á vegum hins opinbera á Suðurnesjum í kjölfar covid, að þá er það bara gríðarlega pólitísk ákvörðun að taka,“ segir Rósa. Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Reykjanesbær Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Varnarmál Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Sjá meira
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, varaformaður utanríkismálanefndar, segir að hugmyndir um framkvæmdir á vegum Atlantshafsbandalagsins á Suðurnesjum hafi ekki verið formlega ræddar á vettvangi þingsins. Hún fagnar því að ráðherrar Vinstri grænna hafi hafnað hugmyndum þess efnis. Nokkuð lengi hefur verið talað um að ráðast þurfi í viðhald og uppfærslu á hluta þeirrar aðstöðu í Keflavík sem Ísland veitir vegna þátttöku í Atlandshafsbandalaginu og á grundvelli varnarsamnings við Bandaríkin. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra lagði til í ráðherranefnd um ríkisfjármál nýverið að ráðist yrði í þau verkefni sem fyrir liggja sem liður í auknum framkvæmdum hins opinbera á Suðurnesjum vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. Má þar meðal annars nefna uppbyggingu fyrir Atlantshafsbandalagið í Helguvíkurhöfn. Morgunblaðið segir frá því í dag að Vinstri græn hafi lagst gegn hugmyndum um milljarða framkvæmdir á vegum Atlantshafsbandalagsins á Suðurnesjum. Umfang framkvæmdanna er sagt geta hlaupið á tólf til átján milljörðum króna sem að langmestu leyti myndi koma frá Bandaríkjunum. Rósa Björk Brynjólfsdóttir er þingmaður Vinstri grænna og varaformaður utanríkismálanefndar. „Ég er náttúrlega bara mjög ánægð með það að ráðherrar VG í ríkisstjórn hafi lagst gegn þessum hugmyndum. En eins og fréttin gefur til kynna þá var þetta ekki rætt formlega heldur óformlega og ég er bara ánægð með mitt fólk að standa í fæturna í þeim óformlegu samtölum. Ég hef líka sagt það áður, að þrátt fyrir að ég skilji mjög vel að Suðurnesjamenn reyni að finna lausnir á þeim mikla efnahagsvanda sem blasir við þeim og okkur öllum, að þá hef ég hvatt Suðurnesjamenn til að sýna víðsýni og frjóan hug í tillögum sínum að atvinnuuppbyggingu í kjölfar Covid-19,“ segir Rósa. Hún leggur áherslu á að hugmyndir um framkvæmdir á vegum NATO séu samningsatriði, sem þurfi alltaf að fara í gegnum þinglega meðferð. „Þessar tillögur hafa aldrei komið inn á borð utanríkismálanefndar þingsins, það er að segja fréttir um tillögur um að uppbygging Atlantshafsbandalagsins í Helguvíkurhöfn yrðu liður í einhverjum framkvæmdum á vegum hins opinbera á Suðurnesjum í kjölfar covid, að þá er það bara gríðarlega pólitísk ákvörðun að taka,“ segir Rósa.
Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Reykjanesbær Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Varnarmál Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Sjá meira