Íbúi á Bergi í Bolungarvík látinn af völdum Covid-19 Eiður Þór Árnason skrifar 6. apríl 2020 10:20 Bolungarvík undir Traðarhyrnu. Vísir/Samúel Karl Íbúi á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík lést í gær af völdum Covid-19, samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Sex hafa nú látist hér á landi vegna kórónuveirunnar. Fréttamiðilinn Bæjarins besta á Ísafirði greinir frá því að nafn hins látna sé Gunnsteinn Svavar Sigurðsson og hefur eftir dóttur hans. Gunnsteinn var fyrsti íbúinn á Bergi sem greindist með veiruna. Hann var fæddur árið 1938 og búsettur í Bolungarvík. Alvarlegt ástand á hjúkrunarheimilinu Tveir eru sýktir af Covid-19 á Bergi og er búið að taka sýni af þremur öðrum heimilismönnum sem eru þar í einangrun, segir í tilkynningu frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Gylfi Ólafsson, forstjóri stofnunarinnar sagði í gær að ástandið á hjúkrunarheimilinu væri alvarlegt. Meirihluti fastra starfsmanna á hjúkrunarheimilinu er nú sagður vera í einangrun, þar af fimm með staðfest smit. Fimm íbúar eru í sóttkví án einkenna. Aðrir fastir starfsmenn utan þriggja eru í sóttkví og er heimilinu því sinnt nær eingöngu af fólki úr bakvarðasveit eða öðrum deildum stofnunarinnar. Liðsafli hefur þegar borist úr bakvarðasveit og von er á fleirum með þyrlu Landhelgisgæslunnar seinna í dag ef veður leyfir. Annað dauðsfallið í gær af völdum Covid-19 Um er að ræða annað dauðsfallið í gær af völdum Covid-19 sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. Sigurður Sverrisson, flugvirki og afreksmaður í bridge, andaðist á Landspítalanum í gær eftir baráttu við sjúkdóminn. Hann var fæddur árið 1953. Alls hafa sex nú látist af völdum Covid-19 hér á landi. Fyrst lést ástralskur ferðamaður á Húsavík þann 17. mars og svo rúmlega sjötug kona þann 23. mars á gjörgæslu Landspítalans. Síðasta fimmtudag var tilkynnt um tvö andlát þar til viðbótar, þar af fráfall 75 ára eiginmanns konunnar sem hafði látist af sömu sökum rúmri viku fyrr. 38 einstaklingar eru nú innlagðir á sjúkrahús vegna Covid-19 samkvæmt nýjustu upplýsingum og þar af 12 á gjörgæslu. Átta eru í öndunarvél vegna sjúkdómsins á Landspítalanum. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bolungarvík Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Íbúi á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík lést í gær af völdum Covid-19, samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Sex hafa nú látist hér á landi vegna kórónuveirunnar. Fréttamiðilinn Bæjarins besta á Ísafirði greinir frá því að nafn hins látna sé Gunnsteinn Svavar Sigurðsson og hefur eftir dóttur hans. Gunnsteinn var fyrsti íbúinn á Bergi sem greindist með veiruna. Hann var fæddur árið 1938 og búsettur í Bolungarvík. Alvarlegt ástand á hjúkrunarheimilinu Tveir eru sýktir af Covid-19 á Bergi og er búið að taka sýni af þremur öðrum heimilismönnum sem eru þar í einangrun, segir í tilkynningu frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Gylfi Ólafsson, forstjóri stofnunarinnar sagði í gær að ástandið á hjúkrunarheimilinu væri alvarlegt. Meirihluti fastra starfsmanna á hjúkrunarheimilinu er nú sagður vera í einangrun, þar af fimm með staðfest smit. Fimm íbúar eru í sóttkví án einkenna. Aðrir fastir starfsmenn utan þriggja eru í sóttkví og er heimilinu því sinnt nær eingöngu af fólki úr bakvarðasveit eða öðrum deildum stofnunarinnar. Liðsafli hefur þegar borist úr bakvarðasveit og von er á fleirum með þyrlu Landhelgisgæslunnar seinna í dag ef veður leyfir. Annað dauðsfallið í gær af völdum Covid-19 Um er að ræða annað dauðsfallið í gær af völdum Covid-19 sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. Sigurður Sverrisson, flugvirki og afreksmaður í bridge, andaðist á Landspítalanum í gær eftir baráttu við sjúkdóminn. Hann var fæddur árið 1953. Alls hafa sex nú látist af völdum Covid-19 hér á landi. Fyrst lést ástralskur ferðamaður á Húsavík þann 17. mars og svo rúmlega sjötug kona þann 23. mars á gjörgæslu Landspítalans. Síðasta fimmtudag var tilkynnt um tvö andlát þar til viðbótar, þar af fráfall 75 ára eiginmanns konunnar sem hafði látist af sömu sökum rúmri viku fyrr. 38 einstaklingar eru nú innlagðir á sjúkrahús vegna Covid-19 samkvæmt nýjustu upplýsingum og þar af 12 á gjörgæslu. Átta eru í öndunarvél vegna sjúkdómsins á Landspítalanum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bolungarvík Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira