„Af hverju eru fótboltamenn allt í einu blórabögglarnir?“ Sindri Sverrisson skrifar 5. apríl 2020 12:45 Wayne Rooney er á mála hjá Derby sem leikur í næstefstu deild. VÍSIR/GETTY Það er verið að gera knattspyrnumenn að blórabögglum, skrifar Wayne Rooney í pistli í Sunday Times varðandi umræðu um það hvernig leikmenn geti best veitt fjárhagslegan stuðning í baráttunni vegna kórónuveirufaraldursins. Matt Hancock heilbrigðisráðherra Bretlands vill að leikmenn í ensku úrvalsdeildinni, sem margir eru á himinháum launum, leggi meira að mörkum í baráttunni gegn faraldrinum. Úrvalsdeildin hefur lagt til að leikmenn lækki um 30% í launum til að verja störf og rekstur knattspyrnufélaganna, en leikmannasamtökin í Bretlandi höfnuðu því og sögðu það bitna á heilbrigðiskerfinu, því þar með yrði ríkið af miklum skatttekjum. „Af hverju eru fótboltamenn allt í einu orðnir blórabögglarnir? Það að úrvalsdeildin segi svona opinberlega frá sínu tilboði, eins og gert var, setur pressu á leikmenn og kemur þeim í stöðu þar sem þeir geta ekki komið vel út. Ef að leikmenn segjast ekki geta samþykkt 30% flata launalækkun, jafnvel þó að sumir þeirra myndu í raun og veru ekki ráða við það fjárhagslega, verður það túlkað sem svo að „ríkir leikmenn hafna launalækkun“. Mér finnst þetta skrýtið því að allar aðrar ákvarðanir í þessu ferli hafa verið teknar á bakvið luktar dyr, en þetta var gert opinbert. Til hvers? Það er eins og það sé til að skotin beinist að leikmönnum – neyða þá til að borga reikninginn vegna tekjumissis,“ skrifaði Rooney, sem er spilandi þjálfari hjá Derby. Betra að semja við hvern leikmann fyrir sig Rooney bendir á að fyrirliðar liðanna í úrvalsdeildinni hafi átt í viðræðum um það að búa til sjóð til að styrkja heilbrigðiskerfið. Hann segir þær 20 milljónir punda sem enska úrvalsdeildin hafi heitið aðeins vera dropa í hafið miðað við það sem farið sé fram á af leikmönnum. Stóru félögin þurfi flest hver ekki á því að halda að leikmenn lækki í launum, en ef svo sé þá sé fótboltinn í mikið verri stöðu en nokkurn hafi órað fyrir. „Það er hneyksli hvernig hlutirnir hafa verið síðustu daga. Ég skil alveg að leikmenn eru hátt launaðir og geta gefið frá sér laun. En það ætti að gera hjá hverjum leikmanni fyrir sig. Einn gæti sagst hafa efni á 30% lækkun en annar hefði bara efni á 5%. Það er sama hvernig horft er á þetta, við erum auðveld skotmörk. Það sem gleymist er að helmingur tekna okkar fer í skatt. Peningar sem fara til ríkisins, sem hjálpa heilbrigðiskerfinu,“ skrifaði Rooney. Enski boltinn Tengdar fréttir Segja launalækkun leikmanna skaða heilbrigðiskerfið Leikmannasamtökin á Englandi segja að það myndi bitna á heilbrigðiskerfinu í landinu ef að knattspyrnumenn tækju á sig 30% launalækkun. Ekki náðust samningar um slíka lækkun á fundi samtakanna með ensku úrvalsdeildinni í gær. 5. apríl 2020 09:45 Liverpool nýtir neyðarúrræði stjórnvalda Enska knattspyrnufélagið Liverpool, efsta lið úrvalsdeildarinnar, hefur ákveðið að senda hluta starfsmannahóps síns í leyfi nú þegar algjört fótboltahlé er í Englandi vegna kórónuveirufaraldursins. 4. apríl 2020 15:00 Keppni í ensku úrvalsdeildinni hefst ekki í byrjun maí og ekki fyrr en það er öruggt og við hæfi Vilji er fyrir því að klára tímabilið í ensku úrvalsdeildinni. Það verður þó ekki gert fyrr en hættan af völdum kórónuveirufaraldursins er liðin hjá. 3. apríl 2020 14:25 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti NBA stjarna borin út Körfubolti Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf Fleiri fréttir Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sjá meira
Það er verið að gera knattspyrnumenn að blórabögglum, skrifar Wayne Rooney í pistli í Sunday Times varðandi umræðu um það hvernig leikmenn geti best veitt fjárhagslegan stuðning í baráttunni vegna kórónuveirufaraldursins. Matt Hancock heilbrigðisráðherra Bretlands vill að leikmenn í ensku úrvalsdeildinni, sem margir eru á himinháum launum, leggi meira að mörkum í baráttunni gegn faraldrinum. Úrvalsdeildin hefur lagt til að leikmenn lækki um 30% í launum til að verja störf og rekstur knattspyrnufélaganna, en leikmannasamtökin í Bretlandi höfnuðu því og sögðu það bitna á heilbrigðiskerfinu, því þar með yrði ríkið af miklum skatttekjum. „Af hverju eru fótboltamenn allt í einu orðnir blórabögglarnir? Það að úrvalsdeildin segi svona opinberlega frá sínu tilboði, eins og gert var, setur pressu á leikmenn og kemur þeim í stöðu þar sem þeir geta ekki komið vel út. Ef að leikmenn segjast ekki geta samþykkt 30% flata launalækkun, jafnvel þó að sumir þeirra myndu í raun og veru ekki ráða við það fjárhagslega, verður það túlkað sem svo að „ríkir leikmenn hafna launalækkun“. Mér finnst þetta skrýtið því að allar aðrar ákvarðanir í þessu ferli hafa verið teknar á bakvið luktar dyr, en þetta var gert opinbert. Til hvers? Það er eins og það sé til að skotin beinist að leikmönnum – neyða þá til að borga reikninginn vegna tekjumissis,“ skrifaði Rooney, sem er spilandi þjálfari hjá Derby. Betra að semja við hvern leikmann fyrir sig Rooney bendir á að fyrirliðar liðanna í úrvalsdeildinni hafi átt í viðræðum um það að búa til sjóð til að styrkja heilbrigðiskerfið. Hann segir þær 20 milljónir punda sem enska úrvalsdeildin hafi heitið aðeins vera dropa í hafið miðað við það sem farið sé fram á af leikmönnum. Stóru félögin þurfi flest hver ekki á því að halda að leikmenn lækki í launum, en ef svo sé þá sé fótboltinn í mikið verri stöðu en nokkurn hafi órað fyrir. „Það er hneyksli hvernig hlutirnir hafa verið síðustu daga. Ég skil alveg að leikmenn eru hátt launaðir og geta gefið frá sér laun. En það ætti að gera hjá hverjum leikmanni fyrir sig. Einn gæti sagst hafa efni á 30% lækkun en annar hefði bara efni á 5%. Það er sama hvernig horft er á þetta, við erum auðveld skotmörk. Það sem gleymist er að helmingur tekna okkar fer í skatt. Peningar sem fara til ríkisins, sem hjálpa heilbrigðiskerfinu,“ skrifaði Rooney.
Enski boltinn Tengdar fréttir Segja launalækkun leikmanna skaða heilbrigðiskerfið Leikmannasamtökin á Englandi segja að það myndi bitna á heilbrigðiskerfinu í landinu ef að knattspyrnumenn tækju á sig 30% launalækkun. Ekki náðust samningar um slíka lækkun á fundi samtakanna með ensku úrvalsdeildinni í gær. 5. apríl 2020 09:45 Liverpool nýtir neyðarúrræði stjórnvalda Enska knattspyrnufélagið Liverpool, efsta lið úrvalsdeildarinnar, hefur ákveðið að senda hluta starfsmannahóps síns í leyfi nú þegar algjört fótboltahlé er í Englandi vegna kórónuveirufaraldursins. 4. apríl 2020 15:00 Keppni í ensku úrvalsdeildinni hefst ekki í byrjun maí og ekki fyrr en það er öruggt og við hæfi Vilji er fyrir því að klára tímabilið í ensku úrvalsdeildinni. Það verður þó ekki gert fyrr en hættan af völdum kórónuveirufaraldursins er liðin hjá. 3. apríl 2020 14:25 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti NBA stjarna borin út Körfubolti Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf Fleiri fréttir Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sjá meira
Segja launalækkun leikmanna skaða heilbrigðiskerfið Leikmannasamtökin á Englandi segja að það myndi bitna á heilbrigðiskerfinu í landinu ef að knattspyrnumenn tækju á sig 30% launalækkun. Ekki náðust samningar um slíka lækkun á fundi samtakanna með ensku úrvalsdeildinni í gær. 5. apríl 2020 09:45
Liverpool nýtir neyðarúrræði stjórnvalda Enska knattspyrnufélagið Liverpool, efsta lið úrvalsdeildarinnar, hefur ákveðið að senda hluta starfsmannahóps síns í leyfi nú þegar algjört fótboltahlé er í Englandi vegna kórónuveirufaraldursins. 4. apríl 2020 15:00
Keppni í ensku úrvalsdeildinni hefst ekki í byrjun maí og ekki fyrr en það er öruggt og við hæfi Vilji er fyrir því að klára tímabilið í ensku úrvalsdeildinni. Það verður þó ekki gert fyrr en hættan af völdum kórónuveirufaraldursins er liðin hjá. 3. apríl 2020 14:25
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti