Körfubolti

Leikstjóri „The Last Dance“ ætlaði sér ekki að vera vinur Jordan

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kobe Bryant og Michael Jordan og voru miklir vinir og töluðu mikið saman á meðan Kobe lifði. Hér eru þeir á Stjörnuleiknum 2003.
Kobe Bryant og Michael Jordan og voru miklir vinir og töluðu mikið saman á meðan Kobe lifði. Hér eru þeir á Stjörnuleiknum 2003. Getty/ Andrew D. Bernstein

Leikstjóri „The Last Dance“ var ekki enn búinn að ganga frá lokaþættinum þegar Jalen & Jacoby heyrðu í honum í byrjun vikunnar.

Jason Hehir þurfti að klára „The Last Dance“ heimildaþættina á undan áætlun vegna þess að ESPN ákvað að flýta sýningu þeirra vegna íþróttaleysisins á tímum kórónuveirunnar.

Þáttaröðin átti að vera sýnd í júní en var færð fram í apríl og menn þurftu því að hafa hraðar hendur til að klára vinnsluna.

Þetta þýddi jafnframt að Jason Hehir hefur þurft að klára þættina jafnóðum á meðan þeir eru í sýningu en nú eru aðeins tveir þættir eftir.

Jason Hehir var gestur hjá þeim Jalen & Jacoby þar sem farið var yfir síðustu þætti af „The Last Dance“ og þar sagði hann frá samskiptum sínum og Michael Jordan síðan að þættirnir fóru í vinnslu.

Jason Hehir sagðist ekkert hafa heyrt í Michael Jordan sjálfum en að hann hafi verið í einhverju sambandi við son hans.

Það eru ekki allir sem tóku þessu trúanlegu og sumir eru jafnvel farnir að vera sammála gagnrýni heimildarmyndagerðamannsin Ken Burns .

Hehir sagði að það hefði vissulega verið gaman að hitta Jordan og tala við hann en það hafi aldrei verið markmið hans að verða vinur Jordan.

„The Last Dance“ hafa fengið mikið lof en jafnframt verið gagnrýndir fyrir það að Michael Jordan sjálfur er einn af framleiðendum þeirra.

Jason Hehir fullvissaði hins vegar Jalen Rose og David Jacoby í þætti þeirra Jalen & Jacoby á ESPN að Jordan hafi ekkert skipt sér af honum.

Jordan kom bara með eina athugasemd sem Jason Hehir sagði frá en horfa má heimsókn hans í þáttinn Jalen & Jacoby hér fyrir neðan.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×