Björgunarsveitir aðstoða við sýnaflutninga vegna veðurs Sylvía Hall skrifar 4. apríl 2020 21:20 Mikið hefur mætt á björgunarsveitum landsins í dag enda vonskuveður um allt land. Spáð er verra veðri á morgun og eru Íslendingar hvattir til þess að halda sig heima. Landsbjörg Björgunarsveitir á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og Austurlandi hafa aðstoðað við sýnaflutninga í dag vegna veðurs, en víða á landinu er aftakaveður og hefur Veðurstofa Íslands gefið út appelsínugula viðvörun fyrir landið allt utan höfuðborgarsvæðisins á morgun. Björgunarsveit Hornafjarðar var ein þeirra björgunarsveita sem aðstoðaði við sýnaflutning í dag. Friðrik Jónas Friðriksson, formaður svæðisstjórnar björgunarsveitarinnar á Hornafirði, segir flutninginn hafa gengið vel þrátt fyrir veður. „Það var brjálað veður en margar hendur unnu létt verk og það lögðust margir á verkið, bæði sjúkraflutningar, lögregla og björgunarsveit,“ segir Friðrik í samtali við Vísi. Ákveðið hafi verið að flytja sýnin í dag þar sem ekki er útlit fyrir að slíkt myndi takast á morgun, en þó svo að veðrið sé slæmt í dag er spáð enn verra veðri á morgun. „Við þurftum að fá aðstoð björgunarsveitarinnar Kára í Öræfum og Dagrenningar á Hvolsvelli við þennan flutning, því veðrið var komið í 50 metra og svo var orðið brjálað undir Eyjafjöllunum.“ Landhelgisgæslan flutti sýnin yfir djúpið Fyrir vestan þurftu bjorgunarsveitir að flytja sýni yfir Steingrímsfjarðarheiði þar sem lítið skyggni og vonskuveður var. Landhelgisgæslan flutti svo sýnin yfir djúpið þar sem björgunarsveitarfólk tók á móti þeim og skutlaði þeim landleiðina áfram til móts við þá sem flytja þau í bæinn. Í myndbandinu hér að neðan má sjá aðstæður á Steingrímsfjarðarheiði í dag. Klippa: Björgunarsveitir aðstoða við sýnaflutninga Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir margar björgunarsveitir hafa tekið þátt í flutningum í dag. Þá hafi einnig verið mörg útköll vegna bíla sem lentu í vandræðum vegna veðurs. Sjá einnig: Hafa þurft að aðstoða fjölda Íslendinga á ferðalagi um Suðurland Hann segir ekkert ferðaveður vera á landinu, skyggni sé víða slæmt og mikið hvassviðri. Hann hvetur fólk til þess að fylgja fyrirmælum Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns og halda sig heima. „Mjög mikilvægt að við tökum á þessu saman, við erum víst öll saman í þessu,“ segir Davíð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Björgunarsveitir Tengdar fréttir Hafa þurft að aðstoða fjölda Íslendinga á ferðalagi um Suðurland Vonskuveður er á svæðinu, ekkert skyggni og mjög hvasst að sögn Orra Örvarssonar, formanns björgunarsveitarinnar Víkverja í Vík. 4. apríl 2020 16:27 Víða lokanir eða ófært vegna veðurs Mikið hvassviðri verður á landinu um helgina og bætir í vind og ofankomu í kvöld. 4. apríl 2020 15:26 Appelsínugul viðvörun um land allt Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula viðvörun fyrir landið allt, nema höfuðborgarsvæðið, vegna vonskuveðurs á morgun. 4. apríl 2020 13:31 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Fleiri fréttir Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Sjá meira
Björgunarsveitir á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og Austurlandi hafa aðstoðað við sýnaflutninga í dag vegna veðurs, en víða á landinu er aftakaveður og hefur Veðurstofa Íslands gefið út appelsínugula viðvörun fyrir landið allt utan höfuðborgarsvæðisins á morgun. Björgunarsveit Hornafjarðar var ein þeirra björgunarsveita sem aðstoðaði við sýnaflutning í dag. Friðrik Jónas Friðriksson, formaður svæðisstjórnar björgunarsveitarinnar á Hornafirði, segir flutninginn hafa gengið vel þrátt fyrir veður. „Það var brjálað veður en margar hendur unnu létt verk og það lögðust margir á verkið, bæði sjúkraflutningar, lögregla og björgunarsveit,“ segir Friðrik í samtali við Vísi. Ákveðið hafi verið að flytja sýnin í dag þar sem ekki er útlit fyrir að slíkt myndi takast á morgun, en þó svo að veðrið sé slæmt í dag er spáð enn verra veðri á morgun. „Við þurftum að fá aðstoð björgunarsveitarinnar Kára í Öræfum og Dagrenningar á Hvolsvelli við þennan flutning, því veðrið var komið í 50 metra og svo var orðið brjálað undir Eyjafjöllunum.“ Landhelgisgæslan flutti sýnin yfir djúpið Fyrir vestan þurftu bjorgunarsveitir að flytja sýni yfir Steingrímsfjarðarheiði þar sem lítið skyggni og vonskuveður var. Landhelgisgæslan flutti svo sýnin yfir djúpið þar sem björgunarsveitarfólk tók á móti þeim og skutlaði þeim landleiðina áfram til móts við þá sem flytja þau í bæinn. Í myndbandinu hér að neðan má sjá aðstæður á Steingrímsfjarðarheiði í dag. Klippa: Björgunarsveitir aðstoða við sýnaflutninga Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir margar björgunarsveitir hafa tekið þátt í flutningum í dag. Þá hafi einnig verið mörg útköll vegna bíla sem lentu í vandræðum vegna veðurs. Sjá einnig: Hafa þurft að aðstoða fjölda Íslendinga á ferðalagi um Suðurland Hann segir ekkert ferðaveður vera á landinu, skyggni sé víða slæmt og mikið hvassviðri. Hann hvetur fólk til þess að fylgja fyrirmælum Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns og halda sig heima. „Mjög mikilvægt að við tökum á þessu saman, við erum víst öll saman í þessu,“ segir Davíð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Björgunarsveitir Tengdar fréttir Hafa þurft að aðstoða fjölda Íslendinga á ferðalagi um Suðurland Vonskuveður er á svæðinu, ekkert skyggni og mjög hvasst að sögn Orra Örvarssonar, formanns björgunarsveitarinnar Víkverja í Vík. 4. apríl 2020 16:27 Víða lokanir eða ófært vegna veðurs Mikið hvassviðri verður á landinu um helgina og bætir í vind og ofankomu í kvöld. 4. apríl 2020 15:26 Appelsínugul viðvörun um land allt Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula viðvörun fyrir landið allt, nema höfuðborgarsvæðið, vegna vonskuveðurs á morgun. 4. apríl 2020 13:31 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Fleiri fréttir Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Sjá meira
Hafa þurft að aðstoða fjölda Íslendinga á ferðalagi um Suðurland Vonskuveður er á svæðinu, ekkert skyggni og mjög hvasst að sögn Orra Örvarssonar, formanns björgunarsveitarinnar Víkverja í Vík. 4. apríl 2020 16:27
Víða lokanir eða ófært vegna veðurs Mikið hvassviðri verður á landinu um helgina og bætir í vind og ofankomu í kvöld. 4. apríl 2020 15:26
Appelsínugul viðvörun um land allt Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula viðvörun fyrir landið allt, nema höfuðborgarsvæðið, vegna vonskuveðurs á morgun. 4. apríl 2020 13:31