„Þetta tekur verulega á“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. apríl 2020 13:12 Gylfi Ólafsson forstjóri heilbrigðisstofnunar Vestfjarða hefur þurft að kalla til fólk úr bakvarðasveit til að manna deildir. Ástandið á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík er alvarlegt. Líkt og fréttastofa greindi frá í morgun lést íbúi á hjúkrunarheimilinu í gær úr Covid-19 sjúkdómnum. Tveir heimilismenn eru með staðfest smit og þrír aðrir sæta einangrun. Sjá nánar: Íbúi á Bergi látinn af völdum Covid-19 Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, var í hádegisfréttum Bylgjunnar spurður út í líðan íbúanna á Bergi og hvort ótti hafi gripið um sig á meðal þeirra. „Það er augljóst að þetta tekur verulega á bæði íbúa en líka starfsmenn. Langstærstur hluti starfsmanna er í sóttkví eða einangrun, meira og minna veikir þannig að það tekur verulega á fólk að þurfa að takast á við það á sama tíma og vinnustaðurinn þeirra og fólkið sem það hefur sinnt og annast um sé í þessum skrítnu og erfiðu aðstæðum.“ Meirihluti fastra starfsmanna á hjúkrunarheimilinu eru í einangrun en þar af eru fimm með staðfest smit. Aðrir fastir starfsmenn utan þriggja eru í sóttkví og er heimilinu nær alfarið sinnt af bakvarðasveit. Von er á liðsauka með þyrlu Landhelgisgæslunnar seinna í dag ef veður leyfir. „Við erum núna með fólk sem kom um og fyrir helgi sem hefur verið að taka mjög langar vaktir. Við væntum þess og vonum að veður leyfi þyrlu Landhelgisgæslunnar að flytja til okkar tíu manns úr bakvarðasveit úr Reykjavík hingað seinni partinn og þá verðum við komin fyrir vind. Síðan munu fleiri koma eftir því sem líður á vikuna. Okkur sýnist núna þetta vera komið í þokkalegt stand en það breytir ekki því að starfsmenn eru veikir og íbúar eru veikir og eru og verða í sóttkví þannig að heimilishaldið á Bergi er ekki og verður ekki með hefðbundnu sniði næstu vikur.“ En hvernig standa málin á Vestfjörðum? Er útbreiðslan mikil? „Það er hópsmit á Ísafirði og í Bolungarvík og eitt staðfest smit á Flateyri. Í morgun tóku gildi hertar samkomureglur og hertar reglur um skólahald á Þingeyri, Suðureyri, Súðavík og Flateyri, í stíl við það sem verið hefur hér á Ísafirði og Bolungarvík. Ástæðan fyrir því er sú að það er mikill samgangur á milli þessara byggðarkjarna, sömu búðir sem fólk verslar í og svo framvegis og sama atvinnusvæðið og þar með var talið líklegt að ef það væru smit á Ísafirði og Bolungarvík þá myndu þau fara að dreifa sér annars staðar líka,“ sagði Gylfi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bolungarvík Tengdar fréttir Íbúi á Bergi í Bolungarvík látinn af völdum Covid-19 Íbúi á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík lést í gær úr Covid-19 samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. 6. apríl 2020 10:20 Grafalvarleg staða er á hjúkrunarheimili í Bolungarvík Fimm manna samkomubann gildir nú á öllum norðanverðum Vestfjörðum eftir að aðgerðir voru hertar. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir stöðuna alvarlega á hjúkrunarheimilinu Bergi þar sem nokkur smit hafa greinst hjá íbúum og starfsfólki. 5. apríl 2020 23:55 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Sjá meira
Ástandið á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík er alvarlegt. Líkt og fréttastofa greindi frá í morgun lést íbúi á hjúkrunarheimilinu í gær úr Covid-19 sjúkdómnum. Tveir heimilismenn eru með staðfest smit og þrír aðrir sæta einangrun. Sjá nánar: Íbúi á Bergi látinn af völdum Covid-19 Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, var í hádegisfréttum Bylgjunnar spurður út í líðan íbúanna á Bergi og hvort ótti hafi gripið um sig á meðal þeirra. „Það er augljóst að þetta tekur verulega á bæði íbúa en líka starfsmenn. Langstærstur hluti starfsmanna er í sóttkví eða einangrun, meira og minna veikir þannig að það tekur verulega á fólk að þurfa að takast á við það á sama tíma og vinnustaðurinn þeirra og fólkið sem það hefur sinnt og annast um sé í þessum skrítnu og erfiðu aðstæðum.“ Meirihluti fastra starfsmanna á hjúkrunarheimilinu eru í einangrun en þar af eru fimm með staðfest smit. Aðrir fastir starfsmenn utan þriggja eru í sóttkví og er heimilinu nær alfarið sinnt af bakvarðasveit. Von er á liðsauka með þyrlu Landhelgisgæslunnar seinna í dag ef veður leyfir. „Við erum núna með fólk sem kom um og fyrir helgi sem hefur verið að taka mjög langar vaktir. Við væntum þess og vonum að veður leyfi þyrlu Landhelgisgæslunnar að flytja til okkar tíu manns úr bakvarðasveit úr Reykjavík hingað seinni partinn og þá verðum við komin fyrir vind. Síðan munu fleiri koma eftir því sem líður á vikuna. Okkur sýnist núna þetta vera komið í þokkalegt stand en það breytir ekki því að starfsmenn eru veikir og íbúar eru veikir og eru og verða í sóttkví þannig að heimilishaldið á Bergi er ekki og verður ekki með hefðbundnu sniði næstu vikur.“ En hvernig standa málin á Vestfjörðum? Er útbreiðslan mikil? „Það er hópsmit á Ísafirði og í Bolungarvík og eitt staðfest smit á Flateyri. Í morgun tóku gildi hertar samkomureglur og hertar reglur um skólahald á Þingeyri, Suðureyri, Súðavík og Flateyri, í stíl við það sem verið hefur hér á Ísafirði og Bolungarvík. Ástæðan fyrir því er sú að það er mikill samgangur á milli þessara byggðarkjarna, sömu búðir sem fólk verslar í og svo framvegis og sama atvinnusvæðið og þar með var talið líklegt að ef það væru smit á Ísafirði og Bolungarvík þá myndu þau fara að dreifa sér annars staðar líka,“ sagði Gylfi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bolungarvík Tengdar fréttir Íbúi á Bergi í Bolungarvík látinn af völdum Covid-19 Íbúi á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík lést í gær úr Covid-19 samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. 6. apríl 2020 10:20 Grafalvarleg staða er á hjúkrunarheimili í Bolungarvík Fimm manna samkomubann gildir nú á öllum norðanverðum Vestfjörðum eftir að aðgerðir voru hertar. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir stöðuna alvarlega á hjúkrunarheimilinu Bergi þar sem nokkur smit hafa greinst hjá íbúum og starfsfólki. 5. apríl 2020 23:55 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Sjá meira
Íbúi á Bergi í Bolungarvík látinn af völdum Covid-19 Íbúi á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík lést í gær úr Covid-19 samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. 6. apríl 2020 10:20
Grafalvarleg staða er á hjúkrunarheimili í Bolungarvík Fimm manna samkomubann gildir nú á öllum norðanverðum Vestfjörðum eftir að aðgerðir voru hertar. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir stöðuna alvarlega á hjúkrunarheimilinu Bergi þar sem nokkur smit hafa greinst hjá íbúum og starfsfólki. 5. apríl 2020 23:55