Landsréttur staðfestir dóm yfir tveimur föngum fyrir „sérstaklega hættulega“ líkamsárás Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. apríl 2020 23:30 Landsréttur staðfesti í dag dóm yfir tveimur föngum á Litla-Hrauni fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á ungum hælisleitenda. Vísir/Ernir Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Suðurlands yfir tveimur föngum á Litla-Hrauni fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Þá var annar maðurinn einnig sakfelldur fyrir að hafa kastað stól í fangavörð og hrækt í andlit hans. Mennirnir voru báðir dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir brotið af Héraðsdómi Suðurlands í lok mars síðasta árs. Þá var annar mannanna, Trausti Rafn Henriksson, dæmdur til að greiða fórnarlambinu, ungum hælisleitanda frá Marokkó, 600 þúsund króna miskabætur vegna árásarinnar. Sá er ráðist var á var einnig fangi á Litla-Hrauni þegar árásin átti sér stað í janúar árið 2018. Hann kom hingað til lands haustið 2016 en hann sat inni fyrir ítrekaðar flóttatilraunir en hann freistaðist til þess að smygla sér um borð í eitt af flutningaskipum Eimskips og komst þannig til Kanada. Skömmu eftir árásina var honum vísað af landi brott. Ákærðu, þeir Trausti Rafn Henriksson og Baldur Kolbeinsson, réðust á Houssin í íþróttasal fangelsisins þann 23. janúar 2018. Fram kemur í dómnum að Trausti hafi kýlt og sparkað ítrekað í höfuð og líkama fórnarlambsins auk þess að hafa tekið hann hálstaki. Baldur hafi þá einnig kýlt hann ítrekað í höfuð og líkama, sparkað í hann og snúið hann niður í gólfið. Sjá einnig: Dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir „fólskulega“ árás á ungan hælisleitanda Þá reyndi Baldur einnig að girða niður um hann buxurnar og sest klofvega yfir búk hans og kýlt ítrekað með báðum höndum í höfuð hans þar til hann missti meðvitund. Trausti hafi á meðan þrívegis stappað á höfði mannsins. Hann hlaut mikla áverka af árásinni. Trausta Rafni var einnig gefið að sök að hafa kastað stól í fangavörð á Litla-Hrauni í september árið 2016 og síðar hrækt í andlit hans. Þá var Baldur einnig ákærður fyrir að hafa bitið hluta úr efri vör fanga á íþróttavelli við Litla-Hraun í júlí árið 2017. Fangelsismál Dómsmál Hælisleitendur Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Erlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira
Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Suðurlands yfir tveimur föngum á Litla-Hrauni fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Þá var annar maðurinn einnig sakfelldur fyrir að hafa kastað stól í fangavörð og hrækt í andlit hans. Mennirnir voru báðir dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir brotið af Héraðsdómi Suðurlands í lok mars síðasta árs. Þá var annar mannanna, Trausti Rafn Henriksson, dæmdur til að greiða fórnarlambinu, ungum hælisleitanda frá Marokkó, 600 þúsund króna miskabætur vegna árásarinnar. Sá er ráðist var á var einnig fangi á Litla-Hrauni þegar árásin átti sér stað í janúar árið 2018. Hann kom hingað til lands haustið 2016 en hann sat inni fyrir ítrekaðar flóttatilraunir en hann freistaðist til þess að smygla sér um borð í eitt af flutningaskipum Eimskips og komst þannig til Kanada. Skömmu eftir árásina var honum vísað af landi brott. Ákærðu, þeir Trausti Rafn Henriksson og Baldur Kolbeinsson, réðust á Houssin í íþróttasal fangelsisins þann 23. janúar 2018. Fram kemur í dómnum að Trausti hafi kýlt og sparkað ítrekað í höfuð og líkama fórnarlambsins auk þess að hafa tekið hann hálstaki. Baldur hafi þá einnig kýlt hann ítrekað í höfuð og líkama, sparkað í hann og snúið hann niður í gólfið. Sjá einnig: Dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir „fólskulega“ árás á ungan hælisleitanda Þá reyndi Baldur einnig að girða niður um hann buxurnar og sest klofvega yfir búk hans og kýlt ítrekað með báðum höndum í höfuð hans þar til hann missti meðvitund. Trausti hafi á meðan þrívegis stappað á höfði mannsins. Hann hlaut mikla áverka af árásinni. Trausta Rafni var einnig gefið að sök að hafa kastað stól í fangavörð á Litla-Hrauni í september árið 2016 og síðar hrækt í andlit hans. Þá var Baldur einnig ákærður fyrir að hafa bitið hluta úr efri vör fanga á íþróttavelli við Litla-Hraun í júlí árið 2017.
Fangelsismál Dómsmál Hælisleitendur Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Erlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira