Sagði lögreglu frá „stráknum“ strax eftir hvarfið Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. maí 2020 09:56 Tom Hagen og Anne-Elisabeth Hagen. Vísir/AP Norski auðjöfurinn Tom Hagen, sem grunaður er um morð eða aðild að morði á eiginkonu sinni, Anne-Elisabeth Hagen, minntist á mann, sérfræðing á sviði rafmynta sem nú er grunaður um aðild að málinu, í yfirheyrslum skömmu eftir að Anne-Elisabeth hvarf í október 2018. Þessu greinir norska dagblaðið VG frá í dag. Í frétt VG segir að strax daginn eftir að Anne-Elisabeth hvarf hafi Tom Hagen sagt lögreglu frá ungum manni sem þekkti vel til á sviði upplýsingatækni og rafmynta. Hagen kvaðst þá hafa rætt nokkrum sinnum við manninn, sem hann kallaði „strákinn“ í samtölum við lögreglu, að því er fram kemur í frétt VG. Hagen hafi minnst á manninn í sambandi við eigin áhuga á rafmyntum. Þá kvaðst hann ekki muna nafnið á honum en sagði að tiltekið skyldmenni sitt gæti vitað það. VG segir að lögregla hafi haft uppi á „stráknum“ eftir að hafa rætt við umræddan fjölskyldumeðlim Toms Hagen í nóvember 2018. VG hefur eftir Svein Holden, verjanda Toms Hagen, að hann viti ekki af hverju umbjóðandi sinn hafi ekki munað nafnið á manninum. Þá vissi hann ekki betur en Tom Hagen hafi síðast átt í samskiptum við manninn löngu áður en Anne-Elisabeth hvarf í lok október 2018. Holden leggur jafnframt áherslu á að Hagen hafi haft frumkvæði að því að ræða um manninn við lögreglu. Gangar báðir lausir Áhugi norsku lögreglunnar á rafmynt kviknaði snemma í rannsókninni á hvarfi Anne-Elisabeth eftir að kröfubréf meintra mannræningja fannst á heimili Hagen-hjónanna. Krafan hljóðaði upp á milljónir evra í Monero, órekjanlegri rafmynt. Tom Hagen var handtekinn grunaður um morðið á eiginkonu sinni í lok apríl. Hann neitar sök og var í síðustu viku látinn laus úr gæsluvarðhaldi. Maðurinn sem hér um ræðir, rafmyntarsérfræðingur á fertugsaldri, var handtekinn 7. maí, grunaður um að hafa banað Anne-Elisabeth eða átt aðild að morðinu á henni. Tveimur dögum síðar var staðfestum gruni hins vegar breytt og er maðurinn nú grunaður um aðild að grófri frelsissviptingu. Maðurinn neitar sök, segir handtökuna fáránlega og er laus úr haldi. Í frétt VG segir að rannsókn lögreglu snúi nú að stórum hluta að því að varpa ljósi á samskipti Hagen og mannsins. Þeir hafi kynnst í gegnum sameiginlegan vin fyrir nokkrum árum og hafi rætt sín á milli um að fjárfesta í rafmynt eða fyrirtæki á því sviði. Þeir hafi þannig bæði hist á skrifstofu Hagen og átt símafundi, þó að þeir hafi aldrei ráðist saman í eiginleg viðskipti. Lögregla gengur nú út frá því að Anne-Elisabeth hafi verið myrt á heimili hjónanna við Sloraveien í Lorenskógi þann 31. október 2018. Ekkert hefur spurst til hennar síðan hún hvarf þennan dag. Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Hagen sleppt úr gæsluvarðhaldi Tom Hagen hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi eftir að Hæstiréttur Noregs úrskurðaði gegn lögreglunni um framlengingu. 8. maí 2020 15:36 Lögmannsréttur vill sleppa Hagen úr gæsluvarðhaldi Lögregla hefur nú áfrýjað úrskurði lögmannsréttarins sem þýðir að Hagen verður áfram í varðhaldi þar til að Hæstiréttur landsins hefur tekið málið til meðferðar. 7. maí 2020 13:34 Lögregla rannsakar fjallakofa Tom Hagen Fjöldi lögreglumanna mættu í morgun að fjallakofa norska auðjöfursins Tom Hagen við Kvitfjell. 7. maí 2020 10:57 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Norski auðjöfurinn Tom Hagen, sem grunaður er um morð eða aðild að morði á eiginkonu sinni, Anne-Elisabeth Hagen, minntist á mann, sérfræðing á sviði rafmynta sem nú er grunaður um aðild að málinu, í yfirheyrslum skömmu eftir að Anne-Elisabeth hvarf í október 2018. Þessu greinir norska dagblaðið VG frá í dag. Í frétt VG segir að strax daginn eftir að Anne-Elisabeth hvarf hafi Tom Hagen sagt lögreglu frá ungum manni sem þekkti vel til á sviði upplýsingatækni og rafmynta. Hagen kvaðst þá hafa rætt nokkrum sinnum við manninn, sem hann kallaði „strákinn“ í samtölum við lögreglu, að því er fram kemur í frétt VG. Hagen hafi minnst á manninn í sambandi við eigin áhuga á rafmyntum. Þá kvaðst hann ekki muna nafnið á honum en sagði að tiltekið skyldmenni sitt gæti vitað það. VG segir að lögregla hafi haft uppi á „stráknum“ eftir að hafa rætt við umræddan fjölskyldumeðlim Toms Hagen í nóvember 2018. VG hefur eftir Svein Holden, verjanda Toms Hagen, að hann viti ekki af hverju umbjóðandi sinn hafi ekki munað nafnið á manninum. Þá vissi hann ekki betur en Tom Hagen hafi síðast átt í samskiptum við manninn löngu áður en Anne-Elisabeth hvarf í lok október 2018. Holden leggur jafnframt áherslu á að Hagen hafi haft frumkvæði að því að ræða um manninn við lögreglu. Gangar báðir lausir Áhugi norsku lögreglunnar á rafmynt kviknaði snemma í rannsókninni á hvarfi Anne-Elisabeth eftir að kröfubréf meintra mannræningja fannst á heimili Hagen-hjónanna. Krafan hljóðaði upp á milljónir evra í Monero, órekjanlegri rafmynt. Tom Hagen var handtekinn grunaður um morðið á eiginkonu sinni í lok apríl. Hann neitar sök og var í síðustu viku látinn laus úr gæsluvarðhaldi. Maðurinn sem hér um ræðir, rafmyntarsérfræðingur á fertugsaldri, var handtekinn 7. maí, grunaður um að hafa banað Anne-Elisabeth eða átt aðild að morðinu á henni. Tveimur dögum síðar var staðfestum gruni hins vegar breytt og er maðurinn nú grunaður um aðild að grófri frelsissviptingu. Maðurinn neitar sök, segir handtökuna fáránlega og er laus úr haldi. Í frétt VG segir að rannsókn lögreglu snúi nú að stórum hluta að því að varpa ljósi á samskipti Hagen og mannsins. Þeir hafi kynnst í gegnum sameiginlegan vin fyrir nokkrum árum og hafi rætt sín á milli um að fjárfesta í rafmynt eða fyrirtæki á því sviði. Þeir hafi þannig bæði hist á skrifstofu Hagen og átt símafundi, þó að þeir hafi aldrei ráðist saman í eiginleg viðskipti. Lögregla gengur nú út frá því að Anne-Elisabeth hafi verið myrt á heimili hjónanna við Sloraveien í Lorenskógi þann 31. október 2018. Ekkert hefur spurst til hennar síðan hún hvarf þennan dag.
Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Hagen sleppt úr gæsluvarðhaldi Tom Hagen hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi eftir að Hæstiréttur Noregs úrskurðaði gegn lögreglunni um framlengingu. 8. maí 2020 15:36 Lögmannsréttur vill sleppa Hagen úr gæsluvarðhaldi Lögregla hefur nú áfrýjað úrskurði lögmannsréttarins sem þýðir að Hagen verður áfram í varðhaldi þar til að Hæstiréttur landsins hefur tekið málið til meðferðar. 7. maí 2020 13:34 Lögregla rannsakar fjallakofa Tom Hagen Fjöldi lögreglumanna mættu í morgun að fjallakofa norska auðjöfursins Tom Hagen við Kvitfjell. 7. maí 2020 10:57 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Hagen sleppt úr gæsluvarðhaldi Tom Hagen hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi eftir að Hæstiréttur Noregs úrskurðaði gegn lögreglunni um framlengingu. 8. maí 2020 15:36
Lögmannsréttur vill sleppa Hagen úr gæsluvarðhaldi Lögregla hefur nú áfrýjað úrskurði lögmannsréttarins sem þýðir að Hagen verður áfram í varðhaldi þar til að Hæstiréttur landsins hefur tekið málið til meðferðar. 7. maí 2020 13:34
Lögregla rannsakar fjallakofa Tom Hagen Fjöldi lögreglumanna mættu í morgun að fjallakofa norska auðjöfursins Tom Hagen við Kvitfjell. 7. maí 2020 10:57