Innlent

Appelsínugul viðvörun um land allt

Samúel Karl Ólason skrifar
Veðurstofa Íslands

Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula viðvörun fyrir landið allt, nema höfuðborgarsvæðið, vegna vonskuveðurs á morgun. Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu. Veðurstofan spáir austan og norðaustan hvassviðri eða stormi um nánast allt land.

Í kvöld og í nótt mun bæta í vind og ofankomu sömuleiðis. Á morgun norðaustan stormur eða rok með talsverðri snjókomu og skafrenningi.

Annað kvöld mun þó hlýna og fara að rigna um landið sunnan- og austanvert.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×