Hugsaði það versta en segir verkinn aldrei hafa verið það mikinn Anton Ingi Leifsson skrifar 6. apríl 2020 20:00 Ómar Ingi hefur farið með íslenska landsliðinu á þrjú stórmót. vísir/getty Ómar Ingi Magnússon, landsliðsmaður í handbolta og leikmaður Álaborgar í dönsku úrvalsdeildinni, segir að hugurinn hafi leitað í það að hann myndi ekki snúa handbolta aftur en segir hins vegar að verkurinn hafi aldrei verið svo mikill. Skömmu áður en kórónuveirufaraldurinn stöðvaði danska handboltann eins og margar aðrar íþróttir spilaði Ómar sinn fyrsta handboltaleik í átta mánuði. Hann hafði glímt við meiðsli á höfði. Hann var til viðtals í Sportinu í dag þar sem hann ræddi við Henry Birgi Gunnarsson. „Þetta var öðruvísi fyrst og fremst. Þetta var ekki eitthvað sem maður er vanur að lenda í og skrýtin meiðsli. Þetta eru meiðsli sem maður þurfti bara að ganga í gegnum eins og allt annað og svo betur fer tókst það,“ sagði Ómar Ingi. „Síðan náði ég að spila í mánuð áður en það stoppaði allt aftur. Þetta hefur verið sérstakt tímabil en gott að vera kominn á skrið aftur.“ Hann segir að hann hafi hugsað út í það versta; að hann myndi aldrei snúa aftur á handboltavöllinn en segir að allir þeir sem hann hafi talað við hafi sagt honum að þetta myndi allt fara vel að endingu. „Maður hugsaði það alveg en mér fannst þetta aldrei vera það mikill verkur sem ég var með að ég myndi ekki geta spilað aftur. Þeir sem ég talaði við sögðu að það væri aldrei spurning um hvort ég myndi koma aftur, heldur bara hvenær.“ Selfyssingurinn segir að tilfinningin að snúa aftur á völlinn hafi verið ólýsanleg. „Það var frábært. Það var algjör snilld. Það er yndislegt að komast aftur í boltann og venjulegt líf. Það hefur ekki komið neitt bakslag og ég var búinn að æfa stigvaxandi í nokkra mánuði áður en ég steig inn á völlinn.“ Klippa: Sportið í dag - Ómar Ingi um höfuðmeiðslin Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Danski handboltinn Sportið í dag Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Sjá meira
Ómar Ingi Magnússon, landsliðsmaður í handbolta og leikmaður Álaborgar í dönsku úrvalsdeildinni, segir að hugurinn hafi leitað í það að hann myndi ekki snúa handbolta aftur en segir hins vegar að verkurinn hafi aldrei verið svo mikill. Skömmu áður en kórónuveirufaraldurinn stöðvaði danska handboltann eins og margar aðrar íþróttir spilaði Ómar sinn fyrsta handboltaleik í átta mánuði. Hann hafði glímt við meiðsli á höfði. Hann var til viðtals í Sportinu í dag þar sem hann ræddi við Henry Birgi Gunnarsson. „Þetta var öðruvísi fyrst og fremst. Þetta var ekki eitthvað sem maður er vanur að lenda í og skrýtin meiðsli. Þetta eru meiðsli sem maður þurfti bara að ganga í gegnum eins og allt annað og svo betur fer tókst það,“ sagði Ómar Ingi. „Síðan náði ég að spila í mánuð áður en það stoppaði allt aftur. Þetta hefur verið sérstakt tímabil en gott að vera kominn á skrið aftur.“ Hann segir að hann hafi hugsað út í það versta; að hann myndi aldrei snúa aftur á handboltavöllinn en segir að allir þeir sem hann hafi talað við hafi sagt honum að þetta myndi allt fara vel að endingu. „Maður hugsaði það alveg en mér fannst þetta aldrei vera það mikill verkur sem ég var með að ég myndi ekki geta spilað aftur. Þeir sem ég talaði við sögðu að það væri aldrei spurning um hvort ég myndi koma aftur, heldur bara hvenær.“ Selfyssingurinn segir að tilfinningin að snúa aftur á völlinn hafi verið ólýsanleg. „Það var frábært. Það var algjör snilld. Það er yndislegt að komast aftur í boltann og venjulegt líf. Það hefur ekki komið neitt bakslag og ég var búinn að æfa stigvaxandi í nokkra mánuði áður en ég steig inn á völlinn.“ Klippa: Sportið í dag - Ómar Ingi um höfuðmeiðslin Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Danski handboltinn Sportið í dag Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Sjá meira